Heima er bezt - 01.11.1956, Side 57
I
Nr. ii-i2 Heima 397
----------------------------------------er bezt -------------------------------------
meraskiltin af bíl Cindýjar gátu ef til vill blekkt lög-
regluþjón, ef svo illa tækist til, að lögreglubifreið kæm-
ist í nánd við hann. En ef til vill gat það blekkt þá,
að hann skyldi sitja við stýrið, endaþótt langt hlyti að
vera frá því, að útlit hans væri sem skyldi. Hann hafði
losað sig alveg við númer þau, sem verið höfðu á gráu
bifreiðinni. „Ég fel yður það, Hilliard,“ hafði Glenn
Griffin sagt, áður en hann fór. „Þér teflið ekki í tví-
sýnu með neitt. Það er engu síður áríðandi fyrir yður
en mig.“
„Skiptir mig meiru,“ hafði Dan Hilliard sagt bitur-
lega við sjálfan sig.
Hann hafði kastað skiltunum inn í kjarr við smá-
götu eina, þar sem engin hús voru. Við götuna var að-
eins rúm fyrir tvær húsaraðir, og hafði verið ákveðið
að byggja þarna. Skilti lóðasalans var á horninu. Svo
hafði Hilliard snúið bílnum og beint ljósunum að kjarr-
inu og fullvissaði sjg þannig um, að skiltin sæjust ekki
af götunni. Hann taldi sig hafa gilda ástæðu til að ætla,
að ekki hefði sézt til hans.
Nú ók hann í vestur og gætti þess vel að fara aðeins
um umferðaminnstu göturnar, forðaðist allar krossgöt-
ur og fór yfir aðalgöturnar og inn í öngstræti. Þegar
nóttin skall á, tók að hvessa. Kuldinn olli því, að þá voru
mun færri á ferli en ella. Enn var hann innan bæjar-
umdæmisins. Skynsemi hans mælti með því, að hann
æki að fljótinu, innan bæjarins, og mundi slíkt vekja
minni eftirtekt. Hann horfði ýmist fram yfir sig eða
aftur fyrir sig, skimaði um allar götur og torg, sem
leið hans lá hjá, en varð ekki var neinnar hættu.
Nú var hann staddur þrem húsaröðum frá brúnni
yfir fljótið, og hann sá hilla undir takmörk Riverside-
skemmtigarðsins, en þar var nú dimmt og allt lokað.
1 þessu varð hann þess var, að tvö ljósker með sterkum
Ijósum höfðu fylgt honum eftir tvær síðustu beygjurn-
ar. Raunar var þetta ekki í fyrsta skipti, sem slæðzt
hafði að honum grunur um eftirför. Hann snarbeygði
til vinstri, niður lítt akfæra götu og síðan hægri.
Því næst dró hann með gætni úr hraðanum.
Ljósin á hinúm bílnum sáust í speglinum.
Dan varð ekki óttasleginn. Hræðsla var ástæðulaus,'
helgaðist ekki neinum raunhæfum tilgangi. Hann var
kominn yfir slíkt. Hlutverk hans var að losna við þessi
bílljós, sem eltu hann í myrkrinu. En hann gat ekki
aukið hraðann, og ef hann gripi til örþrifaráðs, mundi
það aðeins verða til þess, að athyglin beindist frekar
að honum. Hann sá aðeins þessar tvær ljósrákir alllangt
að baki, en ennþá sá hann ekki votta fyrir þriðja ljós-
inu, því rauða. Hann hafði ekki enn ráðið við sig,
hvað gera skyldi, ef málið vandaðist. Dan Hilliard þótti
það hálfkátlegt, að hann skyldi vera orðinn hræddur
við lögregluna. Nú var hann kominn inn í bæjarhverfi,
þar sem hann var alókunnugur. Þar gat að líta lágreist,
veðruð hús, óásjáleg og gömul. Aðeins örfá ljós gat
að líta að baki þámuðum rúðunum.
Dan sá þegar af andgufunni frá munni sér, að hann
drægi óvenjuört andann. Hann beygði enn einu sinni
inn í mjóa götu, óupplýsta. Trén urpu löngum skugg-
um á leið hans.
Svo datt honum allt í einu í hug, hvað hann skyldi
gera og hvernig hann ætti að fara að því. Nú, einmitt
nú, áður en þessi eltingamaður bærist fyrir hornið!
Hann valdi sér akbraut, sem lá þétt upp að dimmu
húsi. Hann reiknaði beygjuna nákvæmlega út, slökkti
ljósin, sneri stýrinu, drap á bílnum og lét hann renna
inn í enn dýpri skugga frá litlum skúr við það.
Hann sneri sér við í sætinu, það var þungi yfir höfði
hans. Hann beið átekta, reyndi að halda niðri í sér and-
anum og horfði út um bakgluggann. Kippkorn niðri á
götunni, — hann var ekki viss um vegalengdina, — lok-
uðust dyr, og einhver karlmaður hrópaði eitthvað. Svo
hljóðnaði allt aftur. Enga hreyfingu mátti marka í hús-
inu. Hann var svo nærri því, að hann gat rétt hönd-
ina út úr bílnum og náð til gluggans.
• Allt í einu sló bjarma miklum fram á götuna. Bif-
reiðin kom fyrir hornið og var nú ekið greitt. Vélar-
dynurinn bergmálaði um hverfið. Er bíllinn hafði ekið
framhjá, heyrði hann, að dynurinn í vélinni lækkaði,
og síðan var bifreiðin stöðvuð. Þetta var stór bifreið,
sem sást óverulega ofan á í skininu frá ljósum hennar
og auðsætt, að hún var með blæju.
Dan eyddi engum tíma í að reyna að ráða þessa
gátu, en honum létti mjög, að þetta skyldi ekki vera
lögreglubíll. Hann setti bílinn aftur í gang, en kveikti
ekki Ijósin, er hann renndi bílnum aftur á bak. Þegar
hann sá, að bifreiðin rann aftur af stað og fyrir götu-
hornið, lét hann bílinn renna alveg niður á götuna,
gætti þess að gefa ekki mikið bensín og ók hægt í sömu
átt og hann hafði komið úr.
Þegar Dan var kominn yfir brúna og hafði fullvissað
sig um, að honum væri ekki veitt eftirför, fór hann
aftur að velta fyrir sér, hver hefði ekið þessum stóra
blæjubíl og hver kynni að eiga hann. Þessi gáta var
örðug viðfangs. Hann þóttist sannfærður um, að eng-
inn lögreglumaður myndi aka í slíkri bifreið, að minnsta
kosti ekki, er hann væri að störfum. Auk þess voru
þeir naumast margir lögreglumennirnir, sem höfðu efni
á að eiga slíka bifreið. En ef hér var ekki um að ræða
lögreglumann, sem hafði þekkt gráa bílinn, hver var
þetta þá?
Hann bægði þessum getgátum frá sér og hafði hug-
ann allan við líðandi stund, ók norður eftir hinum
megin fljótsins, eftir breiðum vegi, sem lá meðfram
klöppunum við fljótið. Allt svæðið minnti einna helzt á
skemmtigarð. Brátt ók hann milli hárra trjáa og sá
glampa á vatnið sér til hægri handar. Hann vissi, að
fljótið var mjög djúpt á þessurn stað. En hann var of
nærri bænum ennþá, ef til vill innan bæjartakmark-
anna.
Oðru hverju komu bílar á móti honum og drógu úr
Ijósunum, er hann ósjálfrátt skipti. Aðeins örsjaldan
sá hann bregða fyrir ljósum í bakspeglinum. Dan varð