Heima er bezt - 01.11.1956, Side 55
HÉR EIRTIST ÁTTUNDI HLUTI AF HINNI
SPENNANDI FRAMHALDSSÖGU
ÓBOÐNIR
GESTIR
EFTIR
JOSEPH HAYES
E1 n þó þótti honum vænt um, að Robish skyldi
hafa hana. Hann vissi, að hann kunni að beita
j hnefunum og hafði lengi haft hug á að lumbra
á honum. Ef Robish kæmi svo nærri, að hann
gæti sligað hann með öllum þunga sínum, þá var að vísu
ólíklegt, að hann gæti greitt gott högg. En ef hann
hefði handleggina frjálsa, þá gat hann gert að honum
slíka Ieifturárás, að hann áttaði sig ekki á neinu fyrr en
um seinan. Honum var ljóst, að hann kunni ekki fyrir
sér að neinu leyti nema þessu. Hann kunni að slást.
Hann hafði líka alltaf talið það nokkurs virði. Nú----
Augu hans hvörfluðu aftur til stúlkunnar. Hún horfði
á föður sinn. Hann minntist þess, hvernig hún hafði
sagt í gærkveldi: Þakka yður fyrir, herra Griffin. Með-
aumkunarsvipurinn á andliti hennar gerði hann nú sár-
hryggan. Hann varð þess var, að hann tók andköf.
Þegar Dan Hilliard sagði: „Ég skal koma bílnum í
fljótið fyrir yður, Griffin, ég þekki rétta staðinn,“
fann Hank aftur til þessa tómleika og ógleði. Hann gat
ekki horft af stúlkunni, endaþótt hún væri raunar upp-
spretta allra hans þjáninga. Það er eins og ég hafi kosið
mér þessa þjáningu, hugsaði hann. Og það var engu
h'kara en hann hefði aldrei fengið að þjást á þennan
hátt fyrr — vegna stúlku. Hann hafði þráð þessa kvöl.
„Ef þér komið heiðarlega fram við mig, mun ég
gjalda í sömu mynt,“ sagði Glenn við Hilliard.
Heiðarlega! Heiðarlega! Og þú ætlar þó að fara með
konu hans með þér og hafa barn hans sem skjöld!
Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem Hank hataði bróður
sinn, en nú fann hann í fyrsta skipti til grimmilegs
ofsa gegn honum. Glenn var eina manneskjan, sem
hafði sýnt honum hlýju og eitthvað hafði kennt honum
um lífið hér í heimi. Glenn hafði verndað hann gegn
fyrirlitningum drukkinnar móður hans og rustahætti
ofsafengins föður. Þrátt fyrir þetta hataði Hank hann
nú. Það gilti einu um tillit það, sem hann sýndi hon-
um, og þá vináttu, sem hann jafnvel bar enn í brjósti
til hans. Er Hank Griffin hafði gert upp við sig reikn-
ingana, gleymdi hann öllu öðru, jafnvel ótta þeim, er
stafa kynni af lögreglunni.... eða öðru, sem gerast
kynni næstu stundirnar....
Jessi Webb hafði nú lokið rannsókn á því, hvar hús
þau myndu vera, sem Patterson hafði komið til um
morguninn. Hann hafði nú að minnsta kosti skrá yfir
það fólk, sem ritað hafði ávísanir til Pattersons og greitt
honum þannig fyrir hreinsun á görðum. Rétt var að
gera ráð fyrir því, að þeir, sem greiddu í reiðu fé, ættu
heima í grendinni. Hann hafði gert rauðan hring á
kortið, og innan hans voru tíu húsaraðir með e. t. v.
nokkur hundruð fjölskyldum, þrjár verzlanir og nokk-
ur óbyggð svæði.
Heima er bezt 395