Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 21
Nr. 11-12 Heima 36i ----------------------------------------er bezt ------------------------------------- þetta, eða vísnabálk, kallar Sigurður: Vetrarkvíða. Og er hann 35 vísur. 24. vísan er ein af þeim, sem mun vera alþekkt um allt land: Þó að kali heitan hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal eg gleyma þér. En hún hefur alltaf verið eignuð Vatnsenda-Rósu. Að efni til og formi fellur vísa þessi alveg við hinar. Allar vísurnar eru hringhendar samhendur. Að síðustu tek ég svo orðréttan kafla upp úr for- mála, sem Arnór Sigurjónsson skrifar fyrir Sagna- þáttum úr Húnaþingi. „Þá er og Vetrarkvíði Sigurðar í Katadal prentaður hér allur, en ekki voru nema 17 vísur af honum prent- aðar í Lesbók Mbl. Þó að það kvæði sé ort að hætti liðins tíma, er það svo merkilegt fyrir margra hluta sakir, að rétt þótti að birta það allt, enda mun það eigi til í margra manna höndum. Tvær af vísum kvæðisins, 24. og 25. vísa, hafa rang- lega verið eignaðar Vatnsenda-Rósu. Hefur jafnvel verið vefengt, eftir að Theodór gerði rétta grein fyrir heimildum um þær, að þær væru eftir Sigurð. En þó að þetta ætti að vera nægileg röksemd fyrir því, að svo er, að þær eru í kvæði eftir hann, sem til er í heild, aflaði Theodór sér meiri heimilda um þetta. Hann fékk meðal annars vottorð Herdísar Andrésdóttur um það, að tengdamóðir hennar, Elín Einarsdóttir, kona séra Jóns í Steinnesi, hefði haft yfir fyrir henni ljóðabréf Sigurðar í Katadal, Vetrarkvíða, og hefðu þessar vísur báðar verið í kvæðinu. Þá hefur og frú Theodóra Thoroddsen gefið Theo- dóri annað vottorð um það, að þegar hún var barn í foreldrahúsum, hafi roskin kona úr Húnavatnssýslu, Ingunn Þorsteinsdóttir, farið með Vetrarkvíða fyrir hana, og hafi þessar tvær vísur verið þar með. Er þetta hvorttveggja til viðbótar því, að niðjar Sig- urðar hafa varðveitt kvæðið í heild, bæði í minni og uppskriftum, til þessa dags. Hefur mjög þótt um þetta kvæði vert, enda höfðu þeir atburðir, er til kvæðisins leiddu, mjög fengið á hugi manna.“ í sambandi við þátt þennan skal þess getið, til skýr- ingar, að Sigurður og Þorbjörg í Katadal voru for- eldrar Friðriks, er myrti Natan Ketilsson. I kafla þeim, er ég tók upp úr formála Arnórs, er getið um það, að vísa 25 í ljóðabréfi Sigurðar hafi einnig verið eignuð Vatnsenda-Rósu. Ég hef aldrei heyrt það, enda kunni ég ekki vísuna. En samt þykir mér rétt í þessu sambandi að birta hana hér um leið: Verði sjórinn vellandi, víða foídin kalandi, hellubjörgin hrynjandi, hugsa ég til þín stynjandi. Þetta er eina vísan af 35, sem er mishringhenda, en samhenda, eins og hinar allar. Ekki veit ég, hvað gamall ég var, en ég var áreiðan- lega mjög ungur, þegar ég heyrði fyrst vísu þá, sem hér verður getið. Og hún mun Vera með fyrstu vísum, sem ég lærði. Ég man sérstaklega eftir því, að fóstri minn kvað hana oft á kvöldin í rökkrinu við raust: Sést um bolinn sívalur, svona er molinn lúni, lipur, þolinn, Iífaður, litli folinn brúni. Finnur Jónsson á Kjörsevri birtir hana í bók sinni — Þjóðhættir — og segir hana eftir séra Guðmund Torfason, um reiðhest Eyjólfs bónda Eyjólfssonar á Laugarvatni. Séra Guðmundur Torfason fæddist 1797. Veitt Kald- aðarnes í Flóa 1835. Miðdalur í Laugardal 1847 og Torfastaðir í Biskupstungum 1860. • Um hann segir Éinnur: „Séra Guðmundur var alla ævi fjörugt hraustmenni, gáfaður, glíminn og glað- lyndur. Var lengst af efnalítill og mjög óeigingjarn, lítt fallinn til búskapar, en vann þó eins og vinnu- maður fram á síðustu ár.“ Ég set hér vísu eftir hann um Tjörfa nokkurn Jóns- son, þótt hún sé að vísu ekki eins landfleyg og hin: Skömmum hlessur hirðir brands, heiðurspresta fjandi, einn reiðhestur andskotans í allra versta standi. Og svo ætla ég að leyfa mér að birta hér þriðju vís- una eftir hann, þótt hún sé að líkindum lítt þekkt. En hana gerði Guðmundur á efri árum, og er auð- heyrt á henni, að hann hefur fundið mikið til þess, er ellin færðist yfir hann: Þá var riðið, þá var slegið, þá var róið, stokkið, glímt. Nú er skriðið, nú ér legið, nú er sóað tíð og hímt. Þá kemur hér vísa, sem er löngu landfleyg og lýð- um kunn. En hún er ein af þeim, sem hafa verið eign- aðir margir feður. í vísnatíningi eftir Jón Thoroddsen er hún talin vera eftir Ólaf Briem á Grund. í Sunnanfara er hennar getið og þar eignuð Adála- Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.