Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 14
354 Heima ---er bezt Nr. 11-12 Æskan og uppeldið. Úr áramótaræðu 1955. Ég er ekkert hræddur um ungu kynslóðina. Hún er ekkert verri en unga fólkið var áður, og raunar hávaxn- ari og háleitari en sú eldri var. Hin unga kynslóð gerir alltaf nokkra uppreisn gegn þeirri gömlu. Því segja öld- ungarnir, að heimurinn fari versnandi, — en samt miðar áfram, og þó bezt, ef vér getum varðveitt nokkuð af gömlum uppeldisvenjum. Sveitin og sjórinn veitir það bezta uppeldi, við hliðina á skólagöngunni. Engin stofn- un er einhlít. Ekkert getur komið í staðinn fyrir heim- ilið, og þá helzt það heimili, sem veitir þroskandi starf við hliðina á leik. Leikur barnanna er eftirlíking á störf- um hinna fullorðnu og þarf að breytast yfir í raun- hæft starf, svo að lítið beri á, þar til unglingsárin taka við og ábyrgðin. Því stærri sem bæirnir verða, því meir eru þeir hjálparþurfi um uppeldið. Það er líkast því, að uppvaxandi kynslóð þurfi að lifa alla þroskasögu mann- kynsins, áður en vélaöld fullorðinsáranna tekur við. Hér er mikið samstarf nauðsynlegt milli bæja og sveita, og skylt að gjalda sveitunum fyllstu þökk fyrir upp- eldi og gestrisni. Handritin, uppspretta tslenzks þjóðernis. Úr áramótaræðu 1953. Vér Islendingar gerum nú kröfu um endurheimt hinna fornu handrita.... Hér stöndum vér sem einn maður. Handritin eru í Danmörku vegna þess sam- bands, sem var með þjóðunum, og þegar því sambandi er slitið, sýnir það skilning og bróðurhug, að afhenda þann menningararf, sem íslendingum er dýrmætari öll- um öðrum þjóðum. .... Krafan um handritin er jafnframt áminning til vor sjálfra um að varðveita í hjörtum vorum sögu vora, bókmenntir og tungu. Það er hin sívaxandi upp- spretta íslenzks þjóðernis, sem hefur gert oss frjálsa. í því liggur einingin, að vér erum af einu þjóðerni, sem er skýrt afmarkað, eins og eyjan, sem vér byggj- um. Það ber svip af hinum hreina kynstofni, óslitinni sögu frá upphafi íslands byggðar, samfelldum bók- menntum, sem hafa borizt frá kynslóð til kynslóðar, og hinni svipmiklu, litskrúðugu náttúru landsins, sem er ýmist mild eða hörð. Orlög þjóðarinnar eru örlög vor, hvers og eins. Vér höfurn lifað á uppgangstímum, og ber að þakka það með því að líta með einurð fram í tímann í trú á göfuga framtíð í góðu landi. Ungt lýðveldi hefur ekki ellimörk. 3. KRISTINDÓMUR OG SAGA ÞJÓÐARINNAR. Ásgeiri Ásgeirssyni eru hinir stóru atburðir sögu vorrar sífrjótt umræðuefni. En sjaldan ræðir hann þá hluti, svo að hann ekki samtímis renni huganum til kristindómsins og helgustu hugsjóna hans. í Skálholti 1. júlí 1956. Þar (í Skálholti) þjónar sagan vorri þörf og hjartans þrá. Musteri, sem gnæfir yfir mannanna bústaði, þar sem vér getum framið vora helgiþjónustu. Veglegt musteri, sem hljómar af helgum söng, þar sem altari drottins, háreist hvelfing og steindar rúður, vekja til lotningar og tilbeiðslu. Þess er oss öllum hin mesta þörf. Og þó er öll mannleg list og íþrótt aðeins við- leitni og dauft endurskin af þeim krafti, þeirri vizku og snilli, sem skóp himin og jörð. Tvö hin dýrlegustu musteri drottins allsherjar eru hinn mikli alheimur og hinn litli heimur hverrar mannssálar. En fæstum eru gefin þau barnsaugu, lotning og undrun að sjá til fulls, það sem vér höfum daglega fyrir augum, nema máske á lífsins björtustu og myrkustu stundum. Þó mikil saga hafi geymzt, þá hefur og mikil saga gleymzt. Tindarnir blasa við, og íslenzka kirkjusögu má rita svo, að vart sé getið nema biskupa og höfuð- klerka. En á sléttlendinu, þar sem lífið grær, hefur margt það fegursta gerzt í kristnisöga þessa lands. Kirkjusögu má rita svo, að vart sé getið nokkurrar konu, en í kristnisögu mundi hlutur þeirra verða mik- ill. í uppeldi æsku og heimilislífi gætir mest þess hugar- fars, sem svo er kristilegt, að það sé ósnortið af breyti- legum kennisetningum og siðaskiptum, á sinn hátt eins og Fjallræðan, sem allt stendur af sér. Vísast verður þessi saga aldrei skráð, öðruvísi en hvað á hana glitrar í gömlum þulum, ljóðum og öllum góðum skáldskap. .... Og þó er máttur kristninnar mikill með þjóð vorri frá upphafi. Ég get ekki skilið við mitt mál, án þess að minnast þess atburðar, sem mestur hefur orðið: Kristnitökunnar sjálfrar. Þeir Þorgeir Ljósvetningagoði og Hallur af Síðu eru enn við lýði í sögu þjóðarinnar. Ræðu Þorgeirs á Alþingi má jafna til Gamla sáttmála. íslenzkt þjóðfélag hefur aldrei verið statt í meiri hættu en þá, og gifta þjóðarinnar aldrei meiri að fá borgið friði, lögum og kristni. Þorgeir talar jafnan til vor, er vanda ber að höndum, og afsökun vor er engin, ef vér fáum ekki borgið málefnum vorum á friðsamlegan hátt — með þetta milcla fordæmi fyrir augum. Á löguvi og kristni byggist framtíðarvonin. Úr ræðu í Niðarósi 1955. Það er mikil stund í lífi mínu að eiga kost á að vera viðstaddur hámessu í Ólafskirkju á sjálfan hvítasunnu- dag. Mér varð líkt og þegar Einar Skúlason flutti kvæði sitt. Geislakirkjan fylltist sætri angan. Þetta var líka okkar dómkirkja í 400 ár, svo það snertir viðkvæma strengi og kveikir lofgerð í hjartanu fyrir áhrif kristin- dómsins í þjóðlífinu fram á þennan dag. Alheiðnir hafa íslendingar aldrei verið, vegna náinna skipta við Eng- land og írland frá Landnámsöld, og fullkristnir erum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.