Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 20
GAMLIR KUNNINGJAR
eftir IÓH. ÁSGEIRSSON
FYRRI HI.UTI
Sú skáldskapargrein, er Iifað hefur aðallega um
langan aldur á vörum þjóðarinnar, svo að ekki
verður um deilt, eru svokallaðar tækifærisvísur,
er sumir nefna húsganga. Þær hafa verið hennar
lifandi orð í sorg og gleði og lífsteinn hennar í hvers-
dagsleika daglegs lífs. Vörn hennar og vígi, er eldar og
ísar þrengdu að lífskjörúm hennar. Lampi hennar og
ljós, er hann blés á norðan og þorradægrin þóttu löng.
Nú eru lífskjör þjóðarinnar orðin breytt, frá því
sem áður var, fyrir aukna véltækni og ýmsar framfarir.
Fólkið streymir stöðugt til kaupstaðanna úr sveitun-
um. Þeim fækkar því óðum, sem kunna þessar gömlu
og góðu vísur og hafa ánægju af að fara með þær. En
þessi tegund skáldskapar á ekki síður skilið að varð-
veitast frá gleymsku en önnur menningarverðmæti
þjóðarinnar frá liðnum tímum.
Mér datt því í hug að safna vísum þessum, sem
flestum, eftir föngum í einn þátt, ef verða mætti til
þess að greiða götu þeirra, sem síðar meir vildu gera
þessu betri skil.
I þætti þessum, sem ég hef valið nafnið: — Gamlir
kunningjar, — hef ég hugsað mér að safna saman og
velja sérstaklega gamlar vísur, sem Iifað hafa og lifa
enn á vörum þjóðarinnar. Margar þeirra eru rangfeðr-
aðar, jafnvel þótt þær séu prentaðar í ljóðabókum. Og
mun ég reyna og leggja áherzlu á að grafast fyrir,
hverjir eru hinir réttu höfundar þeirra, þar sem tök
eru á.
Óðum líður að því, að þessar vísur gleymast, og
sumar eru þegar gleymdar öllum almenningi, þótt
finna megi sumar þeirra hingað og þangað í eldri rit-
um. Og væri því ekki ólíklegt, að mörgum þætti varið
í að sjá framan í gamla æskuvini, sem þeir væru
kannske búnir að gleyma.
Og byrjar þá þátturinn á þessari alkunnu vísu, sem
all-flestir hafa eignað Bólu-Hjálmari:
Auðs þó beinan akir veg,
ævin treinist meðan.
Þú flytur á einum, eins og ég,
allra seinast héðan.
Hún hefur verið eignuð Bólu-Hjálmari og er
meira að segja prentuð í ljóðmælum hans, gefnum út
af Menningarsjóði: íslenzk úrvalsrit. 1942.
En í bókaflokki: — Menn og minjar —, 4. hefti, er
þáttur um Einar Andrésson í Bólu. Fyrir þætti þess-
um er inngangur, eða formálsorð, eftir Halldóru, dótt-
ur Einars, skrásett af Ingvari Brynjólfssyni, mennta-
skólakennara. Úr kafla þessum tek ég hér orðrétt eftir-
farandi:
„Ég man þá tíð, að ekki allfáir kunnu kvæði og vís-
ur eftir föður minn, og þótti ómaksins vert. Nú eru
þeir menn horfnir, og kveðskapur föður míns alþjóð
gleymdur.
Þó hefur ein af ferskeytlum hans þraukað til þessa
á vörum almennings, ein af 22 vísna-bálkinum: — Tveir
menn á ferð —, vísan, sem lengi var óréttilega eignuð
Bólu-Hjálmari og meira að segja prentuð oftar en einu
sinni í kvæðabók hans.
Vísan — og allur vísnabálkurinn — er tekinn beint
upp úr eiginhandriti föður míns, og fer því ekki mála
milli með höfundinn.“
Það er talið, að Bólu-Hjálmar sé fæddur 6. febrúar
1796, en dáinn 5. ágúst 1875. En Einar Andrésson er
fæddur 28. okt. 1814 og dó 2. júní 1891.
A þessu sést, að báðir hafa verið uppi samtímis, sem
fulltíða menn, um 40 ára tímabil. Einnig bjuggu þeir
á sömu jörðinni, Bólu í Skagafirði, nær samtímis, því
um 1839—40 fer Bólu-Hjálmar frá Bólu, en Einar
Andrésson flytur þangað um 1844.
Þegar þetta er athugað ásamt því, að báðir vóru
skáldmæltir, var það ekki svo undarlegt, að vísan var
eignuð Bólu-Hjálmari, því á þeim tíma var hann tal-
inn mesta skáld Skagfirðinga.
Einnig er það ekki svo óverulegur þáttur í þessu
tilfelli, sem gat verið meira að segja aðalorsök í þess-
um ruglingi, að báðir voru kenndir við Bólu.
Að endingu skal þess getið, að vísunnar er getið í
Bólu-Hjálmarssögu, er Símon Dalaskáld safnaði til, en
Brynjólfur frá Minna-Núpi skráði. Þar er sagt, að
vísan sé eftir Einar Andrésson, en eignuð Hjálmari,
en það sé ekki rétt.
Árið 1941 komu út: Sagnaþættir úr Húnaþingi eftir
Theodór Arnbjörnsson frá Osi. Og eru það sagnir af
Þingeyrarfeðgum og sagnir af Vatnsnesi.
Þar er birt ljóðabréf frá Sigurði Ólafssyni í Katadal
til Þorbjargar Halldórsdóttur, konu hans. Og mun það
ort veturinn 1834—35.
En þá var Þorbjörg í fangahúsi úti í Danmörku fyrir
grun um vitorð í morðmáli Natans Ketilssonar. Bréf
360 Heima er bezt