Heima er bezt - 01.11.1956, Side 18
358 Heima Nr. 11-12:
--------------------------------------------er bezt
innanhúss! Það var mér óbærileg hugsun! — Annars er
það furðulegt fyrirbrigði, hve hræðsla þverr og hverf-
ur, þegar út í hættuna er komið, svo að björgun er í
rauninni orðin hið eina ólíklega.
A miðjum öðrum sólarhring, eftir að við höfðum
haft landsýn af Sumburgh Head og síðan alltaf haldið
upp í storm og sjó, tók ofurlítið að draga úr mesta ofs-
anum. Og skyndilega, rétt undir dagssetrið, reif allra
snöggvast í loft, en nægilega samt til þess að við náðum
í Leiðarstjörnuna — í fremur óvæntri átt. Stormurinn
hafði smámsaman gengið meira til austurs, og við fylgt
honum eftir og vorum nú komnir all-langt austur til
norðausturs af Hjaltlandi. Var þá gerð snögg „kúvend-
ing“ í skyndi, og höfðum við síðan smálægjandi storm-
inn beint á eftir. Undir miðnættið náðum við vitaljós-
inu á Rattray Head. Og um hádegi daginn eftir lágum
við í einni skipakvínni í Leith.
Nú var komið gott veður og stillt. En sama daginn
gerðist 'það furðulega fyrirbrigði, að Gamli-Oli, sem
skrölt hafði í tréklossum á rammfælnum þilju-jó norð-
ur í höfum og aldrei skrikað fótur, varð nú fótaskort-
ur á þurrum þiljum inni í hafnarkví, féll aftur á bak á
hnakkann og braut ofurlítið gat á höfuðskelina!
II. í LEITH WALK.
All-löng töf varð í Leith að þessu sinni. Sjór hafði
komið í lestina, og urðu einhverjir vafningar á afhend-
ingu farmsins. Og auk þess var allmikil bráðabirgða-
viðgerð á stvrishúsi. Ég ætlaði að dvelja hjá skipsfélög-
um mínum í 2—3 daga og halda síðan með járnbraut
suður til Newcastle, þaðan með áætlunarskipi yfir til
Björgvinjar í Noregi og síðan með járnbraut þaðan
eitthvað austur á bóginn. Út í bláinn. Áttavitlaus og
áttavilltur eins og togarinn „Atlas“ í Norðursjó! En
á mínum aldri var maður ekki að glúra í Leiðarstjörnu
og áttamiðum. Og á þeim árum var heimurinn enn all-
víður og olnbogarými nægilegt. —
Yngsti skipverjinn var frá Mostur-ey og hét Jóhann.
Kölluðum við hann þó ekki Mostrarskegg, heldur aðeins
„Mostra“. Enda var strákskjáninn snöggur-og snoðinn
eins og sviðinn og skafinn sauðarhaus. Þetta var langur
strákssláni og linjulegur, gáfaður í löku meðallagi, en
allmikill á lofti. Höfðum við yngri mennirnir því gaman
af að gera honum ýmsar smábrellur og leika á hann.
Ofarlega á Leith Walk var ölstofa, sem við félagar
heimsóttum nokkrum sinnum. Var hún reist á landa-
mærum Leith og Edínborgar, og inni í veitingastof-
unni var stór látúns-ör greypt í miðjan diskinn og
letrað með látúnsstöfum LEITH öðrumegin, en EDIN-
BURGH hinum megin. Mátti því standa sínum fæti
í hvorri borg, meðan drukkið var úr glasi, sem einnig
stóð í báðum borgunum, væri það sett niður á píluna.
Þótti okkur þetta skemmtilegt tilvik og í frásögur fær-
andi síðar meir.
Aleðal annarra skemmti- og fjáraflatækja ölstofu þess-
arar var sjálfvirk raflostkringla með vísi og stigatölu
frá 0-100. Er sleppt var pennýi niður gegnum rifu á
tækinu, tengdist óðar veikur rafstraumur. Væri síðan
tekið hægri hendi um vísisknappinn, en þeirri vinstri
um annan hnúð utanvert við kringluna, og vísinum
snúið hægt sólsinnis, jókst straumurinn í sífellu, jafnt
og stöðugt. Með hægum snúningi og jöfnum, kom-
umst við flestir upp í 50—60 stig, en lékum þá allir á
reiðiskjálfi, kipptumst til og hristumst af óviðráðan-
legum vöðvakippum og slökun á víxl. Og sleppt gát-
um við ekki, fyrr en við létum vísinn síga hægt niður
aftur, nægilega langt til þess að drægi úr straumnum.
En fjöðrin, sem stjórnaði vísinum, var allstinn. Gátu
þeir, sem sneru vísinum snöggt og kippótt, fengið all-
snörp og slæm raflost, en þó var þetta talið hættulaust
allt að hámarki.
Einn daginn síðdegis höfðum við þrír saman brugðið
okkur inn í knæpuna að vanda, m. a. til að reyna raf-
kringluna til þrautar. Bar þá Mostra þar að óvænt, og
var mikill sláttur á honum. Daginn áður hafði hann
keypt heljarmikinn krókstaf, sterkan og stinnan, og
kvaðst ætla að gefa hann karli föður sínum, er heim
kæmi. En síðan skildi Mostri ekki stafinn við sig, held-
ur strunsaði með hann um allar götur og sveiflaði hon-
um svo vígamannlega, að götulögreglan tók að veita
honum eftirtekt. Brátt mun hún þó hafa komizt að
því, að tilburðirnir og mannalætin væru í litlu samræmi
við sauðmeinlaust innræti piltsins, og lét því Mostra og
staf hans frjálsa ferða sinna.
Við félagar höfðum nýlokið að þreyta afl við raf-
kringluna og vissum, að Mostri var ókunnugur þessu
galdratæki. Datt því einum okkar í hug að láta hann
fá að reyna karlmennskuna og miðlaði honum allar
nauðsynlegar leiðbeiningar um handtök á „fjaðragervi“
þessu. En rafmagn nefndi hann ekki, enda hefði það
verið Mostra hrein latína. Aðalvandinn væri aðeins að
beita kröftum karlmannlega og knýja bansettan vís-
inn alveg upp á 100 í einum hvelli! — En ekki hefðum
við haft krafta til þess!
Mostri tók þessu með vígamannlegu yfirlæti. Hann
lagði þegar frá sér stafinn karls, strauk upp ermar og
spýtti í lófana. Félagi okkar stakk pennýi í rifuna og
leit upp. Mostri þreif fullum hnefum um báða hnúðana,
setti á sig mikinn og snöggan hnykk og braut vísinn
upp á 100 í einum rykk!
Við hrukkum allir við, af því er nú gerðist! Mostri
fékk allan strauminn í gegnum sig í einu þrælsterku
losti, svo að báðir handleggir hans kipptust hart og
snöggt saman í svo magnþrunginni beygju, að strákur
þeyttist í háa loft innað kringlunni og uppyfir hana
með svo snöggu kasti, að hendur hans slitnuðu frá
henni og vísirinn small niður aftur á núll með feikna
hvelli. En Mostri steyptist yfir sig og kom niður á