Heima er bezt - 01.11.1956, Side 33
Heima
----er bezt
Nr. 11-12
„Lítið er um lundann enn.
Lízt mér rétt að halda
gjörningar og galdramenn
geri þessu valda.“
En allt í einu kemur hann upp af sjónum. Loftið fyll-
ist af vængjaþyt og allskonar fuglakvaki. Allar brekkur
verða hvítar til að sjá sem ullu þaktar, er fuglinn sezt
þar að í óteljandi mergð. Svo þéttir og stórir hópar
fljúga án afláts meðfram brúnum og brekkum, að svo
er sem ský dragi fyrir sól. Þá er uppi fótur og fit. Hver
maður klæðist veiðifötunum, tekur háfinn og trítlar
tindilfættur og léttur í lund í þann veiðistað, sem fyrir-
liðinn hefur úthlutað honum þenna dag. Nú eru brekk-
urnar ekki erfiðar, því hugurinn ber mann alla leið:
„Eg tifa um bríkur og bekki,
brattar og rótfúnar tær,
flughratt um fláka og kekki,
flesin og brekkurnar tvær,“
Gert að vei8it<ekjum í Álsey.
Hljóðfæraleikarar í Bjamarey.
Hljóðfœraleikarar í Bjamarey.
syngja Álseyingar, er þeir þjóta glaðir og reifir um
hinar illræmdu brekkur þar til veiða.
Erfiðið hefst nú aftur, en enginn dregur af sér, því
gaman er að geta að kveldi tíundað sem mesta veiði. —
Það er ávalt kapp í mönnum að vera ekki lægri en aðrir
með veiði, bæði í hverri útey og milli eyjanna.
Nú líður að veiðitímanum. Menn fara að athuga
háfana, smíða sköft og spækjur o. fl. Veiðifélagarnir
koma saman til spjalls og ráðagerða um eitt og annað
\'arðandi sumarstarfið, sem allir hafa beðið með
óþreyju. Það er auðséð á öllu, að lundinn er kominn.
Heimaey og dætur hennar, úteyjarnar, eru iðandi í
fuglalífi, loftið þrungið af söng þeirra og vængjaþyt,
og allar skarta eyjarnar í sínu fegursta sumarskrúði.
• — ’ -v .; 1 i ,
Yfir þessu undralandi
einhver töfraljómi skín.
Sem perludjásn á bylgjubandi
blómgar eyjar njóta sín.