Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 53
Nr. 11-12 Heima 393
-----------------------------------------er bezt -------------------------------------
sagði mamma hennar vingjarnlega. Hún var lítið eitt
farin að grána á hár, en var enn ungleg í andliti.
Pabbi hennar ýtti til hennar stóli og sagði: „Nú hafið
þið víst getað masað nóg og borðað einhver ósköp af
kökunum."
„Já, dálítið,“ svaraði Jóhanna. „En heyrðu, mamma:
Hvernig fannst þér blússan hennar Lilju?“
Mamma hennar viðurkenndi, að hún hefði ekki veitt
henni verulega athygli, en hún hefði víst verið reglu-
lega snotur.
„Nei, — að þú skulir geta sagt þetta! Eins og hún
fór Lilju illa. Brúnt er heldur alls ekki hennar litur.“
„Mér finnst þær Nanna og Lilja reglulega snotrar
stúlkur, og þær munu fríkka með aldrinum, sérstak-
lega Nanna,“ sagði Karl. „En hver spilaði svo vel á
píanóið?"
„Auðvitað Jenný,“ greip Sesselja fram í. „Sjáðu nú
til, bróðir. Hún finnst mér svo lagleg. Andlitið hlýlegt
og greindarlegt, en glettnin og kersknin logar í aug-
unum.“
„Já, hún er dálítið ódæl og glettin, en það kemur
af því, hve hún á slæmt heimili. Hún talar raunar aldrei
um það beint, en oft er hægt að merkja það á tilsvör-
um hennar. Já, þið ættuð að sjá hana, þegar hún er að
stríða Andrési og glettast við hann. Andrés er þessi
skrítni bróðir þeirra Nönnu og Lilju.“
„Já, hún er alveg einstök,“ sagði pabbi Jóhönnu hlæj-
andi.
„Hvort þykir þér vænna um Nönnu eða Lilju?“
spurði Sesselja. Jóhanna svaraði samstundis: „Nönnu,
vitanlega, því að hún er góð við Jennýju, en Lilja getur
aldrei þolað hana.“
„En þú getur þolað Jennýju,“ sagði Karl og kleip
systur sína í eyrað. „Þú beinlínis dýrkar hana. Jóhanna
roðnaði upp undir hársrætur. „Hvað er þetta, stúlka
mín? Þú roðnar, eins og ég væri að stríða þér með
ungum pilti, — t. d. bróður Nönnu og Lilju. En þetta
er nú bara lítil stúlka. Það ætti ekki að vera hættulegt.“
Jóhanna vildi heldur tala um annað. „Við fáum nýja
stúlku í skólann á morgun. Hún á að sitja hjá Jennýju.
Þar var autt sæti.“
„Nú, — það er víst dóttir nýja sýslumannsins. Hann
er víst ágætur maður,“ sagði pabbi Jóhönnu.
En hvað það er leiðinlegt fyrir Jenný að fá nýjan
nemanda í sætið hjá sér. Þeir eru alltaf fyrst svo var-
kárir og hlýðnir. Sesselja var sjálf nýsloppin úr skóla,
svo að hún skyldi þetta allt svo vel.“
„Feimnin rýkur nú fljótt af henni við hliðina á
Jennýju,“ sagði frúin brosandi. Svo bætti hún við og
leit á Jóhönnu, um leið og hún faldi geispa með hægri
hendinni. „Farið nú að hátta, börnin mín. A morgun
er nýr dagur.“
Jóhanna hlýddi og stóð strax upp, — þannig var
hennar eðli. — Hún tók saman dót sitt, bauð öllum
góða nótt með kossi og gekk svo upp til herbergis
síns. Rétt á hæla henni kom Sesselja systir hennar, en
fór sér þó hægar.
Þegar Jóhanna hafði afklæðzt, leit hún í spegilinn.
Fallegu, nýju náttfötin hennar fóru henni vel. Hún
var eins og stór, velklædd brúða. Um leið og hún
lagðist út af, byrjaði hún að þylja úr lexíunni um
Ítalíu: Lago de Como, Lago de Maggiori, Lago de
Garda....
í svefnherbergi systranna, Nönnu og Lilju, var allt
á tjá og tundri. Var það aðallega sök Nönnu. Hún sat
á rúmstokknum og var að setja pinna í hárið. Hún
lék með stígvélin laus á tánum. Lilja var að slétta
kraga og ermalíningar á blússunni sinni, sem hún ætl-
aði að vera í næsta dag. Henni hraut ekki orð af munni.
Á stól í miðju herberginu lá opin landkortabók. Syst-
urnar höfðu þann slæma vana að vera allt af að grípa
í að lesa, en luku aldrei við námsefnið, fyrr en í ótíma.
Nú hafði Nanna lokið sínu verki, og um leið sparkaði
hún af sér skónum, svo að sinn flaug í hvora átt.
Önnur stóra táin gægðist þá fram úr sokknum.
„Það er gat á öðrum sokknum þínum,“ sagði Lilja.
„Tvö göt,“ sagði Nanna ófeimin, ef þú vilt endi-
lega vita það,“ — og um leið teygði Nanna fótinn í
áttina til Lilju. Henni fannst sjálfsagt, að sú, sem sá
um þvottinn, stoppaði í götin — en oftast var það
mamma hennar —, en sjálf hafði hún engar áhyggjur
af þessum götum. Ekki höfðu þær systur neitt samlitt
stoppugarn, en Lilja fann þó langa stoppunál og fór
að stoppa í götin með grænum enda.
„Þetta sést ekki niðri í skónum,“ sagði Nanna, og
Lilja leit sömu augum á málið. Innan klæða voru allar
flíkur Nönnu í sama ástandi. Hún hafði farið í undir-
kjólinn öfugan, og annar hlýrinn var slitinn. Spenn-
an var dottin af öðru sokkabandinu og öryggisnæla í
staðinn. En þetta voru nú allt smámunir.
Á meðan Lilja var að stoppa, brauzt út innilokuð
gremja, sem hún hafði alið með sér allt kvöldið.
„Aldrei get ég skilið það, hvers vegna ykkur finnst
öllum Jenný svo skemmtileg," byrjaði hún og varð um
leið eldrauð í framan. „Hvað sjáið þið við hana? Ég
þoli ekki þennan ófyrirleitna svip á henni, og hún leifir
sér að segja, hvað sem henni sýnist. Þú og Jóhanna
hlæið að öllu, sem hún finnur upp á. Jóhanna sýnilega
tilbiður hana. Mér fannst það skammarlegt, hvernig
hún lét í kvöld við Andrés bróður. Hún hafði hann
fyrir fíf].“
„Ojæja,“ sagði Nanna. Þetta mál höfðu þær oft rætt
og aldrei orðið sammála um. „Hún meinti ekki neitt
illt með þessu, — en svona er hún. Erugóði Guð! Andrés
getur líka verið frámunalega skrítinn og vandræða-
legur. Hann er þó alveg tilvalinn til að láta hæðast
að sér. Jú, vissulega er hann bróðir minn, og mér
þykir reglulega vænt um hann, því að hann er bezti
strákur, — en ég hlýt þó að taka eftir því, hve kjána-
legur hann er, ef stúlkur eru með. Ég er alveg hissa,