Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 9
Nr. 11-12 Heima ---er bezt 349 1 blómaskálanum á Bessastöðum. Dóru. Að minnsta kosti minnist ég þess, að við vorum staddar nokkrar konur í húsi hér í Reykjavík, þar á meðal frú Dóra Þórhallsdóttir. Þetta var einhverntíma veturinn 1948. Einhvemveginn barst í tal, hvort forseta- kjör myndi fara fram næsta sumar. „Þá yrði nú maður- inn þinn, Dóra, valinn,“ segir ein kona. Dóra svaraði: „Fyrst kemur það ekki til mála, að forsetakjör fari fram, á meðan forsetinn okkar, Sveinn Björnsson, held- ur lífi og heilsu, það er ég viss um; og vildi ég af alhug óska honum langra og góðra lífdaga, en færi svo, að nýtt forsetakjör yrði nauðsynlegt, veit ég ekki, hvort þið ættuð að óska mér þess, að maðurinn minn yrði valinn. Ég hef verið það lengi, ef ég mætti svo að orði komast, í opinberri húsmóðurstöðu, að þið vitið ekki, hvað ég nýt þess að vera venjuleg húsmóðir, rétt eins og þið, mega gefa mig óskipta að heimili mínu, fjöl- skyldu, vinum og hugðarefnum.“ En svona fór það samt, Asgeir Asgeirsson var kjörinn forseti Islands 1952, að Sveini Björnssyni látnum. Eftir forsetakjörið, en áður en hjónin fluttu að Bessastöð- um, spurði ein vinkona for- setafrúarinnar, hvort hún kviði ekki fyrir að taka að sér jretta mikilvæga starf. „Ég veit það ekki,“ svaraði frú Dóra. „Ég vona, að guð hjálpi mér ög styrki, og sjálf er ég ákveðin í að gera allt, sem í mínu valdi stendur, til að leysa starfið sómasamlega af hendi.“ Nú er komið árið 1956. Fyrsta forsetakjörtímabil er liðið, og Asgeir Asgeirsson og þau hjónin byrja nú nýtt forsetatímabil og nú sjálf- kjörin. A þessum fjórum ár- um hafa mörg störf hvílt á forsetafrúnni. — Bessastaðir hafa verið opið risnuheimili. Maður les í blöðunum, að þessi eða hinn sendiherrann hafi afhent forsetanum skil- ríki sín og borðað hádegis- verð að Bessastöðum, — og margar eru þær nefndir og þau mót, sem hafa haldið fundi í Reykjavík og verið boðin að Bessastöðum. Forsetahjónin hafa farið í opinberar heimsóknir mjög víða urn landið, sömuleiðfs til Norðurlandanna allra. Bein afleiðing af heimsókn forsetahjónanna til Norðurlandanna var konungsheim- sóknin núna síðastliðið vor, er Friðrik IX. Danakon- ungur og Ingrid drottning heimsóttu Island. Ollum ber saman um, bæði blöðum og almenningi, hér og erlendis, að þessi konungsmóttaka hafi tekizt með afbrigðum vel, en því aðeins tókst móttakan svona vel, að allur undirbúningur var hinn bezti. Þar unnu margir mikil og merkileg störf, en ábyrgðin og þar af leiðandi yfirumsjónin með öllum undirbúningi hvíldi á forsetahj ónunum. Að endingu langar mig til að segja frá einu atviki. Það var einu sinni í sumar, að við hjónin vorum boðin að Bessastöðum með stórum hópi norrænna verkfræð- inga — eitthvað um 70—80 manns, konur og karlar. Meðal dönsku verkfræðinganna var Dani, sem hefur unnið hér að mörgum verkfræðilegum framkvæmdum og er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Við hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.