Heima er bezt - 01.11.1956, Side 52
392 Heima Nr. 11-12
--------------------------------er hezt--------------------------—
gleðin og æskan hyrfi úr rómnum. Frændi var svo
erfiður og strangur. Jenný hafði misst bæði pabba og
mömmu og verið hjá frænda og frænku frá því að
hún var á fjórða árinu.-------
Það hafði verið hálfgert vandræðamál hjá hinni fá-
mennu fjölskyldu Jennýjar, hver skyldi annast upp-
eldi hennar. Engin vandræði urðu með bróður hennar,
sem var eldri. Hann fór strax í heimavistarskóla og því
næst í stýrimannaskóla, að ósk hins látna föður. — En
stúlkan Jenný! Það var miklu meiri vandi. Fjárhags-
legir erfiðleikar voru það þó ekki. Börnin erfðu miklar
eignir, og sá, sem tók að sér uppeldi telpunnar, átti
að fá fulla meðgjöf af vaxtafé hennar.
Eftir miklar bollaleggingar varð niðurstaðan sú, að
miðaldra hjón, „frændi og frænka" Jennýjar, tóku að
sér uppeldi hennar. Var það fyrst og fremst þessi háa
meðgjöf í beinhörðum peningum, sem réð ákvörðun
þeirra. Þau áttu líka tvo drengi á líkum aldri, sem
þurftu mikils með. Gott var líka að hafa fastar auka-
tekjur, þegar þeir færu að ganga í skóla.
Af þessum ástæðum komst Jenný, er hún missti for-
eldra sína, í þetta kalda fornfálega hús. Um ást eða
hlýju hafði aldrei verið að tala. Það var aðeins hagn-
aðarvonin, sem veitti henni þetta heimili. A meðan
Jenný var lítil, hélt hún, að þetta ætti að vera svona,
en þegar hún eltist og kynntist heimilum leiksystra sinna,
þá sá hún, að þetta var ekki eins og það átti að vera,
og hún varð æst og sár út í fósturforeldra sína. Sam-
búðin versnaði því smátt og smátt, og Jenný endur-
galt með þrjózku og óhlýðni ástleysi og hörku fóstur-
foreldranna.
Frændi og frænka sátu í kaldri og dimmri stofu við
anddyrið og biðu komu Jennýjar. Drengirnir þeirra,
þrettán og fjórtan ára, voru komnir í rúmið. Frænka
var há og gildvaxin, og stakk það mjög í stúf við and-
litið, sem var sviplaust, smávaxið og ávalt. Frændi var
lítill, pervisinn og allur á iði.
Jenný gleymdi að loka hurðinni, er hún kom inn.
„Láttu aftur hurðina,“ sagði frændi.
„Komið þið sæl,“ sagði Jenný.
Frændi leit ekki upp og tók ekki undir kveðjurnar.
„Lokaðu hurðinni,“ sagði hann aftur.
Frænka leit á klukkuna og svo á Jennýju og aftur
á klukkuna og sagði ekki neitt. — í stofunni ríkti
dauðaþögn. Þetta var ólíkt því, sem Jenný hafði búizt
við. — Til að rjúfa þögnina sagði Jenný: „Ég varð
að afrita dálítið, sem ég fékk að sjá hjá Jóhönnu, þess
vegna varð ég dálítið of sein.“
„Já, hálftíma,“ sagði frænka þurrlega, um leið og
hún leit enn á klukkuna. „Ég hélt, að við hefðum
ákveðið, að þú kæmir strax heim með vinnukonunni,
svo að hún þyrfti ekkert að bíða. Hún átti ýmislegt
eftir að gera heima.“
„Jæja, ég skal hjálpa henni,“ svaraði Jenný. Hún hélt
hún slyppi þá við frekari ávítur og var rétt að fara út
úr stofunni, þegar frændi sagði í skipunartóni: ,„Vertu
kyrr. Ég vil ekki hlusta á þetta! Þú þarft ekki að leika
neina vinnukonu hér. Þú skalt fara strax að hátta, og
svo þarftu ekki í fyrra-málið að segja öllum bænum,
að við förum svo illa með þig hér, að þú sért hálfgerð
vinnukona.“
Jenný stokkroðnaði, en stillti sig þó og svaraði þver-
móðskulega:
„Nei, það segi ég aldrei. Ég ber ekki út slúður.“ Hún
skellti hurðinni á hæl sér, en augu hennar urðu tár-
stokkin.
„Ég held þú hafir verið of harður við hana í þetta
sinn, góði minn,“ sagði frúin vesaldarlega og leit um
leið til manns síns, sem hrærði ört í vínglasinu sínu
og var reiðilegur á svip.
„Víst er hún óþæg,“ bætti frúin við, „en hvað það
snertir, að hún beri okkur út, þá hef ég aldrei orðið
þess vör. Ég held, að hún sé yfirleitt ekki lausmál eða
eigi sér trúnaðarvini.“
Skellihlátur út á ganginum benti þó á annað. Þarna
voru tveir, sem hlógu. Húsbóndinn þaut á fætur. „Jú,
víst gerir hún það,“ hrópaði hann og reif upp hurðina.
I hálfdimmum ganginum, sem ljósið úr eldhúsdyr-
unum lýsti þó að nokkru upp, stóð fósturdóttir hans,
íklædd kápu vinnukonunnar, en vinnukonan hallaði
sér skellihlæjandi upp að veggnum.
„Ég hef sagt þér að fara strax að hátta,“ þrumaði
húsbóndinn. „Viltu gera svo vel og fara samstundis
upp.“
Jenný var þegar komin upp í miðjan stigann, er
hún fleygði kápunni niður og kallaði um leið með
kvellri röddu, sem hljómaði eins og bjölluhringing í
auðum ganginum:
„Góða nótt, frænka. — Góða nótt, frændi. — Góða
nótt, Jana. — Yðar auðmjúka frænka er nú að leggjast
til hvíldar.“
„Ekki að æpa svona,“ kallaði frændi. „Þú getur
vakið drengina.“ En húsbóndinn sjálfur gætti þess ekki,
að hann æpti miklu hærra. En nú var Jenný horfin
inn í sitt herbergi. Hún kveikti ekki Ijós. í hálfdimmu,
óvistlegu herberginu fleygði hún sér úr fötunum og
flýtti sér svo mikið, að fötin lágu á víð og dreif um
gólfið. Dökka, þykka hárið bylgjaðist um vangana,
eins og fögur umgerð um fallega, líflega andlitið.
Jenný fleygði sér upp í rúmið og féll samstundis í vær-
an svefn, með hendurnar undir vanga sér.
Þegar vinstúlkurnar voru farnar, þvoði Jóhanna
kaffibollana og lét allt á sinn stað. Hún hafði dálítið
samvizkubit út af dæminu, en það var búið, sem búið
var. Hún leit í flýti yfir landafræðina, slökkti síðan
ljósið og gekk inn í dagstofuna. Þar sátu foreldrar henn-
ar, Sesselja systir hennar, sem var 2 árum eldri, og
Karl bróðir hennar, sem las læknisfræði.
„Þar kemur loks ungfrúin,“ sagði Karl og brosti
hlýtt til systur sinnar.“
„Já, barnið mitt, en hvað þið voruð lengi uppi,“