Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 17
f LÍFSHÁSKA Á NORÐURSJÓ
OG í LEITH WALK
Prihja verMaunaritgerð ,,Heima er bezt ‘, eftir HELGA VALJ ÝSSON
I. Á NORÐURSJÓ.
vernig í fjandanum eiga kolin að endast, með
því að liggja hér og krussa Norðursjóinn fram
og aftur dögum saman? — Og steypast svo
sennilega í kaf að lokum, haldi þessu áfram.
Vélstjórinn var bæði gramur og meinyrtur í garð
skipstjóra, og þó var hann auðsjáanlega ekki í essinu
sínu, er hann hreytti þessu út úr sér.
— Krussa! sagði skipstjóri hæglátlega og leit ekki
upp. Hann var þreytulegur á svip og sat hálf-gneypur
við kásetuborðið. — Þetta var óvenju stilltur maður
og gætinn í orði og æði.
— Það er nú ekki beinlínis fljótfarið né krókalaust
að svingla áttavitalaus og áttalaus í sótsvartamyrkri og
ofviðri einhvers staðar suðaustur af Hjaltlandi. — Skip-
stjóri leit upp. Hann var fölur í andliti.
— Fari það allt bölvað! sagði Larsen vélstjóri og
reis upp úr sæti — Verðum við ofansjávar annað kvöld,
spái ég, að ekki verði margar kolaskóflurnar eftir í
boxunum, — og sennilega verður þó enn spottakorn
eftir suður til Leith, — ef það reynist þá ekki einhver
allt önnur átt — þangað! — Og því gæti ég svosem
bezt trúað! bætti hann við illkvittnislega, um leið og
hann smeygði sér inní klefa sinn, flevgði sér í skyndi
uppí kojuna og spyrnti aftur klefahurðinni.
Skipstjóri laut höfði, studdi olnbogum á borðbrúnina
og hvíldi hökuna í lófum sér. Þreytudrættirnir um
munn hans og augu komu nú gleggra í Ijós, og allur
svipur hans bar vott um vanlíðan og ógleði.
Þetta var á litlum norskum togara á leið frá Aust-
fjörðum til Leith í Skotlandi. Lestin var full af salt-
fiski, en kol aðeins til venjulegrar ferðar. En nú var
þessi ferð okkar orðin venju fremur óvenjuleg. Er
komið var miðja vegu milli Færeyja og Hjaltlands,
rauk hann upp með suðaustan strekkings storm, er fór
sívaxandi uppí óhemju ofsa og seinkaði för okkar með
hverri klukkustund, sem leið. Sjór var þó allsæmilegur,
unz við höfðum landsýn af suðurodda Hjaltlands, en
eftir það var Norðursjórinn í sínum alversta ham, og
í viðbót gerði sótsvarta þoku og fárviðri. Hafrótið
var furðulega krappt og rishátt svo norðarlega í Norð-
ursjó.
Togarinn fór illa í sjó. Hann var mjög framhlaðinn
og léttist óðum að aftan, er ört gekk á kolabirgðirnar.
Stakk hann sér því í sjóina eins og stórhveli, svo að
skrúfan sleppti sjó öðru hvoru, og nötraði þá og skalf
allur skipsskrokkurinn, eins og væri hann gagntekinn
heljarhrolli. Stundum kafaði hann allt að framsiglu, og
gekk þá all-erfiðlega að ná sér upp aftur. Bjóst ég þá
og þegar við, að nú væri öllu lokið: Nú héldi hann
áfram norður og niður og kæmi síðan aldrei upp aftur
að eilífu! Og uggur og ótti hörfuðu nær algerlega
fyrir hrifni þeirri og magnþrunginni skelfingu, sem
þanspennti hverja taug og æsti hvern blóðdropa til
andspyrnu gegn þessum ofbeldistryllta og ójafna leik
höfuðskepnanna yið fáráða og vanbjarga mannskepn-
una!
Um svefn og mat hafði vart verið að ræða síðasta
sólarhringinn. Snemma nætur fengum við á okkur slík-
an brothnút miðskips, framanvert á stjórnborða, að
hann braut horn og framhlið stýrishússins, skekkti
stýrishjólið og eyðilagði algerlega áttavitann. Var högg-
ið svo skarpt og takmarkað, eins og slegið væri með
heljarþungri risasleggju, að allt varð undan að láta.
Eftir þetta var ekki um áttir að ræða. Og stjórninni
var heldur ekki að treysta. Togarinn veltist og byltist
í sjónum eins og rammfælin og tryllt ótemja, og þótt
furðulegt sé frásagnar um norska sjómenn, sem upp-
aldir eru við sjó og sjómennsku frá blautu barnsbeini,
þá voru allir skipverjar að þessu sinni meira og minna
sjóveikir nema „Gamli-Óli“, faðir Níelsar stýrimanns,
sjötugur karlinn, — og svo eini íslendingurinn, sem
flaut með til Skotlands. En ég hefi frá barnæsku verið
algerlega ónæmur fyrir þessum kvilla. — ÓIi gamli
skrölti um veltandi þiljur í trébotnastígvélunum sín-
um og var ætíð við höndina til að þrífa stýrishj ólið,
þegar Níels eða annar stjórnandi þurfti að hlaupa frá
út að opnum glugganum.
Sjálfur hélt ég mest til uppi í galopnum stýrishúss-
hjallinum og batt mig þar fastan öðruhvoru, því að
heldur vildi ég sökkva í myrkan mar opnum augum
en láta loka mig undir þiljum niðri og drekkja mér
Heima er bezt 357