Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 13
Nr. 11-12 Heima ---er bezt um þurfa allir að hlíta. Það er fornt mat, að berserkur- inn nýtur aldrei óskertrar virðingar. Aflið og æðið hefur aldrei verið norræn hugsjón. Hjá hetjunum er aftur baráttu- og bróðurhugurinn í jafnvægi, — og það jafnvægi eða réttara sagt hóf á sér úr heiðni gott heiti, sem er drengskapur og í kristni kærleikur. Stjómarmy ndun og samstarfsstjórnir. Úr ræðu við setning Alþingis 1953. Það er krafa almennings að nýafstöðnum kosning- um, að starfhæfar stjórnir séu myndaðar án verulegrar tafar. Um það eru uppi ýrnsar tillögur á síðari árum, hvernig megi tryggja stjórnarmyndun, án óhæfilegs dráttar. Ekki skal ég draga í efa, að nokkuð megi ávinna með breyttri löggjöf, og því síður ræða einstakar til- lögur, en ég tel mér þó bæði rétt og heimilt að benda á, að stjórnarfari verður seint borgið með löggjöf einni saman. Þess er dæmi, að stórveldi hafi liðið undir lok, sem bjó við eina hina fullkomnustu stjórnarskrá, sem fræðimenn hafa samið, þó annað stórveldi sé enn við lýði og njóti mikils álits fyrir stjórnmálaþroska, sem býr við óskráðar stjórnskipulagsvenjur einar saman. Þingmenn og þingflokkar hafa óskráða skyldu til stjórnarmyndunar eftir sinni aðstöðu, og kemur þar margt til greina, sem oflangt yrði upp að telja, en það er hætt við, að lögboðin stjórnarmyndun myndi losa um hið nauðsynlega samstarf við löggjafarvaldið og draga að nokkru úr þeirri ábyrgð, sem hver stjórn á að finna til og bera. Það er eðli lýðræðisins og þing- ræðisins, að þeir, sem við það búa, verði að reynast hæfir til að stjórna. Samstarfsstjórnir eru eðlisskyldari þeim hreina flokks- meirihluta, sem flestir virðast þrá. Ókostina þekkjum vér af reynslunni. Sá er eldurinn heitastur, sem á sjálf- um brennur. En stjórnmálastarfið verður aldrei auð- velt eða vélgengt. Ef stjórnmálaflokkur er svo fjöl- mennur, að hann nái hreinum þingmeirihluta, þá rúmar hann einnig innan sinna vébanda sundurleita hagsmuni, sem þarf að samræma, og ólík stjórnarmið, sem þarf að samríma — og líkist að því leyti samstarfsflokkum, sem þurfa að semja sín á milli um hagsmuni, hugsjónir og völd. Samstarfsstjórn tveggja eða fleiri flokka gerir í upphafi með sér málefnasamning, sem kemur í stað kosningastefnuskrár, og er hann hennar stjórnarstefna. Málefnasamningur tryggir að nokkru framhald sam- starfsins, meðan verið er að koma honum í framkvæmd, þó alltaf berist jafnframt að ný og óvænt viðfangsefni. Glöggir stjórnmálamenn, sem eiga að skilja, hvar samn- ingamörkin liggja, eru þar í daglegri samvinnu um af- greiðslu mála og undirbúning löggjafar. Ummæli mín ber ekki að skilja svo, að ég taki samstarfsstjórnir fram yfir hreinar meirihluta flokksstjórnir, heldur á hinn veg, að hvern hugsanlegan meirihlutastjórnar mögu- 353 leika beri að rannsaka til hlítar, áður en horfið sé að myndun minnihlutastjórna. 2. LANDIÐ OG ÞJÓÐIN. Náttúra landsins. Úr áramótaræðu 1955. Náttúra lands vors er býsna sérstæð, barnið og unglingurinn h'tur á hana sem sjálfsagðan hlut eins og móður og föður, mat og drykk. En hún síast inn í sálina, og hugurinn kemur til að bera, „síns heimalands mót“. Sá, sem fer um önnur héruð eða lönd eða eldist, honum opnast sýn, þegar hann kemur aftur á fornar slóðir. Ég hef komið í þau lönd, þar sem mér fannst allt óþekkt, þó farið sé langar leiðir. Og hvaða erindi er það þá, að flytja sig úr stað? Máske hraðinn og hreyfingin, sem alltaf er nokkuð — og svo auðvitað að hitta nýtt fólk. En hér á íslandi skiptir um svip á skammri leið, og formin og litirnir taka á sig allar myndir og blæbrigði. Loftið er svo tært og svalt — einkum eftir stórrigningu, og alltaf er gott að anda því að sér. Loftið er ein sú guðs gáfa, sem allir eiga jafnt og ekkert kostar, og því stundum lítið metið. En það hefi ég fundið við að koma frá heitu landi og röku um þrjú þúsund mílna veg á sautján tímum, að slagveðursrigning á íslenzkum flugvelli var hreinasti líf- gjafi og guðsblessun. Þetta loftslag er heilnæmt fyrir alla menningu, hugsaði ég. Og þó er það elcki fullljóst, fyr en maður hefur reynt annað. Og svo er þetta loft svo blátært fyrir augað, og sólin og skýin, ljósið og skuggamir gefa hinu stórbrotna landslagi ótrúlega tilbreyting. Skáldin og málaramir hafa fangað sumt, og verk þeirra veita oss mikla nautn í skammdegi innan fjögra veggja. Þeir auka oss skilning og gera þó ekki betur en skaparinn. Vér eigum ekki að bera listaverk saman við Ijósmvndina, sem missir margs, heldur við náttúruna, og þá verður margra hlutur smár. Þjóðfélagið meðábyrgt um lífskjör þjóðarinnar. Úr ávarpi 1. ágúst 1952. Islendingar sætta sig ekki lengur við örbirgð og vesal- dóm og allra sízt við hóflausa misskiptingu lífskjara. Arferði er breytilegt og afli misjafn, en moldin er frjó- söm og miðin auðug. Tæknin er vaxandi, og lífskjör þjóðarinnar hafa stórum batnað á síðustu áratugum. Þjóðfélagið hefur hér nýtt verkefni, sem því var ekki eignað áður. Það er meðábyrgt um lífskjörin og hinar stærri framkvæmdir, sem einstaklingar ráða ekki við. Kröfur eru hér miklar og réttindi, en hin hliðin á þeim er þegnskyldan, sem er því ríkari, sem hér er engin herskylda. Launin verða aldrei til lengdar stærri en uppskeran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.