Heima er bezt - 01.11.1956, Side 42

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 42
382 Hofskirkja. Nr. 11-12 Heima ---er bezt ekki breiðari en það, að þær teygðu sig báðar og réttu skeiðina milli sín yfir ána, og þess vegna hlaut áin nafnið Skeiðará, segir þjóðsagan. Að austan er Breiðamerkursandur, eins og áður er sagt. — Hann er nær 45 km. milli byggða, en vestan til á sandinum er þó býlið Kvísker (sumir: Tvísker). Eru nær því 15 km. frá Hnappavöllum að Kvískerjum, en um 30 km. frá Kvískerjum yfir sandinn að vestasta bæ í Suðursveit, Reynivöllum. Er býlið Kvísker eins og „óasi“ eða vin í eyðimörkinni, og hefur margur ferðamaðurinn komið þangað þreyttur af sandinum og þegið góðan beina. A Breiðamerkursandi var mikil byggð að fornu. Þar var býlið Breiða, er Kári Söl- mundarson bjó á eftir heimkomu sína frá útlöndum. Fleiri bæjarnöfn eru þekkt á Breiðamerkursandi. Þótt Öræfin séu heil sveit, þá eru þar aðeins 8 jarðir. En á þessum 8 jörðum hafa þó jafnan verið 27—30 heimili eða búendur. í flestum sveitum er algengast, að á hverri jörð sé aðeins einn búandi eða tveir, en í Öræfum er marg- býlt á sumum jörðunum. í Skaftafelli eru t. d. þrír bæir. Á Hofi eru sex eða sjö bæir og á Hnappavöllum 6 bæir. Bæirnir á Svínafelli, Hofi og Hnappavöllum standa í heiðarslakka eða grunnu dalverpi í skjóli við axla- breið fell, sem hafa hrint af sér gosstraumunum og verndað bæina. — Fyrir 10 árum voru flest bæjarhúsin í gamla stílnum, með timburgafla eða burstir, sem sneru niður að þjóðveginum. Túnin liggja saman, og útihúsin standa á dreif um túnin. — Mig minnir, að ég teldi á Hofi um 30 útihús á dreif um túnin. Beitilandið er á fellunum við jökulræturnar, en engj- arnar liggja niðri á söndunum, og eru leifar af hinni frjósömu byggð, er þar lagðist í auðn. Vestasta og innsta jörðin í Öræfum heitir Skafta- fell. — Þar eru þrír bæir. Fyrir tveimur til þremur mannsöldrum voru bæirnir í Skaftafelli niðri á lág- lendinu við Skeiðará, en í stórflóðum braut áin stöðugt landið, og fór svo að lokum, að flytja varð bæina upp í skógi vaxna heiðina fyrir ofan. Aðeins eitt tóttar- brot sézt eftir af bæjarrústunum, en gróðurlendi allt hefur stórfljótið hrifið burt með sér. — Uppi í skógi vaxinni hlíðinni hafa smátt og smátt verið ræktuð all- stór tún, en víða sjást birkihríslur á stangli um túnin. Við túnið á Skaftafelli er yndislega fallegt, skógi vaxið gil, og fellur eftir því silfurtær bergvatnsá, eða lækur, er myndar þar fagran foss. Mikill og fagur skógargróður er í gilinu.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.