Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 4
Ljósm.
Folke Kalin.
kominn aftur í 19. öldina. En fjarri fer því, að svo sé.
Þarna er lifað og starfað í nútímanum, ekki síður en
annars staðar í íslenzkum byggðum og bæjum.
Eitt þessara húsa er Aðalstræti 36. Ekki ber það hið
ytra af hinum húsunum. Það er snyrtilega umgengið,
eins og svo mörg önnur hinna gömlu húsa. Hið eina,
sem vekur athygli er, að ef til vill er dálítið meira af
fuglum í garðinum en annars staðar, eins og þeir séu
þar heima vandir. En í þessu húsi hefur nú um áratugi
verið unnið merkilegt fræðistarf, sem hvergi er fengizt
við annars staðar á landinu. En þarna býr Kristján Geir-
mundsson fuglafræðingur. Við nafn hans í símaskránni
stendur hið erlenda orð „taxidermist“. Það er varla að
ég kunni að þýða það, en þetta er alþjóðlegt starfsheiti
þeirra manna, sem fást við að setja upp og varðveita
frá skemmdum dýr og dýrahami, svo að þeir megi
geymast í söfnum um aldur og ævi, ef rétt er með farið.
Kristján er eini Islendingurinn, sem gert hefur sér iðn
þessa, eða ef til vill ættum við að kalla það listgrein, að
atvinnu, og þar að auki er hann tvímælalaust einn sá ís-
lendingur, er bezt þekkir háttu íslenzkra fugla.
Laust fyrir miðja sl. öld reisti ungur maður, Geir
Vigfússon að nafni, torfbæ í Fjörunni á Akureyri.
Nokkrum árum síðar reisti hann húsið nr. 36, sem enn
stendur með sömu ummerkjum, þótt orðið sé það nær
100 ára gamalt. Geir var um margt merkilegur maður.
Bokbindari var hann að iðn, og við ýmis fleiri störf
fékkst hann, en alla ævi varði hann tíma sínum og tóm-
stundum til að afrita gömul handrit og safna alls konar
fróðleik, kvæðum, æviþáttum o. fl. Sjálfur var hann
Neðst til vinstri: Endurnar eru
fóðraðar á fiskmaðki.
1 miðju (bls. 115): Heimilis-
hundurinn Bangsi hefur mik-
inn áhuga á ungunum.
Neðst til hcegri: Grasendur í
uppeldisstöðinni.
Ljósmyndirnar í greininni
tók Gísli Olafsson, Akureyri.
- —^ j a r a n á Akureyri er elzti og innsti hluti bæj-
__,j arins. Þar standa enn allmörg hús frá því urn
miðja síðustu öld, eða frá seinni áratugum
hennar. Flest láta þau heldur lítið yfir sér og
þykja heldur fornfáleg hjá hinum nýreistu húsum í
bænum. En mikla sögu eiga mörg þeirra, og frá mörgu
mættu þau segja, væri þeim gefið málið, þar sem þau
hafa séð bæinn breytast úr hálfdönsku smáþorpi sel-
stöðukaupmanna í nýtízku athafnabæ. Þegar þau elztu
þeirra voru reist, hafa bæjarbúar varla náð tveimur
hundruðum, og þá var bærinn enn hluti af Hrafnagils-
hreppi.
Flest þessi gömlu hús standa dálítið fyrir ofan götuna,
og mörg þeirra eru að kalla má hulin trjágróðri, sem að
vísu er verulega yngri en þau sjálf. f brekkunni fyrir
ofan þau eru stórir kartöflugarðar, eins og verið hefur
um tugi ára, allt frá þeim tíma, er íbúar þeirra björguð-
ust að verulegu leyfi á kvikfjárrækt og garðyrkju. í
fljótu bragði gæti ókunnugum virzt, að tíminn hefði
numið staðar í þessum bæjarhluta, og að hann væri
RÆTT VIÐ KRISTJÁN GEIRMUNDSSON, TAXIDERMIST OG SAFNVÖRÐ, AKUREYRI
114 Heima er bezt