Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 24
áætlað. Við verðum bara að hugsa okkur að við séum í London. Það var leiðinlegt, að þessi áætlun gat ekki staðizt.“ „Þetta er sorgleg heimkoma fyrir yður,“ sagði Maud og tók hlýlega í hönd Karls. Jóhanna fór beint heim til pabba síns, að vita hvort hann leyfði öllum vinkonunum að koma heim til Jenn- ýjar seinni hluta dagsins. Læknirinn var ekki heima, en ungi læknirinn, Karl, leit alvarlega á systur sína og sagði: „Ef hana langar til þess, þá komið bara allar.“ Jóhanna kom fljótt aftur og sagði Jennýju þessi málalok. Hún kallaði á frænku sína og sagði virðu- lega: „Það er „klúbbur" hjá mér í kvöld. Það má eng- inn ónáða okkur.“ Eftir stutta stund voru allar vinstúlkurnar komnar. Þær röðuðu sér í hring um rúmið og töluðu um liðna daga. Þarna voru þær allar, sem aldrei skildu: Jenný, Lilja, Nanna, Jóhanna og Maud, til að prýða hópinn. Jenný var kátust af þeim öllum. Engum datt í hug að þetta væri í síðasta skipti, sem þær væru allar saman. Gömul ævintýri voru rifjuð upp. Jenný minnti alltaf á nýtt og nýtt. Allt í einu sagði hún, hátt og glaðlega^: „O, hve kökurnar voru góðar í brauðbúðinni okkar. Vita þær, sú slétta og sú hrokkna, að ég er veik?“ Það var þraut fyrir vinstúlkurnar fjórar, að horfa á Jennýju og heyra hana tala. Hjal hennar og útlit átti ekki saman. Andlitið var tært og þreytulegt, en orðin gáskafull og hnyttin. En Jenný naut þess að hafa vin- stúlkur sínar hjá sér. „Ætli nokkur hafi nokkurn tíma verið skammaður eins mikið og ég?“ sagði Jenný eitt sinn hugsandi: „En ég gekk líka oft fram af öllum. Ætli frændi og frænka sakni mín nokkuð, þegar jeg....“ Hún var nærri búin að segja: „þegar ég dey,“ en hún endaði ekki setning- una. „Mér leiðist mest að hætta í söngtímunum. Ungfrú Swart sendir mér stundum blóm og skrifar mér. — Maud, milcið var lagið fallegt, Ó, mamma, ó, mamma. Viltu raula það fyrir mig?“ Með skjálfandi röddu raulaði Maud lagið, en Jenný lokaði augunum og hlustaði brosandi og hrærð. „Þegar ég loka augunum,“ sagði hún, „þá finnst mér eins og ég sé heima hjá þér og við séum að syngja saman. Þakka þér fyrir, Maud. — Nú syngur þú, Lilja,“ en Lilja gat ekki sungið. Henni fannst eins og hálsinn væri herptur saman. Það var eiginlega hvíld fyrir þær allar, er læknirinn, pabbi Jóhönnu, kom og lét þær allar fara. Þær höfðu aðeins verið í rúman klukkutíma, en það hafði í raun og veru verið nógu langur tími fyrir þær allar. Maud fór heim til sín, að láta pabba sinn vita um komu sína. Hann hafði enn ekkert um það frétt. Hún sagðist ætla að koma aftur seinna um kvöldið. Þær kysstu allar Jennýju, er þær kvöddu hana. Annars vildi Jenný aldrei láta kyssa sig, en í þetta sinn þótti henni vænt um það. Nanna kvaddi hana síðast, og þá hvíslaði Jenný að henni um leið: „Heyrðu! Ég bið líka að heilsa ungfrú Príor.“ Þetta var í síðasta skipti, sem þær sáust allar. Um kvöldið fékk Jenný verra hitakast, en nokkru sinni fyrr. Læknirinn og Karl sonur hans voru alveg ráða- lausir. — Svona gekk þetta nokkra daga. Annan daginn var hún ofurlítið hressari, en hinn daginn fárveik, með óráði og hitaköstum. Hún talaði ekkert, en einn daginn spurði hún þó, hvaða mánaðardagur væri. Síðan sagði hún að hún vonaðist eftir að veðrið yrði gott jarðarfarardaginn. Það var það síðasta, sem hún sagði. Hún dó þjáningalaust, með fullu ráði, 2. desember. Hjá henni voru Huug bróðir hennar og Karl van Laer, ungi læknirinn. Þessi dagur var afmælisdagur hennar. Hún varð 17 ára. XI. DAGAR SORGARINNAR Heima hjá Jennýju voru hlífðar-ábreiðurnar teknar ofan af stólunum í fínu stofunni, og þar sat frúin í dökkum silkikjól og húsbóndinn í svörtum fötum, með hvítt hálslín, og tóku á móti samúðarkveðjum. Það komu margir í heimsókn. Þetta dauðsfall hafði snert viðkvæma strengi hjá öllum, er til þekktu. Hún var svo ung. Fólk talaði í lágum hljóðum og fáorðum setningum. „Hve gömul, segið þér?“ „Réttra 17 ára. En sorg!egt.“ í húsinu ríkti kyrrð og deyfð í hálf- dimmum stofunum. Lengst úti í horni sat Huug einkennisklæddur. Hann starði fram fyrir sig og heyrði fólk koma og fara, og veitti því litla athygli. Ef einhver sneri sér sérstaklega að honum, svaraði hann fáu og leit varla upp. Þetta fólk, sem kom og fór, þreytti hann ákaflega. Það truflaði kyrrðina í stofunum. Þar var sífelld óró og umgangur, en uppi á lofti, í litla herberginu, lá litla litla systir hans alein í rúminu sínu dáin. Morguninn eftir höfðu vinstúlkur Jennýjar komið rauðeygðar og útgrátnar og spurt um, hvort þær mættu sjá Jennýju í síðasta sinn. Þær stóðu í hnapp í forstofunni, en Nanna hafði orð fyrir þeim. — Hann hafði gengið þögull á undan þeim, upp stigann og opnað herbergið. Þar inni var allt óhreift. Jenný lá í rúminu sínu í nátt- kjólnum, með hendumar krosslagðar á brjóstinu. Það var eins og hún svæfi, og dökk augnahárin skáru úr við fölt andlitið. Fegurð og ró hvíldi yfir andlitinu, en horfin voru fjörlegu, brúnu augun, sem venjulega höfðu geislað af gleði og fjöri. — Enginn sagði orð. Stúlkurnar stóðu skjálfandi, með vasaklútana fyrir munninnum, og grétu hljóðlega. „Komið þið nú,“ sagði Huug, og þær gengu hljóð- lega niður. Á leiðinni niður hugsaði Jóhanna: „Aldrei framar fær ég að heyra gletnislega og hlýja röddina: „Taktu þetta ekki svona alvarlega, ,kredit‘.“ 134 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.