Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 29
„Já, ég fór ekki utan af Eyrinni, fyrr en skipið var horfið,“ sagði Rósa. „Já, einmitt það. Ekki svo mikið að hún fengi al- mennilegt sjóveður, þegar hún fór. Hún er ekki sjó- hraust,“ andvarpaði Geirlaug. „Þú skalt ekki fara úr kápunni. Það er ekki svo hlýtt í þessum allslausa bæ, og þú heit af göngunni. Ég verð að leggja í ofninn inni í hjónahúsinu.” Þær fylgdust að inn í búrið. „Hér er þó notalegt,“ sagði Rósa. „En hvað allt er hér öðruvísi en verið hefur. Hvar er rauði bekkurinn, sem á að vera fyrir framan borðið?“ „Það var allt selt, góða mín. Kristján keypti þessa fáu búshluti, sem hér eru. Hitt var allt selt hæstbjóð- anda,“ sagði Geirlaug. „Ég er nú bara eins og álfur út úr hól. Var allt selt?“ spurði Rósa. „Já, auðvitað var allt selt, þegar móðir þín hætti að búa. Uppboðið var núna fyrir nokkrum dögum. Ég man nú ekki hvern daginn það var. Þvílíkt og annað eins umstang. Skrifaði hún þér ekki um það?“ „Nei, mamma hefur ekki skrifað mér síðan um páska. Þá hefur hún sjálfsagt ekki verið búin að ráða það við sig, hvort hún ætti að hætta að búa eða ekki. Að minnsta kosti nefndi hún það ekki. Ég stend því bara aldeilis hissa á þessu öllu,“ sagði Rósa. Svo flýtti hún sér inn í baðstofuna. Þar voru aðeins rúmföt í þremur rúmum. Hitt voru auðir bálkar. „Þetta er nú eitthvað það óhugnanlegasta, sem ég hef séð!“ Svo ýtti hún á hurðina fyrir hjónahúsinu. Það var læst. — Það settist harður kökkur í hálsinn á henni. Geirlaug kallaði að framan: „Blessuð, komdu fram og fáðu þér kaffisopa. Þér veitir sjálfsagt ekki af því. Vertu ekki að horfa á þetta allsleysi.“ „Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir í vetur, fyrst mamma fór að selja allt sem hún átti og flytja burtu. Þú hlýtur að vita það, Geirlaug mín,“ sagði Rósa. Geirlaug hristi höfuðið. „Ég get ekki leyst úr þeirri spurningu, en móðir þín hefur verið óþekkjanleg í viðmóti seinnipartinn í vetur. Það hefur sjálfsagt stafað af hennar lasleika,“ sagði hún. Þá heyrðist gengið inn í bæjardyrnar. Það var Krist- ján. Leifi í Garði hafði fullyrt, að það væri Rósa litla prestsdóttir, sem þar væri á ferð. Það þótti Kristjáni ótrúlegt, en samt hætti hann að breiða og sagði Leifa að hann mætti hætta og fara heim til sín. Rósa kom fram í búrdyrnar og sá Kristján kasta kláruvettlingunum í bæjardymar hálfvandræðalegan á svip. Svo brosti hann til hennar og sagði: „Ég er nú hreint ekki þesslegur að faðma fína jóm- frú!“ „Það er nú kannske dálítill munur að vinna á túni heima í sveitinni eða að koma beina leið úr kvennaskóla höfuðstaðarins,“ sagði hún og hljóp í faðm hans. „Velkomin, elsku stúlkan mín! Því fékkstu ekki ein- hvern sendisvein í kaupstaðnum til að láta mig vita um ferðir þínar, svo að ég gæti sótt þig, heldur en að koma gangandi heim á nýja heimilið þitt,“ sagði hann. „Það er ekki nýtt heimili, heldur kæra gamla og góða heimilið mitt. Þó finnst mér það koma mér heldur ó- kunnuglega fyrir sjónir. Því skrifaðir þú mér ekki um alla þessa umbreytingu, að það ætti að selja alla búslóð- ina?“ sagði hún. „Ég bjóst við því, að móðir þín gerði það. Það var hún en ekki ég, sem ætlaði að selja og gerði það líka,“ sagði Kristján. „Nú jæja,“ gall í Leifa í Garði úti á hlaðinu. „Ég er svo sem ekki hissa á því, þó þú byðir mér ekki kvöld- matinn. Þú hefur viljað hafa næði til að faðma prest- dótturina, hí hí! En ég er nú búinn að segja þér, að ég vil hafa mat, þegar ég vinn hjá þér, minna má það ekki vera.“ Rósa kastaði kveðju á hjáleigubóndann. Hann var æði spozkur á svip. „Settu þig þá inn í búrið, Leifi minn,“ sagði Kristján brosandi og bætti svo við: „Þarna sérðu nú konuefnið mitt.“ „Ó, ætli manni hafi verið það nokkuð ókunnugt, hvað þú ætlaðir þér. Það er ólíklegt. Verst, hvað tengdamóð- irin kroppaði innan úr hreiðrinu áður en hún yfirgaf það,“ sagði Leifi og hló illkvittnislega um leið og hann gekk inn í búrið. „En hvað hann er leiðinlegur,11 sagði Rósa. „Hann er eini sveitunginn, sem ekki býður mig velkomna heim.“ „Blessuð vertu, hann kann enga mannasiði,“ sagði Kristján. „Ég skal bæta fyrir ókurteisi hans með því að bjóða þig tvisvar velkomna, og þó að heimkoman sé fátæklegri en þú hefur búizt við, skal ég reyna að bæta úr því fljótlega. Það er bezt að kvíða engu. Við eigum þó hvort annað.“ „Mig langar til að opna húsið hennar mömmu og sjá, hvernig þar lítur út,“ sagði hún. „Það er ekkert þar að sjá, nema rúmið þitt og hjóna- rúmið allslaust. Ég keypti það á uppboðinu. Eg kaupi mér svo dún og efni í ver utan um sængurnar, og svo býr fallega konan mín upp hjónasængina okkar,“ sagði hann og kyssti hana um leið og hann fékk henni lykil- inn að húsinu. Rósa var lengi inni í húsinu. Þar fannst henni hræði- lega einmanalegt. Rúmið hennar var þarna, snyrtilega uppbúið, eins og mamma vildi láta rúmin líta út, og rúm foreldra hennar allslaust, en inni í þilskápnum, þar sem alltaf var geymdur þvottur, var mikið af rúmföt- um, sængurverum, lökum og koddaverum. Þetta hafði mamma hennar þá skilið henni eftir. Hún grúfði sig ofan í rúmið sitt og grét. Þótt hamingjan væri mikil yfir því að vera komin heim til unnustans, þá gat hún ekki annað en grátið lengi. Hún heyrði Kristján hlæja frammi í búrinu og skrafa við Leifa í Garði. Hún heyrði líka, að það var barið á útidyrnar, en það heyrði það víst enginn. Þá var gengið inn göngin og guðað fyrir framan búrdyrnar. Þennan málróm kannaðist hún við, þótt hún gæti ekki komið honum fyrir sig strax. Hún þurrkaði sér um augun með vasaklútnum sínum og fór fram. Þarna stóð Stína gamla í Garði, sem margir Heima er bezl 139

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.