Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 9
við safnið, hefur Kristján nú um langt skeið sett upp
dýr fyrir skóla og einstaklinga víðs vegar að á landinu,
auk þess, sem hann setur upp alla fugla og dýr til
geymslu fyrir Náttúrugripasafnið í Reykjavík. Skipta
fuglar þeir, er hann hefur sett upp, mörgum þúsundum
alls.
Alþingi veitti Kristjáni nokkurn styrk í viðurkenn-
ingarskyni fyrir brautryðjandastarf hans í þessum efn-
um laust fyrir 1940, og hefur hann notið hans síðan.
Þegar við höfðum skoðað safnið, tek ég að spyrja
Kristján á ný.
Þú hefur athugað fuglalíf í náttúrunni og alið upp
fugla árum saman?
Já, eins og ég sagði þér, hafa fuglar alltaf verið eftir-
læti mitt, og mig langaði til að fylgjast nákvæmlega með
þeim. Eins fýsti mig að kynna mér mun á tegundum
og afbrigðum. Árið 1938 setti ég upp stórt fuglabúr í
garðinum heima hjá mér og safnaði í það auðnutittling-
um, en af þeim er um að ræða mismunandi afbrigði og
tegundir. Búrið hafði ég í níu ár, en þá hætti ég við
þetta, því að það var orðið ónýtt og of dýrt að endur-
nýja það. Auk auðnutittlinganna hafði ég þar svart-
þresti, stara, skógarþesti, snjótittlinga og grænfinku.
Hafði ég mikla ánægju af að fylgjast með háttum þeirra,
einkurn þeirra fugla, sem urpu og komu upp ungurn
sínum.
Hefurðu ekki skrifað neitt um þessar athuganir þín-
ar, sem vera rnunu algerlega einstæðar hér á landi?
Ekki beinlínis, en þýzki fuglafræðingurinn G. Tim-
mermcmn fékk hjá mér athuganir mínar á auðnutitt-
lingunum, og eru þær uppistaðan í grein, sem hann
skrifaði í þýzka fuglafræðitímaritið, fíeitrage zur Fort-
pflanzungsbiologie der Vögel. Var hún síðar þýdd í
Náttúrufræðinginn.
Til vinstri: Fyrstu
handtökin við upp-
setningu á hreindýrs-
höfði. Gipsmaskinn
tekinn af.
Neðst: AndapoIIurinn
En hefur þú ekki rannsakað fuglalíf hér í nágrenn-
inu í ein þrjátíu ár?
Jú, svo held ég megi segja, og eiginlega lengur, því
að frá því fyrsta að ég komst til vits, þá hef ég fylgzt
með fuglunum í kringum mig, þekkti snemma alía al-
gengustu fugla, og hef sífellt bætt þar við síðan. En
laust eftir 1930 tók ég að gera skipulagsbundnar athug-
anir á fuglalífi hér í grennd. Hef ég einkum fylgzt með
ferðuni fugla, varpi þeirra, eftir því sem við varð kom-
ið, og svo öllum flækingum, sem hingað berast á hverju
ári. Um allmörg undanfarin ár hef ég haft samvinnu við
dr. Finn Guðmundsson og Náttúrugripasafnið í Reykja-
vík og sent þangað árlega skýrslu um athuganir mínar.
En þú átt eftir að segja mér fleira um fuglauppeldið
og þátt þinn í að koma upp „Andapollinum“ hér á Ak-
ureyri.
Það byrjaði þannig, að sumarið 1943 tók ég nokkur
stokkandaregg frammi í hólmurn. Lét ég hænu unga
þeim út og annast ungana í garði mínum. Ekki var nú
útbúnaðurinn fullkominn, því að til þess að synda í
höfðu ungarnir gamalt baðker, sem ég gróf niður í
garðinum. En allt gekk þetta vel, og ungarnir döfnuðu
prýðilega. En nú kemur Jakob Karlsson aftur við sögu.
Hann vissi vel um þetta ungafóstur mitt, og þá held ég
hann hafi fengið hugmyndina urn að koma upp Anda-
pollinum neðan við Sundlaugina, en hann átti frum-
kvæðið að þeirri framkvæmd og bar kostnaðinn við
fóðrun fuglanna fyrstu árin, en fuglarnir komu frá mér.
Árið eftir féklc ég landspildu hérna fyrir handan
Pollinn, í Varðgjárlandi. Þar reisti ég sumarbústað, þar
sem ég dvaldist með fjölskyldu minni á sumrin. Þarna
gafst mér mildu betra færi á að annast uppeldi sund-
fugla. Bjó ég þar til reglulega ungatjörn, og þegar
haustið 1944 lét ég 18 fugla á andapollinn, sem þá var
fullbúinn til að taka á móti þeim. Þetta voru fjórar teg-
undir: stokkönd, rauðhöfðaönd, duggönd og skúfönd.
Næstu árin dútlaði ég áfram við að ala upp andarunga,
og bætti þá um leið við fleiri tegundum á „pollinn“.
Voru það, auk hinna fyrri, sem einnig var fjölgað: graf-
önd, gráönd, urt, skeiðönd, grágæs og álft. Heiðagæs
Heima er bezt H9