Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 7
frá kl. 13—15 á sunnudögum, en auk þess hef ég eftir beiðni sýnt það skólum og ferðamönnum, einkurn hóp- ferðum. Fyrir hefur komið, að um 300 manns hafa heimsótt safnið á einum degi. — En viltu nú ekki líta ögn á safnið sjálft? Við slítum nú samtalinu í bili, en tökum að skoða safnið. Eins og allir þeir mörgu vita, sem það hafa séð, er því smekklega fyrir komið, og húsrýmið, sem er í minnsta lagi, er notað mjög haganlega. Mundi engum ókunnugum koma annað til hugar, en safninu væri fyrir komið af sérmenntuðum manni, sem fengið hefði mikla þjálfun í meðferð safna og varðveizlu safngripa. En þarna hefur einungis til komið hagleikur og smekkvísi Kristjáns sjálfs, því að engin söfn hefur hann skoðað önnur en Náttúrugripasafnið í Reykjavík. En auk þess að gæta safnsins, hefur hann unnið ötullega að því að afla því gripa. Hefur Náttúrugripasafnið í Reykjavík látið því margt gott í té, og eins Dýrasafnið í Kaup- mannahöfn. Aðalkjarni safnsins eru fuglarnir, enda eru þeir eftir- læti Kristjáns. Þarna eru nú 112 tegundir fugla. Af þeim eru 98 íslenzkir, eða skotnir hér á landi. Þá eru þar egg 86 fuglategunda, en af þeim hafa 72 verpt hér á landi. Margt er þarna fáséðra íslenzkra fugla, og verður æði mörgum starsýnt á þá, en þó vekja líklega sumir erlendu fuglarnir, eins og páfagaukar og flamingóar, meiri at- hygli gestanna. Og þá má ekki gleyma eggjum strúts og kólibrífugls, er liggja þar hlið við hlið í sýningarborð- inu. En starsýnast hygg ég þó flestum verði á geirfugl- inn, enda mun hann vera eitt inesta listaverk Kristjáns. Eins og kunnugt er, þá er geirfuglinn löngu útdauður og geirfuglshamir næsta fágætir og hin mestu dýrindi hvers safns, sem eignazt getur. Einu sinni datt Kristjáni í hug, hvort ekki mætti búa til gervigeirfugl úr svart- fuglahömum, og smíða á hann nef og annað, er þyrfti. Hann tók sig því til og kynnti sér nákvæmlega mál og lýsingar af geirfugli, sneið niður svartfuglahami og setti saman svo haglega, að hvergi sér missmíði á. Mun fáum detta annað í hug, sem fuglinn sjá, en að þarna sé um raunverulegan geirfugl að ræða. Síðar bjó Kristján til annan geirfugl fyrir Jóhannes á Borg, en Jóhannes á ans. Var þetta á árunum 1936—37. Safn sitt geymdi hann á skrifstofu sinni á Eimskip og sumt í kössum, og fór þar fremur illa um það. En eins og þú veizt, þá varð þetta safn vísirinn að Náttúrugripasafni Akureyrar. Segðu mér eitthvað um safnið, það er hvort sem er að langmestu leyti þín handaverk, eins og það er nú. Fyrstu tildrögin voru þau, að í febrúar 1951 gekkst Dýraverndunarfélagið hérna í bænum fyrir því, að halda sýningu á safni Jakobs Karlssonar. Sýningin var haldin í Barnaskólanum, og sá ég um fyrirkomulag hennar. Aðsókn að sýningunni var góð, og var þá sýni- legt, að almenningur hafði hug á þessum hlutum, og nokkru síðar bauð Jakob Akureyrarbæ safnið að gjöf, ef bærinn vildi koma upp sýningarsal. Var boðið þegið, en engu að síður var safnið á hrakhólum fyrst um sinn. Voru flestir gripir þess geymdir í kössum fyrst uppi í Barnaskóla en síðar aftur niðri á Eimskip. Loks var því búinn staður í Slökkvistöðinni og opnað þar almenn- ingi 3. ágúst 1952. Þar var það til ársbyrjunar 1956, en þá var það opnað í húsakynnum þeim, sem við erum nú í, í Hafnarstræti 81, hinn 11. febrúar það ár. Og enn stendur til að flytja það, er ekki svo? Jú, en við skulum vona, að það verði ekki nema hér uppi á loftið. Þetta hafa verið óhæfilegir hrakningar á safninu, að þurfa að flytja það sex sinnum á einum sex árum. Hvernig hefur svo aðsóknin verið þessi ár? Hún hefur orðið miklu meiri en mig hefði nokkurn tíma grunað. Alls hafa um 13000 gestir komið á safnið síðan það var opnað, óg hefur það þó aðeins verið opið Or Náttúrugripasafni Akur- eyrar. Geirfuglinn, sem Kristján bjó til, til vinstri. Hauskúpur af sauðnautum á vegg. í skáp- unum: fuglar og spendýr.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.