Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 28
„Hann er svo miklu stöðugri en litlu bátarnir. Ég ætla með þér.“ Hann kinkaði kolli samþykkjandi. Rósa sá, að hún gat alveg eins beðið heima í eldhús- inu. Þaðan sást til bátsins. — Loks kom hann, hlaðinn af pokum og kössum. Það yrði lengi verið að losa þetta allt saman. Hún þurfti ekki að fara strax út í kuldann. Það var liðið að miðaftni, þegar báturinn lagði frá bryggjunni. Rósa sat við hlið hreppstjórans og skalf af óhug — en hlakkaði þó til að sjá móður sína og hafa hana með sér í land. Það taldi hún víst að yrði. — Hún blessaði skólastýruna, sem hafði talið hana á að vera í kjól en ekki á peysufötum, þau væru svo óþjál á ferðalögum. Það hefði orðið óþægilegt að fara upp og ofan stigann í peysupilsi.--- Hún bankaði á dyrnar á klefanum, sem henni var sagt að móðir hennar væri í, og ætlaði að opna, en hurð- in var læst, og enginn bauð henni að koma inn fyrir, enda þýðingarlaust, enginn gat þó farið inn um læstar dyr. „Það er ég, mamma,“ kallaði hún. „Það er hér maður með mér, sem langar til að heilsa þér.“ Eftir dálitla stund var hurðin opnuð, og móðir henn- ar stóð í dyrunum, köld á svipinn, því að hún bjóst við, að það mundi vera tengdasonur hennar tilvonandi, sem Rósa hefði haft með sér, þó að slíkt væri reyndar ólík- legt. Svipur Karenar mildaðist, þegar hún sá að svo var ekki. Rósa kyssti móður sína á báðar kinnar, meðan hrepp- stjórinn var að hrista hönd hennar með bugti og fagur- mælum. Henni fundust kinnar hennar tárvotar. „Elsku mamma mín! Það varð styttra milli funda en við bjuggumst við,“ sagði hún. „Nú kemur þú með okkur í land aftur. Þú hefðir ekki átt að flýta þér svona mikið. Það á að halda þér samsæti, áður en þú ferð.“ Gunnar reyndi að komast að. Það tókst. Hann lýsti því, hvað stæði til fyrir konunum þarna frammi í sveit- inni, og svo var Jónas á Berustöðum búinn að yrkja kvæði, sem konurnar ætluðu að flytja henni. Allt yrði þetta tilbúið eftir svona þrjá daga. En Karen hristi aðeins höfuðið og sagðist vera svo aldeilis hissa hvað fólkinu gæti dottið í hug, en í land færi hún ekki aftur. „En mamma, þú mátt til! Hugsaðu þér alla þessa fyrirhöfn, sem blessaðar konurnar eru búnar að hafa þín vegna,“ sagði Rósa. En maddaman sat við sinn keip. — „Ég er búin að kveðja Hof og flesta kunningjana og komin til róleg- heita hér. Var næstum sofnuð, þegar farið var að hamra á hurðina. — Ég hef ekki ætlað mér að koma að Hofi aftur, fyrr en kistan mín verður flutt þangað, því að mig langar til að hvíla við hliðina á mínum góða manni í garðinum. Stefán í Þúfum ætlar að taka á móti mér, ef hann verður í Þúfum eða einhvers staðar í sveitinni,“ sagði hún og rétti hreppstjóranum hendina í kveðju- skyni. Hreppstjórinn vissi af gamalli kynningu, að það þyrfti ekki að minnast á þetta mál framar. Rósa bað móður sína með tárin í augunum að segja þetta ekki. Hún hlyti að koma aftur. Hún gæti nú bara ekki hugsað til þess að sjá hana aldrei framar. „Kannske ég hressist svo, að ég geti komið aftur norður meðan blóðið rennur um æðarnar,“ sagði nú maddaman í hlýrri málrómi. „Við skulum að minnsta kosti vona það, góða mín.“ Hún faðmaði dóttur sína að skilnaði. Sízt af öllu gæti hún látið hana skilja við sig grátandi. „Ég þakka yður og konu yðar þennan mikla sóma, sem þið ætluðuð að sýna mér,“ sagði hún ennfremur og sneri máli sínu til hreppstjórans. „En það er talsvert erfitt að rífa sig upp, þar sem maður er orðinn eins rót- gróinn og ég var í þessari sveit. Ég get ekki hugsað til að láta það endurtaka sig.“ Svo kvöddust þau með virktum í annað sinn og ósk- uðu hvort öðru góðrar framtíðar. En hreppstjóranum var samt þungt í sinni: Það var nú meira andstyggðar uppátækið að láta engan vita, hvenær hún færi. Það var búið að hafa helzt til mikið * fyrir þessu samsæti. Nú væri það allt til einskis. Veðrið lægði með kvöldinu. Rósa lagði af stað gangandi heimleiðis, þegar hún var búin að horfa á eftir skipinu, sem bar móður hennar í burtu frá henni. Henni var forvitni á að sjá, hvemig nú liti út heima á Hofi. Ósköp var þetta samt ólíkt því, sem hún var búin að hugsa sér. — Þá átti að vera glaða- sólskin og Kristján að bíða hennar með Bleik hennar söðlaðan í kaupstaðnum. Mamma hennar hress og bros- andi heima á hlaðinu. — En nú tölti hún ein í hráslaga- veðri, sem var þó í bakið, og fannst leiðin hræðilega löng. Hún sá, þegar hún kom heim undir túnið, að lítið var eftir að vinna á því. Nú hafði komið væta, sem alltaf þótti svo ákjósanleg, þegar áburðurinn var nýkominn ofan í. Þarna voru tveir karlmenn að klárubreiða niðri á lambhúsvellinum. Það var alltaf gert í vætu. Ó, hvað það var gaman, að vera nú komin heim! Það var áreiðanlega Kristján annar þeirra. Hún ætlaði ekki að veifa til þeirra. Það var hreint e.kki víst að það væri hann. Hún gekk heim tröðina og inn í bæjardyrnar. Henni fundust þær allt öðruvísi en þær áttu að vera. Geirlaug kom hlaupandi innan göngin og hrópaði: „Herra minn trúr og góður! Er það þá ekki Rósa! Og komin í þessu ógerðarveðri, og það gangandi alla leið utan af Éyri. Var það ekki það, sem strákgrcyið frá Brekkukoti var að segja í gær, að skipið ætti að koma í dag, en það var nú ekki hægt að trúa því.“ „Það er nú ekki svo langt hérna utan af Eyrinni. Nokkrum sinnum hef ég gengið það,“ sagði Rósa og kyssti Geirlaugu marga kossa. „Mamma bað að heilsa þér.“ „Er hún þá farin, blessuð manneskjan?“ spurði Geir- Iaug. 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.