Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 11
Gtsli Helgason, Shógarger&i: FRA PALI Páll þakkar fyrir góðgerðir. F^ráfærur voru almennar hér austanlands fram yfir aldamót. Þá var líka siður að stía ánum vikutíma eða vel það, áður en lömbin voru tekin undan og rekin á fjall. Var það gert til þess að missa ekki ærnar til afrétta. Víða voru beitar- hús. Voru ærnar þá reknar þar inn og lömbin öll tínd í eitt húsið, en ánum síðan hleypt út og þær látnar hlaupa um stekk, sem kallað var, yfir nóttina. Ef ekki voru til beitarhús, var til rétt einhvers staður alllangt frá bænum og smákofi við hana fyrir lömbin. Var þá ánum stíað þar. Ævinlega var farið tveimur eða þrem- ur tímum fyrir venjulegan fótaferðatíma á stekkinn, því að ekki þótti fært að svelta lömbin mjög lengi, Ærnar voru þá reknar inn, og mjólkað að mestu úr öðr- um spenanum. Síðan var lömbunum hleypt út. Það tók jafnan talsverðan tíma, að koma rétt saman ám og lömb- um, einkum fyrst, og þurfti nokkurt mannráð til, ef æmar vora margar. A síðustu áratugum 19. aldar bjó Eiríkur Eiríksson á Vífilsstöðum í Elróarstungu. Hann var ágætur bóndi, gestrisinn og greiðamaður mikill. Páll og Eiríkur voru vinir mildir, eins og þessi vísa ber vitni um: Hleypi ég í huga glöðum heim að gömlu Vífilsstöðum, því Eiríkur minn á nú vín. En viðmótið hans er víni betra og vináttan hans níu vetra er einhver bezta eignin mín. Svo bar það við eitt sinn á stekkatíma, þegar Eiríkur kom út árla morguns ásamt fólkinu, sem hann hafði með sér á stekkinn, að hann sér tvo reiðhesta Páls í tún- inu. Hann lítur þá inn í svefnhús gesta, sem var uppi á skemmulofti, og sér Pál steinsofandi. Hann sækir inn í búrið brauð, kjöt og smjör, og setur diskinni á borðið ásamt brennivínsflösku. Líka lætur hann þar könnu með sýrublöndu, ef vinurinn kynni nú að vakna með brennivínsþorsta, þá gat blandan komið sér vel. Síðan fór Eiríkur með fólki sínu á stekkinn og lofaði hestun- um að bíta í túninu. Þegar Eiríkur kemur heim aftur, eru hestarnir horfn- ir. Hann fer að gá upp á loftið. Páll er líka horfinn, en maturinn og vínið ósnert, en miði er á diskinum og á hann krotað: ÓLAFSSYNI Bakkus og blanda, brauðið, kjöt og smér hjá mér hér standa, hamingjan færði mér. — Sár þó sultur erti og sérhver hörmungin — að ég ei það snerti einn í þetta sinn. Þér ég reiðist, það ég finn, þú vilt leiða í freistni inn, svo missi heiður síðast sinn sjálfur hreppstjórinn. Páll hefur verið þreyttur og hestarnir svangir, þegar hann kemur um nóttina og hyggst hvíla sig stundar- korn. Þekkir gestarúmið og fleygir sér þar út af, en er samt á hraðri ferð. Svo vaknar hann þarna við alls nægtir. Þykir þetta býsna broslegt ævintýri, og vill þó gera það enn broslegra með því að bregðast svona við. Þetta hefur verið á árunum 1862—66. Þau ár var hann búsettur uppi á Völlum, og þar var hann hrepp- stjóri, en aldrei í Tunguhreppi. Vinnukona var eitt sinn hjá Páli, sem Guðfríður hét. Hún var stór og fönguleg og hefur líkast til verið dug- leg, því að um hana kvað Páll þetta: Ef hún Guðfríður gengur út, góða vinnukonan mín, ég skal á vænan kaupa kút koníak og brennivín. Guðfríður þótti vergjörn nokkuð. Hún var samtíða á Hallfreðarstöðum manni, sem Halldór hét Karvelsson. Hann hafði spvrnt fjölum úr gafli rúmsins, en hinum megin var svefnhús kvenna. Páll fékk smið til að lag- færa þetta og fleira, sem hann var að sýna honum, að úr lagi væri gengið. Þegar hann sýndi honum skilrúmið, sagði hann: Gegnum þetta gat er kropið, gaflinn sprengdur frá. Halldór liggur hér við opið, hvernig lízt þér á? Hvort sem það var nú þessu að kenna eða ekki, þá áttu þau barn saman, Halldór og Guðfríður. Mun það hafa fæðzt andvana. Halldór fór litlu síðar til Ameríku. Heima er bezt 121

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.