Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 31
HEIMA___________ mzt BÓKAHILLAN Islenzk bygging. Rcykjavík 1957. Norðri. 1 bók þessa hefur verið safnað myndum a£ öllum þeim helztu byggingum, sem Guðjón Samúelsson húsameistari teiknaði og sá um að reistar væru. Benedikt Gröndal ritstjóri hefur annazt um myndaval og sarnið texta þeirra, en Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra skrifar ritgerð um Guðjón, list hans og brautryðjandastarf í ís- lenzkri húsagerð. Er ritgerð Jónasar í senn skemmtileg og fróðleg. En einkum er hún mikils virði vegna þess skilnings og náinna kynna, sem hann hafði af Guðjóni og starfi hans frá upphafi. Þó má vera, að vinátta hans og aðdáun á listamanninum setji svip á dóm hans, en hins vegar gefur það ritgerðinni allri þann hug- næma blæ og lífsanda, sem annars vantar allt of oft í íslenzkar ævisögur og ritgerðir um störf rnanna. Mikið var deilt um Guðjón Samúelsson og störf hans rneðan hann var enn á lífi. Svo mun og vafalaust verða í framtíðinni, því að verk hans munu standa um langan aldur. En aldrei verður deilt um hin óvenjumiklu afköst hans, margþætta hugkvæmni og heiðarleik og vandvirkni í starfi. List hans verður að dæmast eftir því, sem hann hefur bezt gert, og þegar vér flettum þessari bók, vektir það ef til vill mesta undrun, hversu mörg fallegu húsin eru, sent hann hefur teiknað. J. J. talar um þrjár stílgerðir Guðjóns Samúelssonar, hefð- bundna stílinn, hallarstílinn og lýðveldisstílinn. Sú skipting á verkum hans er rökrétt og handhæg þeim. sem vilja kynna sér verk Guðjóns. Enda þótt ég ætli mér ekki þá dul að dæma eða spá um húsagerð, þætti mér samt sennilegt, að hús þau, sem teiknuð eru í lýðveldisstílnum, mvndu í framtíðinni þykja mest um verð allra hinna mörgu verka hins stórvirka húsameistara. Öll ytri gcrð bókai innar er falleg, og eiga höfundar og útgef- andi þakkir skildar fyrir að hafa gert svo vel minningu hins fyrsta íslenzka húsameistara, og að gefa alþjóð kost á að kynnast verkum hans á handhægan hátt. Pálmi Hannesson: Landið okkar. Reykjavík 1957. Mcnningarsjóður. Ekki lék það á tveimur tungum að Pálmi Hannesson var einn hinn allra vinsælasti útvarpsfyrirlesari þjóðarinnar, meðan hans naut við. Fór þar saman fagurt mál, þýtt tungutak og lifandi efn- ismeðferð, sem alla fýsti að heyra. En þótt Pálmi hefði þannig betra vald á tungu vorri en allur þorri samtíðarmanna vorra, þá vannst honum lítt tóm til að sinna ritstörfum. Olli því bæði annasamt starf og óvanaleg vandvirkni lians í meðferð máls. Veit ég fáa þá, sem meir unnu tungu vorri og báru fyrir henni dýpri virðingu. Dró það mjög úr ritstörfum hans. Menningarsjóður hefur nú hafið útgáfu á ritum Pálma Hann- essonar, og kom fyrra bindið út sl. haust. Hefur Jón Eyþórsson búið jtað til prentunar. 1 því eru aðallega útvarpserindi, og fjalla flest þeirra, eins og nafnið bendir til, um fsland og náttúru þess. Nokkrar greinar eru þó um erlend efni og almenn náttúruvísindi. Enda þótt greinar þessar flytji ekki mikið af nýjum fróðleik eða sjálfstæðum athugunum og rannsóknum, er þó að þeim hinn bezti fengur og unun að lesa þau sakir þess, hvernig efnið er á borð borið. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra erinda og greina svo jafngóð eru þau. En þó þykir mér, sem frásagnarlist höfundar nái sér allra bezt í eldgosalýsingunum, bæði þeim inn- lendu og erlendu, og þó ef til vill allra bezt í lýsingu Öskjugoss- ins. Hins vegar bera greinarnar um Jónas Hallgrímsson af í inni- leika og þýðum blæbrigðum stílsins. Hefur fátt eða ekkert verið betur ritað um Jónas og af næmari skilningi en þessar greinar l’álma. Sýna þær ljóst, að Pálma var eigi síður sýnt að ræða og rita um menn og bókmenntir en náttúruvísindi. 1 stuttu máli sagt: erindin eru öll hvert öðru betra og vænlegra til fróðleiks og yndis þeim, sem unna íslenzkri tungu og íslenzkum vísindum. Gunnlaugur Bjömsson: Hólastaður. Reykjavík 1957. Norðri. Rit þetta er gefið út í tilefni af 75 ára afmæli Hólaskóla sl. ár. Er þar fyrst staðháttalýsing, síðan söguágrip Hólastóls, kirkjunn- ar og jarðarinnar. Ágrip þetta er stuttort en greinargott og gefur liugmynd urn megindrætti þessarar sögu. Langmestur hluti bókarinnar er hins vegar, eins og vænta mátti, saga búnaðarfræðslunnar og Hólaskóla hins nýja. F.r hún rakin af nákvæmni, greinargóð og full fróðleiks um það merkilega starf, sem unnið hefur verið á hinu forna höfuðbóli síðustu 75 árin. F.nda mun höfundur vera flestum eða öifum mönnum kunnugri því starfi og jafnkunnur að vandvirkni í frásögn. En allt um hinn mikla fróðleik fæ ég ekki varizt því, að ég sakna frásagna af skólalífinu sjálfu. Trúi ég vart öðru, en að höf. sjálfur eða þá gamlir Hólasveinar hefðu haft þaðan ýmsar sögur að segja, sem brugðið gætu upp svipmyndum úr lífinu og starfinu innan skóla- veggjanna. Sögulegar staðreyndir eru nauðsynlegar, en þegar um er að ræða lifandi stofnun eins og skóla, þá gerast þar margir hlutir, sem lesandann langar til að kynnast og fróðleikur er í, þólt ekki sé það í skýrslur skráð. En bókin er myndarleg og að henni unnið af alúð og þekkingu og verður hún kærkomin öllum, sem hug hafa á íslenzkri búnað- ar- og skólasögu. Bjami Sæmundsson: Fiskarnir, 2. útgáfa. Reykjavík 1957. Menningarsjóður. Það var stórviðburður í íslenzkri bókaútgáfu og vísindastarf- semi, er Bjarni Sæmundsson lét fyrstu útgáfu af Fiskunum frá sér fara 1926. Þar var í fyrsa sinn á íslenzkri tungu gefin nákvæm lýsing allra þeirra fiska, sem fengizt höfðu úr sjó við ísland og auk þess gerð grein fyrir lifnaðarháttum þeirra og útbreiðslu og það, sem merkilegast var, að bókin var að langmestu leyti samin eftir reynslu og rannsóknum höfundarins sjálfs. Enn hafði bókin það til síns ágætis, að höfundur sameinaði þar vísindalega starfs- aðferð og nákvæmni við alþýðlega frásögn, svo að bókin fékk jafnmikið gildi og var jafnkærkomin í hópi vísindamanna, sem við þessi fræði fengust, og meðal fiskimanna og alls almennings, sem fræðast vildi um fisk og fiskveiðár. Er óhætt að fullyrða, að fáar eða jafnvel engar þjóðir eiga bækur um lík efni, er svo vel Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.