Heima er bezt - 01.04.1958, Síða 30

Heima er bezt - 01.04.1958, Síða 30
kölluðu spákonu. Hún stóð í búrdyragættinni og talaði við Leifa. Hún sagði, að það væri skást fyrir hann að fara að hafa sig heim. Það væri einhver bölvun í einni ánni hans. Ekkert líklegra en að það þyrfti að drepa hana. Leifi bölvaði hressilega: „Það vantaði nú ekki annað, en að það yrði að fara að lóga af þessum stóra ærhóp. Skárra væri það bölvað ekki sen ólánið.“ „Sæl og blessuð, Stína mín,“ sagði Rósa að baki henni. Kerlingin sneri sér við og rak upp stór augu. „Guð komi til,“ sagði hún. „Ert þú komin þarna, blessað barnið,“ sagði hún og kyssti Rósu og bauð hana vel- komna heim. Rósa þakkaði henni alúðina. „Hvernig komstu, væna mín? Varla hefurðu þó dottið ofan úr skýjunum, þó það væri ekki mikið ólík- legra en margt annað, sem maður er búinn að sjá og heyra á þessu heimili þetta vorið,“ sagði Stína. „Ég var nú einmitt að koma hérna utan melana gang- andi. Er ekki einu sinni farin að smakka kaffið hjá Geir- laugu minni ennþá,“ svaraði Rósa. „Komdu inn að borð- inu og tylltu þér niður.“ „Ja, hvað segirðu? Gangandi í þessu andstyggilega veðri! Það hefði einhvern tíma þótt óskemmtilegur fyrirboði að flytjast á framtíðarheimilið í slíkri svelju. En hvað er að tala um það nú,“ sagði Stína. „Það getur nú tæplega heitið nýtt heimili, þar sem maður er fæddur og uppalinn,“ sagði Kristján hálf- hranalega. „Sama er nú jörðin og sömu eru bæjarhúsin, en það getur heitið nýtt heimili, þegar húsbændaskipti verða. Við það býst ég við að komi nýir siðir,“ sagði sú gamla og prjónarnir fóru að ganga hratt í höndum hennar. „Það hefur alltaf þótt talsverður vandi að setjast í volgt sæti, en láta það þó ekki kólna.“ „Það hlýtur að vera mjög notalegt,“ sagði Kristján, „sjálfsagt væri heldur leiðinlegra að tylla sér í ískalt sætið.“ „Ég efast ekki um að það vilja flestir setjast þar, sem bezt brennur eldurinn. En ég hef nú mína skoðun á því sem öðru,“ sagði Stína gamla. „Drífðu kaffi í kerlingarvölvuna, svo að hún hætti þessum hrakspám,“ sagði Kristján hálfgramur en þó brosandi. „Ég er ekki með neinar hrakspár, en í mínu ungdæmi þótti það illur fyrirboði að fá vont veður í vistina, og því finnst mér þetta æði bágborið, að hún skyldi ekki einu sinni vera flutt heim á hesti,“ sagði Stína gamla og var mikið niðri fyrir. „Það er allt mér að kenna,“ sagði Rósa. „Mér fannst svo gaman að koma öllum á óvart, þvi að ég hélt, að hér væri allt gamla vinnufólkið. En það er þá einungis Geirlaug og Siggi smali. Þvílíkt og annað eins!“ „Það er sem ég sjái og finni, hvemig þér hefur orðið við að sjá föður- og móðurhúsin svona í eyði og tóm, blessuð stúlkan,“ sagði Stína. „Þá er bezt að halda áfram og segja: Verði ljós!“ sagði Kristján og hló dátt. „Það segir biblían að skaparinn hafi gert, þegar honum ofbauð myrkrið og allsleysið.“ „Ójá, líklega er það nú bezta veganestið, sem hægt er að fá á lífsleiðinni, að biðja hann að lýsa sér,“ sagði Stína gamla í ströngum prédikunartón um leið og hún nældi saman prjónunum, því nú var Geirlaug loksins að renna kaffinu í bollana. Hún þótti nú alltaf heldur sein í snúningunum. — „Ég segi alltaf eins og mér býr í brjósti, hvernig sem það líkar,“ hélt Stína áfram. „Það verður þríþætt hlutverk, sem þú ætlar að taka að þér, Kristján ráðsmaður, því að undir því nafni hefurðu gengið síðan þú komst hingað í sveitina og nágrennið, svo okkur verður það nafn munntamt, svona fyrst í stað.“ „Hvaða hlutverk eru það, spákona góð?“ spurði Kristján hlæjandi. Geirlaug hafði ekki séð hann svona glaðlegan í marga mánuði. „Þú hefur langan formála fyrir máli þínu,“ bætti hann við. „Þú greipst fram í fyrir mér, þegar ég var komin að efninu. Það sem ég meinti var þetta: Þú verður að vera » Rósu faðir, móðir og eiginmaður. Þú gerir áreiðanlega vel, ef þú leysir þetta allt af hendi.“ „Ég hef aldrei heyrt, að eiginmaðurinn eigi að vera konunni sinni sem foreldri, svo að sú skylda getur ekki hvílt á mínum herðum,“ sagði Kristján, „en sem eigin- maður ætla ég að reynast henni vel.“ „Ef þú gerir það, þá býst ég við að þú hækkir aftur í áliti hjá sveitungunum,“ sagði Stína gamla. „Aftur?“ greip Rósa fram í forvitnislega. „Hefur hann þá fallið eitthvað í áliti hjá ykkur í vetur?“ „Hrædd er ég um það,“ sagði Stína gamla drýginda- lega. „Hvaða skammir hefurðu gert af þér?“ sagði hún nú brosandi. „Ég veit ekki til að ég hafi gert þeim neitt,“ svaraði Kristján. „Það er áreiðanlega einhver rógburður úr ná- grönnunum býst ég við. Þeir eru ekki vel hreinlyndir, greyin.“ Hann var hættur að hlæja og sló nú alveg út í aðra sálma: „Leifi greyið hefur þá rokið heim, áður en hann fékk kaffið. Sjálfsagt hefur Gerða skammað hann, þegar hann kom heim.“ „Já, það held ég geti átt sér stað, þó að hann geti lítið gert að því, þó að ærin veiktist. Hún er nú svo sem ekki alltaf blíð við hann, manngreyið, en hann lætur hana ekki eiga hjá sér og getur líka haft það til að stríða henni. Svo það er svo sem kaup kaups,“ sagði Stína. „Nú verðurðu að spá í bollana okkar,“ sagði Rósa. „Ekki í minn bolla,“ sagði Kristján. „Mig langar ekk- ert til að heyra hennar spásagnir.11 Stína beið spekingsleg á svip eftir því að bollarnir þomuðu. „Sástu þá aldrei mömmu þína, Rósa mín? Fór hún ekki með skipinu, sem þú komst með?“ spurði hún. Framhald. ] 40 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.