Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 21
HVAÐ UNGUR NEMUR — ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON -------------------------------------
NÁMSTJÓRI
Kvöldvökur í nýjum stíl
r
skáldsögunni „Maður og kona“ lýsir Jon
Thoroddsen skáld snilldarlega kvöldvöku á íslenzku
fjölmennu sveitaheimili, eins og þær tíðkuðust á síð-
ari hluta 19. aldar og allt fram yfir síðustu aldamót.
Þessi kvöldvökulýsing fellur alveg saman við minningar
elztu núlifandi manna og kvenna, sem nutu þeirra í æsku
sinni.
Allir sátu við vinnu sína í baðstofunni. Konur spunnu
á rokk eða prjónuðu, karlmenn kembdu, þæfðu prjón-
les, skáru út eða fléttuðu reipi. Unglingar greiddu ull,
prjónuðu eða dunduðu við útskurð og smíðar. Til
skemmtunar var sögulestur og rímnakveðskapur. Voru
raddmiklir kvæðamenn mikils metnir á heimilum og
vinsælir gestir.
Þessar kvöldvökur voru eins konar þjóðskóli, upp-
spretta menningar, fræðandi og þroskandi.
En allt er breytingum háð. Sagan slær stöðugt sinn
vef, þótt uppistaða og ívaf breytist. Allir menn, ungir
og aldraðir, þrá gleðina og iangar til að gera sér daga-
mun, en félagsþráin er einkum sterk hjá ungu fólki. F.g
á hér ekki einungis við það, að unglingar þrái að stofna
félög og starfa í þeim, þótt fjöldi unglinga hafi mikla
ánægju af því, heldur þráir æskumaðurinn umgengni
við sína líka og þolir illa einangrun.
En þótt margt hafi breytzt á síðustu áratugum á ís-
landi, og þótt þessar hreytingar hafi verið óvenjulega
örar og jafnvel svo, að nálgast byltingu í lífsvenjum og
lífskjörum, þá er enn óhögguð sú staðreynd, að nokkur
hluti þjóðarinnar býr við einangrun í strjálbýlum sveit-
um, eyjum og annesjum. Veltur þar á miklu, að ung-
menni og fullorðið fólk hafi eitthvað við að una, er
tómstundir gefast, sérstaldega á vetrarkvöldum, þegar
myrkur og veðrátta bannar útivist. Þetta kenndi reynsl-
an íslendingum á liðnum öldum, og ávöxtur þeirrar
reynslu var kvöldvökurnar, sem styttu hin löngu vetr-
arkvöld og héldu lífi í íslenzkri menningu, þrátt fyrir
harðæri og óáran.
En við hvað unir fólk sér nú á löngum vetrarkvöld-
um í strjálli byggð lands vors?
Þeirri spurningu er fljótsvarað. A síðkvöldum ræður
útvarpið ríkjum í strjálbýli landsins. Sumir hlusta á allt
útvarpsefni eða réttara sagt, útvarpið glymur hjá þeim
mikinn hluta dagsins, en aðrir athuga dagskrána og
festa sér hana í minni og velja sér efni, hver eftir sínurn
smekk, en oft er þá vandi að samræma valið, ef margt"
fólk er á heimili. — Vinsælasta dagskrárefni er tvímæla-
laust, að fráteknum fréttum og tilkynningum, fram-
haldssögur, dægurlög og danslög, og hjá unga fólkinu
sérstaklega dægurlögin og danslögin.
Flestir eldri menn munu álíta að þessar „kvöldvökur“
útvarpsins séu að menningargildi ekki jafnlgildar þeim
kvöldvökum, sem hurfu smátt og smátt úr heimilishátt-
um strjálbýlisins á 20. öldinni, enda dylst það engum,
að útvarpsefni nær ekki jafn persónulegum áhrifum á
hlustandann, eins og þar sem sjón og heyrn fer saman.
En hitt ber þó að viðurkenna, að t. d. vel valdar fram-
haldssögur, fornsögur, dægurlög og danslög ætti ekki
í sjálfu sér að vera lakara skemmtiefni en það, sem flutt
var á kvöldvökum áður. Eg geng viljandi fram hjá því
að nefna til samanburðar ræður og æðri tónlist, sem út-
varpið flytur, því að ekkert samsvaraði því á kvöldvök-
unum gömlu.
Af dagskrárefni útvarpsins og efni „kvöldvökunnar",
eins og hún var áður fyrr, er helzt sambærilegt rímur og
dægurlög. Á síðastliðinni öld var mikið ort af rímum,
og þær gengu jafnvel manna á milli skrifaðar, alveg nýj-
ar af nálinni. Eins er með dægurlög nútímans og texta
við þau. Bæði ljóðið og lagið er nýtt af nálinni og vekur
þess vegna meiri athygli unglinga en eldri ljóð og lög.
A sínum tíma voru ekki allir sammála um listgildi
rímnanna, og t. d. deildi listaskáldið góða, Jónas Hall-
grímsson, hart á rímurnar og sérstaklega á eitt bezta
rímnaskáldið, Sigurð Breiðfjörð. Margir hallmæla líka
dægurlögunum, bæði ljóði og lagi, en sannleikurinn er
sá, að rímurnar skemmtu mörgum æskumanni, á meðan
þær voru skemmtiefni á síðkvöldum, og sama má segja
um dægurljóð og lög. Þau stytta mörgum æskumanni
stundir kvöldvökunnar, bæði í strjálbýlum sveitum og
þéttbýli kaupstaðanna.
Ég hef ekki minnzt hér á útlenda slagara, því að ljóð-
ið sjálft er þar lítils virði fyrir þann, sem ekki skilur
útlent mál.
Ég minnist þess, er ég í fyrsta sinni heyrði dægurlag
og útlendan texta, er ég var barn að aldri. Hann byrjaði
svona: „Munken gár i enge“ o. s. frv. Ekki hafði ég
hugmynd um það þá, að þetta væri danska, en gaman
þætti mér að sjá kvæðið stafsett eins og ég lærði það!
Ég hef nú gleymt að mestu þessu ágæta ljóði, en meiri
Heima er bezt 131