Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 26
FJÓRÐ I HLULI
„Nei, en ég vissi, að þér yrði sagt það,“ sagði Rósa og
brosti kankvíslega.
„En það var nú samt ekki gert,“ sagði móðir hennar
kuldalega.
„Æ, góða mamma, hættu við þetta ferðalag. Ég er
hérna með hringana, og við höldum náttúrlega trúlof-
unargildi, dönsum og skemmtum okkur. Þú mátt tif
með að vera þar, til að gleðjast með okkur.“
„Ég er alfarin frá Hofi, barnið mitt,“ sagði Karen
raunalega. „En það er nóg af kaffibrauði á því heimih,
svo að þú getur haldið vinum og kunningjum gildi, ef
þig langar til. Svo er líka til nógur matur á heimilinu
fyrstu vikurnar af búskap þínum.“
„Mér finnst þetta vera ákaflega mikill skuggi á allri
dýrðinni, að þú skulir ekki verða viðstödd. Reyndar
get ég ekki hugsað mér heimilið án þín.“
„Þú venst því, góða mín,“ sagði móðir hennar. „Þetta
er ekki nema það vanalega, að börnin fara að mynda
nýtt heimili en foreldrarnir hverfi.“
Þær færðu sig inn í stofuna og settust andspænis hvor
annarri, virtu hvor aðra fyrir sér og brostu yfir endur-
fundunum.
„Þú hefur ekkert haft fyrir því að heimsækja frænku
þína í þetta sinn, eins og hin vorin. Ég var að vona, að
ég sæi þig þar,“ sagði Karen.
„Ég fór suður en var þar aðeins tvær nætur. Mig var
farið að langa svo mikið heim til kærastans.“ Hún tal-
aði síðasta orðið í hálfum hljóðum.
„Auðvitað hefur hugurinn verið hjá honum en ekki
mér,“ hugsaði móðir hennar með beiskju. „Honum hafa
sjálfsagt verið skrifuð fleiri bréfin en mér í vetur. Það
var heldur öðruvísi í fyrravetur, bréf með hverjum
pósti.“
„Heldurðu, að fólkið heima gruni nokkuð að við
ætlum að fara að setja upp hringana?“ hvíslaði nú Rósa.
„Engan hef ég heyrt minnast á það,“ svaraði Karen
og stundi um leið.
„Ekki einu sinni Laugu í Þúfum?“
„Nei, ekki einu sinni hana, enda hefur hún sjaldan
litið inn í vetur.“
„Svo — hún er þó líklega ekki búin að eignast annan
strák? Er hann ekki orðinn stór, litli strákurinn, sem
hún átti í fyrra?“
, Jú, hann er farinn að ganga — allra efnilegasti dreng-
ur. Ég fór suðureftir síðasta kvöldið, sem ég var á
Hofi,“ sagði Karen.
Þær mæðgur drukku kaffi, sem frúin bar þeim, en
tóku ekki eftir að það hvessti og sjórinn varð ófrýni-
legri með hverri stundinni sem leið.
Karen hafði varla við að svara spurningum Rósu.
Hún vildi vita allt, sem hafði borið við síðan um nýj-
árið.
„Hefur fólkið ekld alltaf verið að dansa og skemmta
sér í vetur?“ var ein spurningin.
„Ekki á Hofi. Þar hefur ekki verið stigið dansspor
síðan á jólum. Það hefur kannske verið dansað einhvers
staðar annars staðar.“
„Hvað er nú að heyra þetta! Hvað hugsar minn góði
dansmaður, sem öllum ætlaði að kenna sporið! Hefur
hann ekki verið vel frískur?“ spurði Rósa og skellihló.
„Ekki hefur verið hægt að sjá annað en hann væri
það,“ sagði Karen og brosti kuldalega. „Líklega hefur
hann ekki kunnað við sig á dansgólfinu, fyrst þú varst
þar ekki líka.“
„Ég skal svei mér lífga það upp, þegar ég kem heim
í ríki mitt,“ sagði Rósa. „Ég kenni í brjósti um allar
stúlkurnar, sem ekki geta farið á kvennaskóla og ekki
eiga kærasta.“
„Ég held að þetta sé nú of mikið af brjóstgæðum,“
sagði móðir hennar. „Það er víst hægt að komast af án
þess, þó að það sé gott, ef lánið er með.“
Þá var bankað á hurðina, og eldhússtúlkan stóð í
gættinni og sagði, að það væri maður úti, sem vildi
finna maddömuna.
„Náttúrlega er það Kristján,“ sagði Rósa og fylgdist
með móður sinni fram í forstofuna.
Stefán í Þúfum stóð við dyrnar. Hann kastaði kveðju
á mæðgumar. Rósa rétti honum höndina.
„Sæll og blessaður, Stefán. Þökk fyrir allt skemmti-
legt.“
Hann bauð hana velkomna heim.
„Ég átti nú ekkert erindi,“ sagði hann, „annað en að
136 Heima er bezt