Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 25
Vinstúlkurnar leiddust hljóðlega í burtu. Þær höfðu kvatt Jennýju síðustu kveðju. „Herra Huug,“ sagði vinnukonan, um leið og hún opnaði stofuna. „Það er maður að spyrja eftir yður.“ Hugg stóð upp og gekk út í forstofguna. Þar stóð Andrés, bróðir Lilju og Nönnu, og sneri hattinum eins og hjóli milli handanna. Huug kom honum ekki strax fyrir sig. „Hver eruð þér?“ spurði hann þurrlega. „Það er Andrés Terhorst, bróðir þeirra Lilju og Nönnu," svaraði Andrés og gat varla talað fyrir feimni. „Hvað viljið þér? Get ég nokkuð gert fyrir yður?“ Andrés opnaði skrælþurrar varirnar, en ekkert orð heyrðist. Að síðustu stamaði hann: „Mig langa rsvo til að sjá hana einu sinni enn, herra minn, já, jafnvel nú, þegar....“ sagði hann vandræðalegur. Huug skildi hanna. Hann sagði ekki neitt, en gaf honum merki um að fylgja sér upp stigann. „Hérna er það,“ sagði hann vingjarnlega og opn- aði herbergið. Virðulegur, en feiminn, stóð Andrés álengdar og starði á rúmið. Hann grét ekki, heldur stóð hreifingar- laus. „Þér megið vel koma nær,“ sagði Huug, en Andrés hristi höfuðið og stóð kyrr. Örvinglaður og óham- ingjusamur stóð hann þarna. Hann, sem ætíð hafði verið skotspónn Jennýjar, þótt það væri í græsku- lausri glettni, stóð nú þarna syrgjandi, og allt útlit hans og framkoma bar vott um sáran söknuð. Huug ýtti við honum, er hann hafði staðið þarna hreifingarlaus nokkra stund, og hann fór niður, án þess að segja eitt einasta orð. í anddyrinu sneri hann sér að Huug, greip hönd hans og þrýsti hana með krampakenndu handtaki: „Þakka kærlega, herra minn. Kærar þakkir.“ Um kvöldið grét Nanna ofan í dagblaðið, en þar las hún þessa tilkynningu: „Jenný van Marle, fósturdóttir okkar, andaðist í nótt, réttra 17 ára.“ „Á afmælisdaginn sinn,“ hugsuðu þeir sem lásu með hrærðum huga. Móðir Lilju og Nönnu fylgdi þeim til sængur um kvöldið, eins og þegar þær voru litlar. Lengi heyrðust þær gráta hljóðlega undir sænginni. Daginn eftir fóru þær ekki í skólann. Þær trevstu sér ekki til þess. Þar var allt, sem minnti þær á hina látnu vinstúlku sína. Næst var laugardagur, svo að þær slepptu þeim degi líka. Huug hafði hitt Maud úti. Þeim varð gengið fram- hjá skólanum. Hann var opinn, af því að stúlkur voru að þvo ganga og gólf. Maud stakk upp á að líta inn í skólann, og Huug samþykkti það. „Viljið þér sjá, hvar við sátum?“ sagði Maud. Þau gengu inn í kennslustofuna. Þar var enginn. Allt var þar eins og Jenný hafði yfirgefið það. Þau gengu að borði hennar. Þar lágu bækurnar í óreiðu, og í hillunni undir var allskonar dót. Á borðið var skrifað: „Á að sitja eftir milli 12 og 12 Vz.“ „Hún hefur skrifað þetta,“ sagði Maud. „Hún var svo hrædd um að gleyma. Hún tók ekkert tillit til refsinganna,“ sagði hún og brosti angurblítt. Framhald. ■ : ■ .: '■ ’ Eftir Ingitjörgu SigurSardóttur I maí-blaðinu byrjar ný íslenzk skámsaga Heima er bezt 135

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.