Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 22
endileysu hef ég aldrei heyrt. Mér dettur þetta stundum í hug, þegar ég heyri fólk syngja útlenda „slagara" án þess að kunna stakt orð í því máli, sem textinn er sam- inn á. Er ég þá kominn að því, sem er aðalefni þessara hug- leiðinga, og niðurstaðan er þessi: Allir þrá skemmtanir og tilbreytingar frá daglegri önn og erfiði. Kvöldvök- urnar eru horfnar úr heimilisháttum íslendinga, en út- varpið hefur setzt þar á valdastól. Vinsælasta útvarps- efni hjá æskulýðnum er létt „músík“ og þá sérstaklega dægurlög og danslög. Textar við dægurlög eru mjög misjafnir og sumir sannarlegt léttmeti, en það voru sumar rímurnar líka á sinni tíð. Þýdd og stæld ljóð við dægurlög eru yfirleitt léleg, en mörg íslenzk ljóð eða textar við dægurlög eru vel ort, enda höfundar beztu textanna þjóðkunn ljóðskáld. Einn galli er þó mjög tíður, og hann er sá, að íslenzkum rímreglum er ekki fylgt að öllu leyti, og telja margir, að íslenzk Ijóðlist sé þar í nokkurri hættu. Og enn er eitt ótalið: Það er mjög algengt að unglingar, sem læra Ijóð eftir útvarpi, fara rangt með textann, og er það mjög skaðlegt, sér- staklega þó, ef Ijóðið er vel gert. Þessi þáttur í „Heima er bezt“ vildi, ef hægt væri, stuðla að góðri meðferð texta á þeim ljóðum, sem við dægurlög eru sungin, og til þess er aðeins ein leið, og hún er sú, að birta textana, eins og þeir eru frá höfund- arins hendi. Það eru því tilmæli mín, að lesendur þessa þáttar sendi undirrituðum eða tímaritinu „Heima er bezt“ óskir sínar um birtingu texta við dægurlög, og jafn- framt má líka biðja um upplýsingar um höfunda að ljóði og lagi. Aritun til mín er: Skeiðarvogi 135, Reykja- vík. Um lestur fornsagna í útvarpinu við ég segja þetta: Allir þeir, sem ekki eru áður kunnugir fornsögunum en hafa þær undir hendi, ættu að lesa fyrirfram það, sem lesa á hvern dag. Þá nýtur maður sögunnar í útvarpinu enn betur. Um margra ára skeið sagði ég 12 og 13 ára börnum framhaldssögur í frjálsum tímum í barnaskóla, og varð ég þess þá var, að duglegustu krakkarnir lásu ævinlega fyrirfram það, sem lesa átti eða segja næsta dag. Einn veturinn sagði ég Vesalingana eftir Victor Hugo, þrjú bindi, og entist sagan allan skólatímann. Þá lásu þau sem gátu söguna jafnframt, og persónur sögunnar urðu Ijóslifandi í hugum barnanna. Ég set hér sem sýnishorn af góðum dægurlagatexta kvæðið „Selja litla“ eftir Guðmund Inga Kristjánsson. Lagið er eftir Jón Jónsson frá Hvanná. Tel ég, að þama falli svo vel saman ljóð og lag, að dagar þess verði margir. Höfundur ljóðsins, Guðm. Ingi Kristjánsson, er fæddur að Kirkjubóli í Bjarnardal í Vestur-ísafjarð- arsýslu hinn 15. jan. 1907. Hann er ágætt ljóðskáld. Fyrstu ljóð hans birtust í barnablaðinu „Æskunni“. Höfundur lagsins er Jón Jónsson frá Hvanná, sem búsettur er á Isafirði. Hann hefur samið mörg góð dæg- urlög. SELJA LITLA Selja litla fæddist fyrir vestan, frjáls og hraust í túni lék hún sér, hlaut við nám og erfðir allra beztan yndisleik, sem telpum gefinn er. Svo var hugur hennar stór og dreyminn, hjartað sló í vængjaléttri þrá, til að fljúga eitthvað út í heiminn, ævintýraborgirnar að sjá. Þreyjulaus er þráin eins og bára, — þungabrim er léttur súgur fyrst. Því fór litla Selja sextán ára suðurleið í höfuðborgarvist. Þar var margt um lífsins leik og kæti, léttur hlátur glaðrar stúlku beið. Það var eins og þessi kviku stræti, þrungin lífi, gerðu henni seið. Næsta sumar var um margt að velja, vesturförin yzt á haka sat. Knæpa réði Selju til að selja sætar vörur, drykk og léttings mat. Þar er hún með brosið bjarta og hýra, borðin þekur drykk og vistum enn fyrir talsmenn ásta og ævintýra, æskuhrifna gesti — Seljumenn. íVIunið að skrifa og veljið fallegt Ijóð og fagurt lag. Við reynum að verða við óskum ykkar. 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.