Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 35
 r WIWl 'fM rA^V.-,‘.',7-'V,í‘. f*f*S££S &#?*■*J. -í§wf" ■'•‘'-'J' t -***£?* 199) Við erum allan morguninn á leiðinni. Um hádegisleytið leggjum við að bryggju. Við erum nú komnir til Svörtueyjar. Perlberg tekur harkalega í hönd mér og fer með mig í land. 200) Hann tekur stefnu til eina íbúð- arhússins á þessari eyju, sem er gamall hjallur, veðraður af stormi og hreggi. „Hér er nýja heimilið þitt,“ segir Perl- berg. „Frú Myring vill, að þú verðir hér, fyrst um sinn að minnsta kosti.“ 201) í dyrum hússins hittum við mann nokkurn, hræðilegan útlits. — Þetta er húsbóndi minn tilvonandi, Nikulás að nafni. Þegar ég heyri hann tala, fer ekki fram hjá mér, að hann er drukkinn. 202) Ég reyni eftir megni að tala kjark í sjálfan mig. Með guðs hjálp endar þetta allt saman vel, segi ég. Ég er nú skilinn einn eftir í eldhúsinu, á meðan Perlberg er á hljóðskrafi við Nikulás. 203) Þegar hann hefur gefið Nikulási fyrirskipanir og fiengið honum pen- inga, þá hverfur hann á brott. Hinn nýi húsbóndi minn heldur nú þrumandi ræðu yfir mér og varar mig mjög við því, að reyna að flýja. 204) Síðari hluta dagsins kveðst Niku- lás endilega þurfa að bregða sér í land til þess að sækja seglbátinn sinn. Og til frekara öryggis lokar hann mig inni í geymslu þeirri, sem á að vera vistarvera mín framvegis. w .. ****\,„1_1 *, . T « i fR ÉKir^r^í-X 205) Þetta er sannarlega ekki sérlega efnilegt. Ég er lokaður inni eins og fangi... Og sannarlega virðist fanga- vörðurinn heldur ekkert skynbragð bera á uppeldi. 206) Gegnum gættina sé ég, að Niku- lás fer um borð í fleytu sína og rær svo rykkjótt frá landi. En honum sækist slælega róðurinn. Loftið hrannast óð- um og storminn herðir. 207) Og fáeinum klukkustundum síð- ar er skollið á reglulegt fárviðri. Það rignir, eins og að hellt sé úr fötu, og stormurinn gnauðar um húsið á eyði- legri eynni.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.