Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 14
LÚÐV. R. KEMP: A skammri stundu skipast veAm í Iofti Baldur teymdi nú hestinn á undan og fór mikinn. Eg hef alla tíð verið hálfgerður lassi til gangs, sam- anborið við fríska menn, og drógst þess vegna aftur úr. Tók ég það því til bragðs að leggjast á sleðann, og upp af honum reis ég ekki fyrr en á Heiðarhlaði. Barðist ég um með höndum og fótum alla leiðina, og sakaði ekki. Seinna ækinu var nú dembt á sleðann og snúið heim á leið til Laxárdals. Við bættum svo fyrra ækinu á sleðann, þegar þangað kom, og náðum út í Hvamm upp úr miðdegis-matartíma. Þar fengum við ágætar viðtökur, og gisti ég þar um nóttina. Baldur taldi sig um þessar mundir þar til heimilis, þótt hann væri þar sjaldan, sökum póstferðanna. Vel var ég hress eftir þessa ferð; svona túrar voru algengir þennan vetur. Veturinn 1918 til 1919 var sæmilegasti vetur. Þó komu stórhríðar af og til, en fáar sögulegar. Frost voru oft mikil þennan vetur og svellalög, og finnst mér hann einna líkastur vetrinum 1954 til 1955. Svo er nú snjóaveturinn 1919 til 1920. Hann var að vísu afar snjóþungur og illviðrasamur. Blindhríðar dag eftir dag, en ekki svipað því eins frosthart og 1918, og fannalög aldrei eins mikil og 1916 hér á milli Héraðs- vatna og Blöndu, enda talsvert styttri fannkomutími. Afbragðs hláka kom á einmánuði fyrir páska, en um páskana geklt aftur í stórhríðar, er héldust fram yfir sumarmál. í þessum síðustu hríðum var eindregin norð- austanátt, eins og í sumarmála og einmánaðarhríðun- um 1916. Eftirminnilegasta hríðin þennan vetur var 10. febrú- ar. Þá lá Norðurlandspósturinn úti á Vatnsskarði. Um morguninn var skafhríð á þveraustan, en ofanhríðar- laust, vindlegur í lofti og sérstaklega hrannaðir bakkar í austrinu, sem smáfærðust yfir í norðaustrið eftir því, sem á daginn leið, og jók þá fannkomuna. Eg var heima þennan dag. Seinni partinn var asaleg stórhríð, sérstaklega veðurhæð og fannkoma, en frost var aldrei mjög mikið í þessari hríð, fyrr en fór að rofa til dag- inn eftir. Það lá fyrir mér ferð út í Skíðastaði, sem er um fimm til sex kílómetra leið. Ég hafði gaman af að prófa hríðina, og legg af stað, fremur illa útbúinn, föt- in slöguð og vettlingarnir eftir gripahirðinguna um dag- inn. Erindinu er ég búinn að gleyma, en víst er það, að ég bjóst ekki við að koma heim um kvöldið. Ég þaufa nú áfram á móti hríðinni og vissi lítt, hvað tíma leið. Rekst á sleða með matarpokum á fremst á Gríms- Framhald. áreyrum. Þekkti ég, að hann var frá Hrafnagili. Beygi ég nú til hægri og stefni á Grímshúsin, sem eru gömul beitarhús frá Skíðastöðum um eins kílómetraleið sunn- an við bæinn. Grímshúsin hitti ég og stanza þar um stund. Þægilegt er að taka Skíðastaðabæinn með því að fylgja melatöngum, er liggja niður á láglendið, en það vildi ég alls ekki. Heldur hugðist ég nú reyna rat- vísina og fara beint yfir sléttar eyrarnar. Veðrið var eiginlega óstætt, gífurleg fannkoma, þreifandi nátt- myrkur og hríðarsorti. Áfram hélt ég, en hægt var farið. Leið*nú langur tími, en engan fann ég bæinn. Ég hlaut að vera kominn langt norður fyrir Skíðastaði. Lagðist ég nú niður og athuga minn gang. Var nú ekki um annað að gera en leita að Grímshúsunum, og tók ég það ráð. Fann ég þau eftir talsvert gauf. Aftur var nú ferðin hafin í áttina að Skíðastöðum, ekki samt með melabörðunum, heldur eftir eyrunum. Eftir talsverða leit fann ég bæinn. Var þá komið langt fram á vöku. Þarna dvaldist ég, þar til seinni hluta nætur, en hélt þá heimleiðis og gekk vel. Ekkert lát varð á þessari stór- hríð fyrr en um hádegi. Veturinn 1920 til 1921 var góður vetur, fremur jarð- sæll og stórhríðalítill. Sama er að segja um veturinn 1921 til 1922. Þó var eftirminnileg manndrápshríð dagana 23., 24. og 25. marz. í þessu veðri fórst þil- skipið „Talisman“ frá Akureyri, strandaði í Kleifavík í Súgandafirði, aðfaranótt þess 24. Þennan vetur var verið að byggja gömlu bryggjuna á Skagaströnd, og var ég verkstjóri við hana. Daginn fyrir hríðina var afarljótt veðurútlit, og björguðum við því öllum áhiildum heim í hús um kvöldið. Daginn eftir var rokhvass austanstormur, en ekki mikil ofan- hríð framan af deginum. Seinni part dagsins færði hann sig meira í norðrið. Þó var frost alls ekki mikið. Næsta dag var iðulaus stórhríð og hörkufrost. Vildi ég þá ólmur halda heimleiðis, því símalaust var þá í Illuga- staði. Mér var margráðið frá þessu af mér eldri og veðurgleggri mönnum, sem þarna voru margir. Ég hafði fæði og húsnæði á Læk, hjá þeim hjónum Helga Gíslasyni og Maríu Guðmundsdóttur. Synir þeirra tveir voru þá uppkomnir, þeir Björn og Axel, og unnu þarna í bryggjunni. Að síðustu varð að samkomulagi, að ég stytti mér leið með því að fara eitt- hvað fram á Ströndina, t. d. að Syðra-Hóli. Lagði ég upp eftir hádegi, hvergi smeykur. Forðaðist yfirleitt alla bæi, sem ég vissi að ég mundi verða kyrrsettur á. 124 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.