Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 18
og rektorsáminningar verða þar óþörf, og getur eng-
um blandast hugur um að slíkt er vænlegt til að ala
upp manndómsþroska og þegnskap. Á þetta við bæði
um framhaldsskóla og háskóla. Þannig var mér tjáð í
Stanford-háskóla sem dæmi, að notkun óleyfilegra
hjálpargagna eða smygl í skriflegum prófum væri
óþekkt fyrirbrigði að kalla mætti, ekki vegna eftirlits
kennaranna, heldur vegna þess, hversu vel nemendur
gættu drengskaparskyldu sinnar, að nota ekki óleyfileg
ráð sér til framdráttar. Mætti vel taka sér þessa hluti
til fyrirmyndar, og mundi það í senn gera skólavistina
notadrýgri og stjórn skólanna léttari en nú er.
Umgengni í skólum þeim, sem ég heimsótti, virtist
mér hvarvetna svo góð, að til fyrirmyndar væri. Bréfa-
rusl og óhreinindi á gólfum sást ekki, og krot á borð-
um og bekkjum var sjaldgæft fyrirbrigði, og í mörgum
skólúm var það alls ekki til. Þó voru kennslustofur
almennt stærri og fleiri nemendur í bekk en tíðkast hér
heima. Voru þar víða um 40 nemendur í bekksögn.
Var það almennt umkvörtunarefni kennara, að of margt
væri í bekkjunum, en þrátt fyrir auð og allsnægtir
Bandaríkjanna virtist víða skorta á, að skólum væri séð
fyrir nægilegu húsrými, og almennt var kvartað um
kennaraskort. Orsakir hans töldu menn, að yfirleitt eru
kennarar illa launaðir í hlutfalli við aðrar stéttir manna,
og síðan verður afleiðingin sú, að torvelt er að fá hæfa
menn til starfsins, og er þetta mörgum áhyggjuefni.
Kennsluaðferð virtist mér allmjög frábrugðin því,
sem títt er hér og á Norðurlöndum. Kennarar hafa all-
an bekkinn undir í einu, ef svo mætti að orði kveða, en
taka ekki einstaka nemendur upp. Verður kennslan
með þessum hætti að verulegu leyti í samtalsformi.
Kennarinn beinir þessari spumingu til eins nemanda og
næstu til einhvers annars, en nemendur spyrja einnig,
og var stundum meginhluta kennslustundarinnar varið
til þess, að nemendur spurðu kennarann um ýmsa þá
hluti, er við komu efni því, sem um var að ræða. En
mjög var misjafnt, hversu nemendur hagnýttu sér það.
Þar sem æfingakennslu verður við komið, er hún megin-
uppistaðan í kennslunni, og dáðist ég að mörgu, sem
þar fór fram. Þekking nemanda er síðan prófuð skrif-
lega. Átti ég þess kost að vera við skriflegar æfingar
og sjá bæði verkefni og úrlausnir. Ekki get ég sagt, að
mér geðjaðist að hinum skriflegu verkefnum; þótti mér
þau um of getraunakennd, og geta gefið tilefni til páfa-
gaukskunnáttu meira en skilnings. Fann ég á ýmsum
kennurum þar, að þeim þótti orðið of langt gengið í
þá átt, og töldu ýmsir þeirra, sem til þekktu í Evrópu,
að margt mundi vera betra í kennslufyrirkomulagi
okkar. Og öllum var sameiginlegt, að þá fýsti mjög að
vita, hvernig við gerðum þessa hluti eða hina eftir
því, sem á stóð hverju sinni. Hafði ég mikla ánægju
af samtölum við starfsbræður mína þar vestur frá.
Nemendur virtust mér frjálslegir og kurteisir, eins
og Ameríkumenn yfirleitt. Sennilega eru þeir vanir
heimsóknum aðkomumanna, enda fann ég, að þeir litu
á mig eins og kennara sína og spurðu mig ráða í æf-
ingartímum, rétt eins og þá; hafði ég gaman af, hversu
ófeimnir en um leið háttprúðir þeir voru. Klæðnaður
nemenda í amerískum skólum, jafnt háskólum sem öðr-
um, var mjög óbrotinn. Næstum því hver maður var
í vinnubuxum, gráum að lit, og á skyrtunni eða í peysu,
oft með skólamerki í, og þegar kólna tók, klæddu þeir
sig í úlpu utan fyrir. Er búningur þeirra í senn ódýr
og hreinlegur, því að létt er að halda þessum fötum
hreinum. Væri athugunarvert fyrir íslenzka skólanem-
endur að taka sér þetta til fyrirmyndar.
Þá vil ég lýsa stuttlega heimsóknum í tvo skóla, sem
um margt voru sérkennilegir, en báðir taldir til fyrir-
myndar. Annar þeirra var Woodrow Wilson High-
School í Washington, D.C.
Skóli þessi, sem einungis er um 20 ára gamall, stend-
ur í útjaðri borgarinnar. Er hann um marga hluti einn
af bezt búnu high schools í Bandaríkjunum, að því er
skólastjóri sagði mér. Nemendur eru þar 12-1300.
Mér blöskraði stærð hans og húsakostur, en þó var
mjög kvartað undan plássleysi. Skólastjórinn tók þar
á móti mér og skýrði fyrir mér megindrættina í starfi
og fyrirkomulagi skólans og fylgdi mér síðan á fund
náttúrufræðikennaranna. Hlýddi ég þar á kennslu hjá
þremur keruiurum, þar af tveimur konum. I kennslu-
stofunum var svo fyrirkomið, að með veggjum voru
borð og skápar, voru þar geymd kennslutæki og nátt-
úrugripir, og á borðunum voru ný söfn dýra og
plantna, sem nemendur höfðu komið með heim daginn
áður, og ekki hafði enn unnizt tími til að vinna úr. í
hverjum bekk voru um 40 nemendur, og sátu þeir við
langborð, 6-8 við hvert borð, en stofur þessar eru not-
aðar jöfnum höndum við bóknám og æfingakennslu.
I einum tímanum var verið að byrja á smásjáræfing-
um. Hver nemandi fékk afhenta smásjá af vandaðri gerð,
enda flestar nýjar. í öðrum skólum, sem ég kom í, voru
að jafnaði 2-4 nemendur um hverja smásjá. Kennslan
hófst með því, að kennarinn skýrði fyrir nemendum
gerð og notkun smásjárinnar. Síðan skyldu þeir, hver
um sig, teikna af henni rissmynd og skýra hana. Þá
fengu þeir einnig tilbúin verkefni til að skoða í smá-
sjánni, og skyldu þeir einnig skila af þeim teikningum
með viðeigandi skýringum. En veggmyndir voru þeim
til hjálpar, svo og texti kennslubókarinnar, sem hver
nemandi hafði hjá sér. Fæstir nemendanna komust
lengra í þessum tíma, en að ganga frá teikningu og
skýringum á smásjánni. Voru þær úrlausnir næsta mis-
jafnar, eins og vænta mátti.
í annarri kennslustund voru nemendur að kryfja
engisprettu, og gera af henni viðeigandi lýsingu með
teikningum. Hafði hver nemandi vélritað blað með
spurningum og verkefnum um engisprettuna, sem leysa
skyldi úr eftir því, sem verkið sæktist. Úrlausnum frá
þessum æfingatímum var skilað vikulega, svo ég átti
þess ekki kost að sjá þær þarna, en í öðrum skóla skoð-
aði ég svipaðar úrlausnir, og var raunar ekki hrifinn
af, hversu þær höfðu tekizt í heild. Svo að ég sann-
færðist ekki í einu vetfangi um, hversu mikið þessi
kennsla skilur eftir. En hitt er víst, að hún er skemmti-
leg og vekjandi til umhugsunar.
128 Heima er bezt