Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 27
vita, hvort þér væruð hættar við ferðalagið. Farangur- inn er kominn fram í skip. Ég vildi gjarnan koma yður um borð áður en ég fer heim, ef þér ætlið með þessari ferð.“ „Þér eruð ágætur, eins og fyrri,“ sagði Karen og horfði nú fyrst út á sjóinn. Hann var hreint ekki álit- legur. „Góða mamma, þér dettur þó ekki í hug að fara út í þetta veður,“ sagði Rósa. „Það er að koma slagveður.“ „Þú varst lánsöm að vera komin af sjónum, Rósa mín,“ sagði Karen. Hún fór inn í eldhúsið og kvaddi frúna og kom svo fram aftur og klæddi sig í kápuna og batt hvítt yfirsjal utan um höfuðið. „Við höfum setið og malað helzt til lengi, Rósa mín. Það eru sjálfsagt allir komnir um borð, sem ætla með skipinu," sagði hún. „Það er hræðilegt, að þú skulir endilega vilja fara út í þetta veður, mamma, sárlasin. Það verður víst ekki langt þangað til næsta skipsferð fellur suður. Hættu bara við þetta allt saman. Þér batnar, þegar ég er komin heim til þín,“ bað Rósa með grátstaf í röddinni. „Það þýðir ekki að fresta því, sem fram á að koma,“ sagði Karen og faðmaði dóttur sína að skilnaði. „Ég bið að heilsa Geirlaugu.“ Svo var hún farin út í óveðrið. Hún studdi sig við handlegg Stefáns. Rósa stóð í dyrunum og horfði á eftir þeim. Hún var hissa, hvað móðir hennar gekk rösklega og bar sig vel eins og vant var. Hún var hreint ekki lasleg, sem betur fór. Skyldi nokkurt missætti hafa átt sér stað milli hennar og Kristjáns? Það var eitthvað við þennan ákafa í henni að fara burtu, sem hún gat ekki skilið. Þarna var hún komin ofan í bátinn, og hann lagður af stað fram að skipinu, róinn af mörgum mönnum. Rósu sýndist öldumar ætla að soga hann undir sig, en hann seig svo einkennilega rólega yfir þær. — Aumingja mamma! Mikið gat þetta allt verið öðruvísi en hún var búin að hugsa sér. Hún ætlaði ekki að fara inn, fyrr en móðir hennar væri kom- in upp í skipið. Hún þelckti hana svo vel á hvíta yfir- sjalinu. „Góða mín,“ sagði frúin innan úr stofudyrunum, „þú verðirr innkulsa af að standa þama í kuldanum. Komdu hingað inn í herbergið. Þaðan geturðu séð til ferða mömmu þinnar. Hún er nú hér um bil komin fram að skipshliðinni.“ „Finnst þér ekki óskaplegt að hún skuli vera að fara út í þetta hræðilega veður?“ sagði Rósa með kjökur- hljóði. „Þetta er ekki eins slæmt og þú heldur, góða Rósa mín. Maður finnur ekki mikið til þess, þegar komið er ofan í þessi stóra skip. Það er nú dálítið annað en smábátamir, sem hoppa á öldunum eins og boltar. Ég skal nú lána þér kíki, þá sérðu til hennar, alveg eins og hún væri við hliðina á þér.“ Þá var barið harkalega á útidyrnar, næstum eins og það væri bæjarþil í sveit, sem ætti að þola þessi högg. Eldhússtúlkan fór fram, þegar næstu högg buldu á hurðinni. Rósa heyrði sterkan málróm, sem henni fannst hún kannast við. „Er maddama Karen hér?“ spurði sá, sem úti stóð. „Nei, hún er á leiðinni út í skip.“ „Hvað hugsar manneskjan?“ Rósa flýtti sér nú fram. Hún þekkti málróm Gunnars hreppstjóra. „Sæll og blessaður, Gunnar minn. Mamma er einmitt á leiðinni fram í skip,“ sagði hún. „Sæl, Rósa mín. Svo þú ert hér?“ sagði hann. „Ég kom einmitt með þessu skipi og er svona óláns- söm, að mæta mömmu hér, aðeins til að heilsa henni og kveðja.“ „Þetta era nú meiri dauðans vandræðin,“ sagði hrepp- stjórinn. „Konan mín og fleiri konur þarna frammi í sveitinni hafa staðið við að baka í tvo daga. Við ætluð- um að halda henni kveðjusamsæti áður en hún færi, en auðvitað létum við hana ekki vita af því. Og svo frétti ég allt í einu að hún sé flutt alfarin frá Hofi. Slíkt og þvílíkt! “ „Hún hefði ekki verið farin núna, ef Stefán í Þúfum hefði ekki komið allt í einu og drifið hana með sér,“ sagði Rósa. „Hvem fjandann er hann að skipta sér af henni,“ sagði hreppstjórinn reiður og veifaði svipunni í kring- um sig. „Hann gerði það í góðri meiningu. Hann sagðist vilja vita hana komna fram í skipið áður en hann færi heim, fyrst hún væri alráðin í því að fara með þessari ferð,“ sagði Rósa. „Hann sagði, að það væri að versna í sjóinn.“ „Það er ekki um annað að gera en að fara fram í skip og sækja hana.“ „En það er orðið svo vont í sjóinn. — Hefur eitthvað komið fyrir? Hvers vegna þarftu að finna hana?“ spurði Rósa. „Það er víst ekki verra núna en það var, ef hún er alveg nýfarin um borð,“ sagði hann stuttlega og hljóp við fót fram á bryggjuna. „Ef Gunnar hreppstjóri kemst fram í skipið, þá hlýt ég að geta flotið lika,“ sagði Rósa við sjálfa sig. „Það væri gaman að sjá mömmu einu sinni enn.“ Hún snaraðist í kápuna og hljóp á eftir hreppstjór- anum. Hann var að þrefa við einhvem mann á bryggj- unni um að flytja sig fram í skipið tafarlaust, hann yrði að finna maddömuna frá Hofi. Sjómaðurinn var rólegur og spýtti um tönn: „Þú bíður bara eftir uppskipunarbátnum. Hann kem- ur bráðlega,“ sagði hann. „Ég er búinn að setja bátinn minn og nenni ekki að fara að tosa honum ofan aftur. Ert þú að fara með skipinu?“ „Nei, ég var einmitt að segja þér það, að ég þarf að ná fundi maddömu Karenar,“ svaraði hreppstjórinn. Rósa kom nú hlaupandi og stanzaði við hlið Gunnars. „Þú skalt bíða eftir uppskipunarbátnum,“ sagði hún. Heirna er bezt 137

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.