Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 19
1 bóklegum tíma, sem ég sat einnig í innan þessa skóla, fengu nemendur einnig verkefnablöð í sambandi við lexíuna, sem í var farið, og áttu þeir líka að skila þeim vikulega, og virtist mér sem það myndi vera megin heimavinnan. Hinn skólinn, sem hér skal skýrt frá, er rekinn í sambandi við ríkisskólann í Minneapolis. Er þetta nokk- urs konar tilraunaskóli og tiltölulega fámennur, eða um 450 nemendur. Eru þeir valdir úr stórum hópi um- sækjenda, og einkum valdir þeir, sem hyggjast leggja stund á kennslu að loknu framhaldsnámi. f skóla þessum er kennslan einkum miðuð við hið praktíska h'f og starf í þjóðfélaginu, og fer hún fram í æfingum og sjálfstæðu starfi nemendanna, svo mjög sem framast er kostur á. Ég hlýddi þar á kennslu í dýra- fræði. Viðfangsefnið var fuglar, aðallega endur. Stund- in hófst með því, að kennarinn flutti stutt erindi, þar sem hann benti nemendunum á, hvað þeir skyldu helzt .leggja áherzlu á, af því sem þeir hefðu heyrt, lesið eða kannað sjálfir um endurnar. Benti hann á ytri lýsingu fuglsins, kynsmun, hreiðurgerð, fæðu og ýmis önnur atriði í lifnaðarháttum. Að því búnu gaf hann nemendum nokkrar mínútur til spuminga um það, sem þeir kysu að vita nánar, og notuðu sumir það, og gaf hann þeim greið svör. Var þá liðinn um þriðjungur stundarinnar. Síðan benti hann nemendum á safn af bókum og bældingum um þetta efni, og var það í handbókasafni skólastofunnar. Sagði hann þeim, að velja úr því, það sem þeim mætti að gagni koma. Síðan fór hann út, en nemendur áttu að sjá um sig sjálfir, það sem eftir var tímans. Þó var inni hjá þeim kennari, sem var gestur til að læra kennslu. Ég beið einnig, því að mig fýsti að sjá viðbrögð nemandanna. Sumir tóku þegar til við verkefni dagsins, og vora þeir flestir, skiptu þeir sér í smáhópa, sem unnu saman, en þó voru sumir, sem kusu að vera einir. Aðrir fóru að rjála við smásjár eða eitthvert annað verkefni frá fyrri stund- um, en nokkrir fóru að rabba um daginn og veginn og létu alla fugla eiga sig, en þeir voru langtum fæstir. Við kennararnir tveir spjölluðum saman og gengum um bekkinn og fylgdumst með, hvað gerðist, voru nemendur sífellt að koma til okkar og leita ráða, og kendi ég þar einum að meðhöndla smásjá, en af góðum og gildum ástæðum gat ég lítið frætt þá um amerískar endur. Að loknum tímanum átti ég alllangt tal við kennar- ann. Sagði hann mér að fyrir þeim vekti, að námið yrði sem mest sjálfsnám eftir æfingum og bókum, og gæfist sú aðferð vel, en þess yrðí að gæta, að hér væru valdir nemendur. Til þess að auka við handbókasafnið kvaðst hann safna öllu prentuðu máli, sem hann kæmist yfir, blaðaúrklippum og þess háttar, sem eitthvað snertu náttúrufræði, og hafa það til afnota. Kvað hann slíkt hafa komið að ótrúlegum notum. Aðstoðarskólastjórinn sýndi mér síðan skólann, sem er furðumikið hús á mörgum hæðum, enda má segja, að allt sé þar kennt milli himins og jarðar. Sagði hann mér að stefnuskrá skólans væri, að gefa nemendum kost á menntun í hverri þeirri námsgrein, sem hugur þeirra stæði helzt til, og sýnt væri, að þeir gætu unnið þjóðnýtt starf í, þegar út í lífið kæmi. Af þessum sök- um er meiri fjölbreytni í þessum skóla en öðrum high schools í Bandaríkjunum, því til þess er ætlazt, að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Jafnframt því sem nem- endur njóta kennslu, er leitast við af hálfu skólastjóm- ar að fylgjast sem allra bezt með hverjum einstökum nemanda, bæði með einkasamtölum kennara við þá, svo og af þeim störfum, sem þeir leysa af hendi. A þennan hátt er reynt að finna, til hvers þeir eru bezt hæfir, og þá jafnframt leitazt við að beina þeim inn á þá braut, sem hæfileikar þeirra virðast benda til. Fá nemendur þannig góðar leiðbeiningar um framhalds- nám og stöðuval, að skólanum loknum. Þá er vitanlega fylgst með því, hvernig þeim sækist skyldunámið. Eru þeim gefnir vitnisburðir, bæði fyrir það og hvað eina, sem verða má til leiðbeiningar og skilnings á hæfileik- um þeirra og starfshæfni. Eru vitnisburðir þessir eink- um mikilsvirði fyrir háskólanámið síðar. Þótt margt væri nýstárlegt innan veggja þessa skóla, þóttu mér verknámsdeildir hans furðulegastar. Þar voru fullkomin verkstæði fyrir hvers konar iðnað, tré- smíði, járnsmíði, vélsmíði, prentverk, raftækni, útvarps- og sjónvarpstækni, Ijósmyndagerð o. s. frv., einnig fyrir það, sem kallað er homeworking, en þar heyrir til matargerð og hverskonar innanhússtörf, saumaskapur og búnaður herbergja o. s. frv. Var þar heil tilrauna- íbúð, með setustofu, borðstofu, svefnherbergi, eldhúsi o. fl., sem nemendur gátu spreytt sig á að búa hús- gögnum og gera tillögur um breytingar. Allir nem- endur voru skyldir til að taka námsskeið í home working fyrstu 2-3 árin, en síðan völdu þeir sér aðal- verkefni úr hverri þeirri grein, sem þeim lék mestur hugur á. Verið var að undirbúa sjónvarpskennslu í skólanum. Var svo til ætlast, að kennarinn talaði í sjónvarp, en nemendur margra deilda samtímis hagnýttu sér kennslu hans. Átti að taka það í notkun nokkru eftir að ég var þarna á ferð. Þá er kennt í skóla þessum teikning, mál- aralist, söngur, hljóðfæraleikur, leirkeragerð og leik- list. Er æfingaleikhús með öllum búnaði í skólanum. Mjög vandlega er fylgzt með heilsufari nemenda og leitast við að koma í veg fyrir sjúkdóma, enda eru alvar- leg sjúkdómstilfelli þar mjög sjaldgæf. Aðalbóknámsfögin eru enska, félagsfræði og saga. En kostur er á að nema þar mörg erlend mál, en þó ekki fornmálin, latínu og grísku. Er fommálakennsla yfirleitt mjög lítil í amerískum skólum. Vel var búið að kennurum. Höfðu þeir flestir einka vinnuherbergi, en stundum voru þó tveir kennarar, sem sömu námsgrein kenndu í félagi um vinnustofu. Auk þess er svo náttúrlega sameiginleg borðstofa, þár sem þeir gátu fengið sér máltíðir eða kaffi eftir atvikum. Margt mætti vitanlega segja fleira um það, sem ég sá í amerískum skólum, en einhvers staðar verður staðar að nema, og læt ég því þetta sýnishorn nægja. Niðurlag i neesta blaði. Heima er bezt 129

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.