Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 23
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, némastjóri BKhJJ SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI OG VIN STÚLKUR HENNAR SAUTJÁNDI HLUTI Karl leit þegjandi undan, því að hann var of hrærð- ur til að geta talað. Þá reis Jenný upp við dogg og talaði hratt: „Taktu þetta ekki nærri þér. Þetta er kannske það bezta. Pabbi og mamma eru bæði dáin, og ég fer á eftir þeim. Er það ekki rétt, Karl? Mér batnar ekki.“ Hann hafði ekki kjark til að svara spurningum hennar, hvorki neita þeim eða játa. Hann laut niður að henni, strauk á henni hárið og þagði. „Mamma dó 26 ára,“ hélt Jenný áfram, „og ég — ég er ekki enn.... hvaða dagur er í dag, Karl!“ „Hinn 27. nóvember.“ „Æ, ég vona bara, að ég nái því að verða 17 ára. Sautján hljómar betur en sextán.“ Og svo lággt eins og við sjálfa sig: „En ég hafði hugsað mér að „setja upp“ hárið, þegar ég vrði sautján ára, eins og Jóhanna.“ Nanna hafði skrifað Maud og sagt henni að hún myndi varla hitta Jennýju lifandi, er hún kæmi heim. Þetta var sorglegt bréf, og ennþá sorglegra, heldur en ef Jenný hefði skrifað bréfið sjálf, þótt hún væri von- laus um bata. Læknishjónin, foreldrar Jóhönnu, vöru mjög sorg- mædd út af veikindum Jennýjar. Það var sorglegt, að fylgjast með því, hvernig æskuþrek hennar smáfjar- aði út. Veslings Andrés, græninginn, var líka sorgmæddur. Á hverjum degi, þegar systur hans komu úr heimsókn frá Jennýju, bar Andrés upp sömu spurninguna: „Er ennþá enginn bati!“ „Nei,“ var alltaf sama svarið. Þá gekk Andrés þögull út úr stofunni. Einn morguninn, þegar Huug hafði lagt sig til svefns, sat Jóhanna hjá Jennýu, sem leið nú óvenjulega vel, svo vel að veik von um bata vaknaði hjá Jóhönnu. „Mér þætti svo gaman, ef þið kæmuð einu sinni allar saman — helzt strax í dag — allur klúbburinn,11 sagði Jenný allt í einu, og svo bætti hún við hlæjandi og gerði Jóhönnu alveg undrandi: „Mig langar svo til að sleppa fram af mér beizlinu einu sinni ennþá, eins og í gamla daga. Mér finnst það svo einkennilegt, að ég skuli aldrei framar sitja í næst fremsta sæti og svíkjast um og vera látinn sitja eftir. Mér finnst það líka svo sárt, að fá aldrei framar að sjá Maud.“ I þessu opnuðust dymar og Maud stóð í dyrunum, með hárið í óreiðu og tár í augunum. „Maud,“ kallaði Jenný. Og Maud fleygði sér á kné við rúmstokkinn, grát- andi: „Nanna skrifaði mér svo hræðilegar fréttir um þig, og mér fannst það svo sárt að vita þig veika og rúmliggjandi, að ég fékk mér far með fyrstu skips- ferð yfir sundið, og var rétt að koma í bæinn. Pabbi veit enn ekkert um þetta. — Jenný, ég þrái svo að sjá þig aftur heilbrigða.“ „Nei, mér batnar ekki,“ sagði Jenný rólega, „en mér finnst það yndislegt að þú skyldir koma. Þetta er gleðidagur hjá mér, og mér líður einmitt svo vel í dag. Svona, gráttu nii ekki meira. „Kredit“ mín! Viltu rétta Maud stól til að sitja á! Hér er allt á öðrum end- anum og í óreiðu. Ég held jafnvel að Nönnu þætti nóg um þennan sóðaskap." Þær Maud og Jóhanna reyndu að harka af sér og látast vera glaðar, en Jenný hélt áfram að tala glað- lega, en þó í lágum rómi: „Mikið held ég að kyrrlátt verði í kennslustundun- um, þegar ég er farin. Dagamir verða víst léttari fyrir aumingja Veroniku. Hún saknar mín varla. Munið þið eftir síðasta deginum í skólanum, fyrir sumarleyfið. Við mistum alveg stjórn á okkur. Viljið þið skila kærri kveðju til allra í skólanum og kennaranna líka. Ég vildi að ég ætti eitthvað til að gefa þeim til minn- ingar um mig, en ég á svo lítið. Þið skuluð skipta á milli ykkar dótinu mínu. Það er nú ekki mikils virði. Heyrðu, Jóhanna! Viltu ná í Lilju og Nönnu? Ég vil hafa ykkur allar hjá mér.“ „Ég held að pabbi vilji ekki að við séum allar í einu,“ sagði Jóhanna. „O, það er alveg sama, nú orðið,“ sagði Jenný. Þá fór Jóhanna, en Huug, bróðir Jennýjar, kom inn. „Huug,“ sagði Jenný. „Þetta er Maud. Kynning ykkar fer ekki fram á þann hátt, sem við höfðum Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.