Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 10
kom um veturinn og settist að á pollinum, svo að þarna
urðu alls ellefu tegundir, þegar flest var. Því miður hafa
flestar þessar tegundir horfið af andapollinum eða far-
izt með öðrum hætti.
En varstu ekki að fást við að koma upp æðarvarpi?
Varla gat það heitið, en Ólafur á Hellulandi fékk
mig til að gera tilraun með að ala upp æðarunga, til þess
að vita, hvort þeir kæmu ekki aftur á æskustöðvarnar
og settust að til varps í skógræktargirðingunni, sem er
rétt hjá sumarbústað mínum.
Og hvernig gekk þetta?
Eiginlega vel. Ég fékk mér útungunarvél og unga-
fóstru. Ungarnir döfnuðu prýðilega og undu sér hið
bezta, en í miklu stríði átti ég við hrafn og svartbak, sem
sóttu að ungunum bæði frá sjó og landi. Hrafninn af
landi en svartbakurinn af sjó. Tókst þeim að drepa fyrir
mér nokkra unga og það suma nær fullvaxna. Samt
komust upp um 30 ungar, og sleppti ég þeim út um
haustið.
En hvernig hefur svo farið um æðarvarpið?
Það er nú Ijót saga, segir Kristján, og þyngist á hon-
um brúnin. Ég hef sannfrétt, að flestir ungarnir voru
skotnir þegar á fyrsta ári hér út með firðinum, en hinir
hurfu. Kannske þeir hafi allir verið skotnir nema einn,
sem kom til æskustöðvanna tveimur árum síðar. Ég
þekkti hann á merkinu. Hann hvarf síðan á brott, og
veit ég ekkert meira um þá.
En blöðin hafa sagt frá því, að þú hafir alið upp
endur handa Reykvíkingum?
Ég held nú það. Tvö síðastliðin sumur hef ég alið
upp andarunga fyrir Reykjavíkurbæ, til þess að láta á
Tjörnina þar. Fyrra árið fór ég suður með 120 fugla,
en 300 síðastl. sumar. Voru það flest sömu tegundimar
og ég hafði áður alið upp fyrir andapollinn héma, nema
ekki grágæs né álft, en hins vegar voru þar húsönd og
æðarfugl.
Það má þá í raun og veru þakka þér bæði andapollinn
hérna á Akureyri og þá andarækt, sem nú er komin í
Reykjavík?
Það liggur við að svo megi segja. Að minnsta kosti
finnst mér, að litli baðkerspollurinn í garðinum mínum
hafi orðið mikils vísir, því að til hans má hiklaust rekja
það, að tveir stærstu bæir landsins hafa komið upp anda-
rækt til skrauts og augnayndis íbúum sínum. Og mig
grunar, að fleiri muni á eftir fara, ef marka má með
hve miklum áhuga gestir og gangandi skoða andapoll-
inn hérna.
En auk þess hefur annað leitt af þessu andarunga-
uppeldi. Náttúrugripasafninu í Reykjavík hefur lengi
leikið hugur á að eignast hami af dúnungum anda til
rannsókna. Ég hef vitanlega haldið til haga hömum
allra unga, sem farizt hafa á einhvern hátt við uppeldið.
j\Ieð þessu móti hefur mér tekizt að fá fyrirhafnarlítið
býsna einstætt safn af dúnungum allra þeirra andateg-
unda, sem ég hef alið upp. En annars er slíkt miklum
vandkvæðum bundið. Myndu mörg náttúrugripasöfn
og fuglafræðingar hafa ágirnd á þvi safni.
En vel á minnzt, þú fórst til Grænlands hérna um
árið?
Jú, ég tók þátt í leiðangri Náttúrugripasafnsins í
Reykjavík undir forystu Finns Guðmundssonar til
Austur-Grænlands vorið 1955. Við vorum þar á annan
mánuð, og var starf mitt einkum að taka fuglahami og
búa um þá til geymslu. Við fengtftn þar 150 hami, auk
ýmissa annarra hluta. Ofurlítið hefur þú séð af því á
safninu hérna.
Samtal okkar er nú orðið býsna langt, enda þótt
margt sé enn ósagt, sem mig hefði langað til að vita
um, t. d. um vinnubrögð við að setja upp fugla og önn-
ur dýr, en það yrði allt of langt mál, segir Kristján, og
óvíst, að ég gæti sagt þér frá því, svo að gagni kæmi.
En segðu mér þá að endingu, Kristján, tekur fjöl-
skylda þín þátt í þessum störfum þínum?
Helga kona mín hefur frá því fyrsta fylgzt með
þessum störfum mínum með miklum áhuga og verið
mér ómetanlegur styrkur, bæði beint og óbeint. Hin
síðari árin hefur hún beinlínis unnið að uppsetningu
fugla með mér á þann hátt, að hún flær þá alla saman
og flýtir fyrir mér á ýrnsan hátt. Annars kæmist ég
alls ekki yfir þæð að sinna öllum þeim pöntunum, sem
mér berast. Þá má ekki gleyma þætti hennar í uppeldi
unganna, sem hún hefur unnið að jöfnum höndum með
mér, að því ógleymdu, að áhugi hennar var mér hvatn-
ing til starfa, þegar ég var að fara af stað með þetta.
Hins vegar get ég ekki sagt að börn mín hafi sýnt
nokkurn sérstakan áhuga á þessu.
Svo að synir þínir munu ekki taka við af þér?
Ég held varla, þótt vitanlega sé of snemmt að fullyrða
nokkuð urn það enn.
Ég kveð nú Kristján og þakka honum góð og greið
svör. Veit ég þó, að honum er ekkert um það gefið að
halda verkum sínum á loft.
Bæta má því við, að þótt Kristján sé algerlega sjálf-
lærður í iðni sinni, þá gefur handbragð hans ekkert
eftir því, sem bezt verður séð á erlendum söfnum, þar
sem faglærðir menn eru að verki. Eðlisgáfa hans, hag-
leikur og listfengi hafa enzt honum til að leysa störf
sín af hendi. En enginn setur vel upp dýr, nema hann
sé gæddur nokkru listamannsauga og handbragði. All-
flestir fuglar, sem Kristján hefur sett upp, eru sitjandi,
en þær fáu tilraunir, sem hann hefur gert til þess að
setja þá upp í öðrum stellingum, t. d. á flugi, eða þá
fálka yfir bráð, sýna, að honum myndi láta vel að setja
upp dýrahópa í umhverfi sínu, eins og mjög tíðkast nú
í söfnum. Væri gaman, ef honum gæfist færi á að
spreyta sig á slíku verkefni.
Enn er Kristján ekki nema rúmlega fimmtugur, svo
að hann á vonandi miklu starfi ólokið. En þess skulu
menn minnast, þegar þeir skoða hið snotra náttúru-
gripasafn á Akureyri eða njóta ánægjunnar af fugla-
lífinu við Andapollinn á Akureyri eða á Reykjavíkur-
tjörn, að þar njóta þeir handaverka og áhuga hins sjálf-
lærða fuglafræðings og áhugamanns Kristjáns Geir-
mundssonar.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
120 Heima er bezt