Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 17
PÆTTIR ÚR VESTURVEGI eftir Steindór Steindórsson frá Hlöðum LOKAÞÁTTUR / amerískum skólum. /' -rUNDANFARANDi þattum hct ég litla grein gert fyrir heimsóknum mínum og kynnum af skólum í Ameríku, en kalla má að einn meginþáttur ferðar JLminnar væri að heimsækja skóla, hlýða kennslu og kynnast starfsemi þeirra. Einkum kynnti ég mér þó það, er laut að kennslu í náttúrufræði. Áð vísu varð mér tíð- förulla í háskóla en aðra skóla, því að þar gafst mér tækifæri til að hitta grasafræðinga og ræða við þá um ýmis þau viðfangsefni, er mér voru hugleiknust. En í flestum bæjum, þar sem ég á annað borð hafði nokkra viðdvöl, heimsótti ég High schools, sem að nokkru leyti svara til menntaskóla hér á landi, enda þótt efstu bekkir menntaskólanna hér svari nánar til Junior Col- leges, sem eru fyrstu háskólaárin þar vestra. En þar sem heimsóknirnar voru um margt líkar, hvar sem ég kom, hef ég kosið að skýra frá þeim í einu lagi hér í lokaþætti. High schools, framhaldsskólamir amerísku, eru ýmist fjögra eða sex ára skólar, og dveljast þá ungling- ar í þeim frá 14-17 eða 12-17 ára aldurs. Fjögur síð- ustu árin eru vart meira en 2—5 námsgreinar skyldu- greinar í hverjum bekk, en ásamt þeim fleiri eða færri valfrjálsar greinar. Frjálsu greinarnar eru vitanlega því r fleiri, sem skyldugreinarnar eru færri. í sumum skól- um, sem ég heimsótti, voru aðeins enska og saga Bandaríkjanna skyldugreinar efstu bekkjanna, sem allir urðu að taka þátt í. En þetta eitt út af fyrir sig setur allmjög annan svip á skólana en þann, sem vér eigum að venjast hér heima. En auk námsgreinanna leggja allir skólar þar mikið kapp á að hlynna að hinni frjálsu tómstundavinnu nem- enda. í hverjum skóla gefast nemendum mörg færi á að stunda ýmisleg hugðarefni og störf önnur en þau, sem til námsgreinanna teljast. Til slíkra starfa teljast meðal annars nemendaráðið, sem er einskonar sjálfsstjórnar- ráð nemenda, er hefir á ýmsan hátt áhrif á stjórn og störf skólans, einkum í sambandi við aga og reglu, þá má telja æfingar skólaleikja, hljómsveita, söngflokka, útgáfu skólablaða og handbóka um skólalífið, almennar skólaskemmtanir o. s. frv. Leggja skólarnir nemendum Iið í hvívetna í slíkum störfum. Auk þessa eru síðan alls konar klúbbar og félög, sem leggja stund á ýmsar sérgreinar, bæði kennslugreinar og annað; má þar nefna tungumál, náttúrufræði, stærðfræði, listir, söng, hljóm- Iist o. fl., auk allra íþróttafélaganna, sem eru geysi- mikill þáttur í lífi og starfi hvers skóla. Klúbbar þessir starfa að öllum jafnaði undir eftirliti og umsjá kenn- ara, en skólastjórnin sem heild fylgist mjög nákvæm- lega með störfum nemanda á þessum sérsviðum, og hljóta þeir vitnisburði fyrir starfsemi sína í þessum tómstundaklúbbum, og eru þeir taldir sízt minna virði en hinar eiginlegu einkunnir, þegar um er að ræða háskólanám eða meðmæli til starfa. Allir skólamenn, sem ég átti tal við, voru á einu máli um mikilvægi þess, að nemendur fengjust við slík félags- og tómstunda- störf, og töldu þau nauðsynlegan lið í því starfi og meg- instefnu skólanna, að ala upp nytsama borgara og góða þjóðfélagsþegna. En það telja Bandaríkjamenn aðal- mark skólanna, er allt starf þeirra verði að miðast við. Meðal annars af þeim sökum er þjóðfélagsfræði ein meginnámsgrein hvers skóla. En undir þá grein virtist mér þeir heimfæra nær allt milli himins og jarðar, sem snert getur líf manna og störf í þjóðfélaginu. Gat ég naumast að því gert, að mér þótti sumt, sem þar var á borð borið hálf barnalegt, og lét í ljós undrun mína yfir því, hversu miklum tíma væri varið til þessara fræða. En fékk það svar, þetta er okkur nauðsynlegt til þess að bræða saman allar þær ólíku þjóðir, sem hér eru saman komnar. Og ekki verður því neitað, að það starf hefir tekizt furðu vel. Og víst er um það, að innan margra skóla hefir með hinu frjálsa félagsstarfi nemenda tekizt að skapa undra- verðan aga og reglu, með því einu að ala upp metnað og drengskaparkennd nemendanna sjálfra, í stað boð- orða og banna. Má að nokkru leyti segja, að nemendur séu sjálfir sínir eigin eftirlitsmenn. Hefir víða tekizt að ala upp svo einlæga virðingu fyrir reglum skólanna, að þeim, sem þær brjóta, verður ekki við vært í skól- anum sakir almenningsálits nemendanna. Brottrekstrar Heima er bezt 127

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.