Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.04.1958, Blaðsíða 8
ágætt safn fugla, og hefur Kristján sett það upp að mestu. Aleð geirfugli Jóhannesar er gerviegg og hreið- ur úr þangi. Telur Kristján hann enn betri hinum fvrri. A4unu þetta vera einu geirfuglalíkönin, sem búin hafa verið til á þennan hátt, og er þetta gott dæmi um hug- kvæmni Kristjáns. Þá eru á safninu allmörg spendýr: selir, refir, rottur, mýs, snæhéri, nefdýr, hreisturdýr, greifingi, jagúar, fjórir apar o. fl. Alerkilegastur gripur af því tæi er áreið- anlega skoffínið, þ. e. blendingur refs og hunds, sem að minni hyggju mun vera hinn eini, sem til er í söfnum um heim allan. Nokkur ágætlega upp sett dýrahöfuð eru þarna, t. d. hreindýr, hafur og geit og ferhyrndur hrútur. Hauskúpur eru þarna af sauðnautum, rostungi o. fl. spendýrum. Þá er dálítið af dýrum geymt í vín- anda. Fallegt safn er þar af fiðrildum frá Brazilíu, og dá- lítið sýnishorn af íslenzkum skordýrum, sem fengið er frá Hálfdani Björnssyni á Kvískerjum, en hann hefur lagt mikla stund á söfnun íslenzkra skordýra og er manna fróðastur um þau. Dálítið steinasafn er þarna, senr Kristján safnaði í Grænlandi, og nokkrir íslenzkir steinar. Safnið er að vísu ekki stórt, en handbragðið er frá- bært, og þegar þess er gætt, að það má kallast allt verk eins manns, sem unnið hefur að því í tómstundum, þá vekur það furðu manns og aðdáun. En auk starfa sinna Efst: Safn af andarungum (dúnungum). Til vinstri: Seinustu handtökin. Vafning- ur tekinn utan af fuglinum þurrkuðum.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.