Heima er bezt - 01.01.1960, Síða 9
stöðvunum í Minneota til 1935, en eftir það í Minnea-
polis, Flutti hann þar um skeið daglega þætti í útvarp,
annaðist þingfréttir fyrir útvarpið og skrifaði ritstjórn-
argreinar í blöð, fyrst Minneapolis Journal en lengst í
Minneapolis Tribune.
En aftur skall heimsstyrjöld á, og greip hún nú eftir-
minnilega inn í störf Valdimars Björnssonar. Hann var
kvaddur til herþjónustu 1942, og þótt hann teldist þjóna
í flotanum, urðu störf hans mest í þágu landhersins.
Dvaldist hann við þau störf hér á Islandi, og síðar í
þjónustu sendiráðsins bandaríska samfleytt til ársins
1946. Hvarf hann þá heim aftur og að fyrri störfum.
En brátt verða þáttaskil að nýju í ævi Valdimars.
Frá unga aldri hafði hann hneigzt að stjórnmálum enda
alizt upp við þá hluti hjá föður sínum. Gerðist hann
ungur fylgjandi flokki Republikana, svo sem var faðir
hans. Var hann kjörinn formaður flokksdeildarinnar í
heimahéraði sínu árin 1932—34. Jafnframt blaða-
mennskunni, hafði hann frá ungum aldri lagt sig eftir
ræðuflutningi. Aðeins 18 ára að aldri, og þá nemandi í
miðskóla (high school), vann hann 1000 dala verðlaun
í mælskusamkeppni námsmanna úr fimm ríkjum,
Dakotaríkjunum báðum, Minnesota, Iowa og Wis-
consin. Var umræðuefnið stjórnarskrá Bandaríkjanna,
svo þurft hefur bæði þekking og ræðumannsfærni, til
að sigra í slíkri keppni. Sem útvarps- og blaðamaður
varð hann víða kunnur og varð brátt eftirsóttur fyrir-
lesari á samkomum og við ýmis tækifæri. Meðan hann
dvaldist á íslandi hafði hann gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Bandaríkjastjórn. Þegar svo var, að þarna
var kunnur starfsmaður, vinsæll blaðamaður og fyrirles-
ari, var ekki að undra, þótt flokksbræður hans fengju
augastað á honum til hinna vandamestu starfa, og til
baráttu fyrir flokkinn í fremstu víglínu. Varð hann því
við áskorun flokksins um að bjóða sig fram til embættis
fjármálaráðherra í Minnesota árið 1950. En í Banda-
ríkjunum eru ráðherrar hinna einstöku ríkja kosnir
með almennum kosningum, eins konar landskjöri. Náði
hann kosningu í fyrstu atrennu, og ætíð síðan, er hann
hefur boðið sig fram til þessa starfa. Hins vegar tap-
aði hann kosningu, er hann bauð sig fram til öldunga-
deildar Bandaríkjaþings árið 1954, enda átti hann þá í
höggi við einn af fremstu stjórnmálamönnum Demó-
krata, sem jafnvel hefur verið talað um sem forsetaefni.
Það sem merkilegast er við kosningasigra Valdimars
Björnssonar, er að hann hefur oftast einn náð kosningu
sinna flokksbræðra í ráðherraembætti, því að í Minne-
sota eru Demókratar í miklum meiri hluta. Hafa þetta
því verið greinilegir persónusigrar Valdimars. •
Eins og geta má nærri hefur Valdimar mjög tekið
þátt í ýmsum félagsmálum, bæði kirkjumálum og öðru,
ekki sízt meðal Skandínava. Ekki kann ég að rekja
störf hans á því sviði, nema hann situr nú í stjórnar-
nefnd American Scandinavian Foundation í New York,
og var hann kjörinn til þess starfa að Halldóri Her-
mannssyni, prófessor, látnum. Þá hefur hann mjög
komið við störf Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi og einkum verið eftirsóttur ræðumaður á sam-
Valdimar Björnsson i rceðustóli.
komum þess og íslendingadögum. Hann átti sæti í
nefnd þeirri, sem vann að sameiningu íslenzku Vestur-
heimsblaðanna, og situr nú í útgáfustjórn hins samein-
aða blaðs, Lögbergs-Heimskringlu. Heiðursmerkjum
hefur hann verið sæmdur, bæði stórriddarakrossi hinn-
ar íslenzku Fálkaorðu og riddarakrossi St. Olavs orð-
unnar norsku.
Þegar Valdimar dvaldist hér á íslandi kvæntist hann
Guðrúnu Jónsdóttur, Hróbjartssonar, kennara á ísa-
firði. Eiga þau hjón fimm börn.
Valdimar Björnsson er einn þeirra manna, sem hafizt
hefur af sjálfum sér. Hvorki auður né frændstyrkur
hefur þar til greina komið, heldur einungis meðfæddir
hæfileikar og dugnaður. Er slíkt eigi lítið þrekvirki, þar
sem samkeppnin er jafnhörð og hún er í Ameríku, og
margra manna völ. Þess var áður getið, að hann hefði
hvað eftir annað einn sinna flokksbræðra í Minnesota
náð ráðherrakosningu. Þar hefur persónuleiki hans fært
honum sigurinn en ekki stjórnmálastefna eða flokks-
fylgi. En þetta vekur ekki furðu þeirra, sem þekkja
Valdimar. Framkoma hans er i senn hlýleg og gædd
myndugleika. Flvar sem hann fer laðar hann menn að
sér. Endurtekin kosning hans er órækast vitni um,
hvernig hann rækir hið vandasama starf sitt. Þar mundi
enginn sitja kjörtímabil eftir kjörtímabil, ef hann nyti
ekki hins fyllsta trausts, og hefði til þess unnið. Valdi-
mar er ræðumaður með ágætum, rökvís og harðskeytt-
ur, ef þess þarf með en gamansamur og glettinn þar
sem það á við. Persónuþekking hans er frábær. Hann
mun naumast gleyma nokkrum manni, sem hann hefur
kornizt í snertingu við. Og allir, sem honum kynnast,
finna að þar er drengur góður.
En Valdimar Björnsson er ekki einungis ágætur
amerískur borgari og stjórnmálamaður. Rætur hans
liggja djúpt í íslenzkri mold, þótt alinn sé hann á slétt-
Heima er bezt 5