Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 20
SIGURÐUR JÓNSSON, STAFAFELLI: sextíu árum Ce> — sveit Úlfljóts lögsögumanns, sem bjó í Bæ, dregur eflaust nafn af stöðuvatni því hinu mikla, sem liggur í austurhluta sveitarinnar og ávallt er nefnt Lónið. I vestri hluta sveitarinnar er einnig lón eða fjörður, sem kennt er við hina fyrstu menn, er fæti stigu á landið. Papafjörður, útfall hans er um Papós, en af- rennsli Lónsins um Bæjarós. I Landnámu er sveit þessi nefnd Lón, en hér fer sem víðar á landi voru, að ekki er sama nafn sveitar og hrepps. Hér er Bæjarhreppur kenndur við landnáms- jörðina Bæ í Lóni. Sveitin liggur í boga eða hálfhring og skýla henni háfjöll í allar áttir, nema í suðaustur, þar er hafið blik- andi og endalaust. Úthafsaldan hefur myndað boga- dregið sandrif við ströndina, fjörurnar. í Lóni — Bæjarhreppi hinum eystri — annar er við Hrútafjörð — eru 17 jarðir með sérheiti, en fleiri býli voru á sumum þeirra. Þannig voru sex bændur í Bæ allt fram á þriðja tug þessarar aldar, og á mörgum jörðum tvíbýli. Nöfn bæjanna eru flest stutt, dregin af lands- laginu, fögur og frumleg. Aðeins ein jörð kennd við mann, Þorgeirsstaðir. Stærstu jarðirnar voru Stafafell, prestssetrið, og landnámsjörðin Bær, þeim fylgdu engja- lönd mikil, og veiði sels og silungs ár hvert, ásamt fleiri gæðum. Allir bændur sveitarinnar sóttu sjó á vetrarvertíð, frá Góukomu til Krossmessu á vori, 3. maí. Róið var frá Papós og Hvalneskrók. Bátarnir voru að jafnaði sexæringar, búnir seglum og árum. Veiðar- færi, handfæri og að síðustu einnig lína eða lóð, sem þeir kölluðu vestra. Lengi voru í Lónsjó talin ein feng- sælustu fiskimið, en það voru fleiri en sveitarmenn, sem fengu þar fisk. Á hverri vertíð var fjöldi franskra seglskipa, duggurnar svokölluðu. Og stundum höfðu bátarnir tal af þeim og þágu gjafir þeirra, franskt kex og Coniak, þá var friðsamt tímabil á miðunum okkar Helgi Einarsson. Stefán Jónsson. hér, því svo mátti segja, að sá einn fiskur væri veidd- ur, er sjálfur beit á krókinn. Um og eftir aldamót komu togararnir til sögunnar. Allt fylltist af enskum togveiðiskipum, sem skófu hafs- botninn. Á vori hverju mátti telja um 40 reyki milli Horna, á miðum Lónsmanna. Handfæraafli bátanna minnkaði eftir því sem árin liðu, ofveiðin sagði til sín. Þótt bændur sæktu sjóinn lifðu þeir fyrst og fremst á landbúnaði. Hver bóndi átti sínar kýr, kindur og hesta fleiri og færri eftir efnum og ástæðum. Þeir fá- tækari höfðu nær eingöngu ær, en stærri bændur sauði, sem þeir á tímabili seldu til Englands fyrir gullpen- inga. Vænni sauðir voru þá seldir fyrir 1 pund sterling, 18 krónur, venjulega greitt í tveim 9 króna gullpening- um. Síðan voru sauðirnir reknir til skips, alla leið úr Lóni austur á Seyðisfjörð, stundum Eskifjörð, þar sem hin stóru fjárflutningaskip lágu við bryggjur og fluttu þá yfir hafið. Ferðasaga þeirra var oftast sorgarsaga, sem ekki verður sögð hér. Ungir sauðir, til dæmis vet- urgamlir, voru ekki keyptir, því þeir þoldu ekki ferða- volkið. Þegar yfir hafið kom voru sauðirnir fitaðir á ekrum Englands, þeir sem ekki höfðu drepizt á leið- inni. Á hverju sveitaheimili voru auk þeirra, sem talin eru hundur einn eða fleiri og köttur, þá eru húsdýrin öll talin. Hænsni voru þá til á einstöku bæjum. Fólkið gekk þá mest í heimaunnum fötum. Vinnufólk var þá margt hjá bændum karlar og konur. Venja var að viss stúlka var beðin að hirða og þvo föt eins vinnumanns- ins, bæta þau og búa um rúm hans, var það þá kallað þjónustustarf og hún þjónusta þessa, sem í hlut átti. Stundum var þetta til þess að saman dró með þeim, og presturinn gifti þau einn góðan veðurdag. Samkomu- lag var oftast gott með þessu marga fólki á heimilum, þótt út af því gæti brugðið. Einnig var það svo um hina mörgu sambýlismenn á jörðum yfirleitt. Sparlega var farið með alla hluti, einkum það, sem úr kaupstað kom til fæðis og klæðis. Algengt var að setja fénað á lítil og vond hey, ef illa áraði, einkum sauðfé og hross, því beitin var þá fyrst og fremst ætluð til lífsbjargar, valt þá allt á vetrartíð og vorinu. Fráfærurnar voru sá þáttur búskaparins, sem mest kom við börn og unglinga fyrri ára og alda. Börn- in hlökkuðu til að umgangast lömbin, en kviðu fyrir að eiga að passa ærnar allt sumarið, eftir að lömbin höfðu verið rekin á fjall. Á hverju heimili var fært frá. Lömbin tekin frá án- um 10 vikur af sumri, og þær mjólkaðar handa mönn- um allt sumarið, mánuðina júlí, ágúst og september, 16 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.