Heima er bezt - 01.01.1960, Qupperneq 22
'cS>Æ>i5>=£>':S>í^5>C'‘5>ff'<5>* '5>®'«>=£>'5>?>*S>*':5>í>*5>£^S>í>'5>í>'S>C'5=C'5>í^5>í:^5>S^5>í>'i>?>'5>?'5>«>'5>í>'5>«>'5>=«>'5>«>‘5>?:
Æviminningar
BJARGAR SIGURÐARDÓTTUR DAHLMAN
ÞÓRA , FRÁ INGJALDSSTÖÐUM
JONSDÓTTIR
'5>c>'5>»> fœrði í letur -..*>*.- »>s- r>S' »■'■ s- »>5> •>'SN.r/sx^s- s> S'.r/s-»:'i>=»>i'.»>i> »>5>»> S'=.f>s-.'r-'■S' r''s>.»>s
(Framhald).
Sjálf fór ég til Hafnar og hvíldi mig í nokkra daga.
Eg hitti aftur stúlkuna, sem ég hafði kynnzt í Stokk-
hólmi. Við leigðum okkur herbergi í sama húsi og
höfðum eldhús saman. Ég byrjaði að ganga í hús og
hjúkra.
Ég hafði aðeins hjúkrað í mánuð, þegar ég kom heim
eitt kvöld og fann nafnspjald frú Hannover á borðinu
mínu. A því stóð aðeins: „Ég kem og sæki þig á morg-
un.“
Ég hafði haldið að hún væri í Chicago, og þetta kom
flatt upp á mig, en ég gat ekki neitað henni, sem hafði
reynzt mér svo vel í veikindum mínum. Ég fór með
henni daginn eftir og leigði út herbergið.
Ég spurði hvers vegna hún hefði hætt við ferðalagið.
„Ég trúði henni ekki fyrir mér,“ svaraði hún. Enska
stúlkan hafði ekki kunnað lagið á henni og þeim alls
ekki samið.
Ég var hjá henni um sumarið á Nærumgárd. Um
haustið, stuttu eftir að við fluttum á Hotel d’Angleterre,
veiktist hún og lifði aðeins fáa daga eftir það. Ég hafði
verið hjá henni í þrjú ár.
Þá byrjaði ég að hjúkra frú Lindenkrone, sem var
berklaveik. Maður hennar, General Lindenkrone, var
adjutant Kristjáns IX. Frúin var norsk; hún var leik-
systir Lovísu drottningar og hafði vinátta þeirra hald-
izt. Þau hjónin voru viðstödd flest samkvæmi við
hirðina.
Frú Lindenkrone var ekki mjög þjáð og klæddist alla
daga. I ljósaskiptunum sátum við í dagstofunni og hlust-
uðum á General Lindenkrone, sem sagði sögur frá hirð-
inni. Þau héldu þannig rökkurstund, eins og við íslend-
ingar; mér hefur dottið í hug, að það hafi átt rót sína
að rekja til að frúin var norsk.
Ég hafði hjúkrað henni í 4 mánuði, þegar hún dó.
Áður en hún lézt, bað hún mig að vera kyrra á heimil-
inu og hjálpa dóttur þeirra, sem var 18 ára, við hús-
stjórnina. Þar var ég í tvö ár.
Einu sinni sem oftar var haldin veizla hjá General
Lindenkrone. Við borðið fór einn gestanna að segja
frá háttum Islendinga, þar á meðal, að þeir ætu hákarl,
sem þeir græfu niður í jörðina og létu úldna þar. Ég
átti bágt með að hlægja ekki að því, hvernig hann sagði
orðið hákarl, og fór því fram að sækja meiri steik.
Þegar ég kom inn aftur var dauðaþögn við borðið. Ég
vissi að húsbóndinn hafði sagt gestinum að gæta orða
sinna, því að ráðskonan sín væri íslenzk. Ég bauð fyrst
þeim, sem hafði talað, því diskur hans var tómur.
Hann afþakkaði.
„Yður er alveg óhætt,“ sagði ég, „þetta er ekki há-
karl.“ Allir skelltu upp úr. Að lokinni máltíð kom einn
gestanna til mín og sagði, að ég hlyti að geta rímað úr
því ég væri íslenzk. Eftir að hafa verið ögrað, fór ég
upp á herbergi mitt og setti eftirfarandi saman. Ég las
það upp fyrir gestina og því var vel tekið:
Sol over lid,
sol over sande,
sol over fjeldtop
og blánende vande,
glittrende floder,
og pludrende bække,
syngende svaner
og blomstrende hække.
Lade sig favne
af fjeldvinden svale,
lytte med undren
til fossernes tale.
Sá er mit hjemland
i glæde og smerte,
kom sá og fryd dig
ved fjældgudens hjerte.
Að tveim árum liðnum giftist dóttirin upp í sveit.
Hún bjóst við, að ég myndi fylgja sér, en mig langaði
meira til að eignast eigið heimili og umgangast íslend-
inga. Mér datt því í hug að stofna matsölu. Ég færði
það í tal við General Lindenkrone. Hann réði mér frá
því. Finnur Jónsson sagði mér, að engri íslenzkri konu
hefði heppnazt það enn þá. En ákvörðun mín styrktist
við hverja hrakspá. Ég ráðgaðist við Steingrím Jóns-
son frá Gautlöndum, sem var við nám í Höfn; honum
leizt vel á þessa hugmynd.
Ég leigði íbúð í Ole Suhrsgötu og opnaði matsöluna í
miðjum september árið 1895. Fyrstu kostgangarnir
mínir voru Steingrímur Jónsson, kona hans og Þorlákur
bróðir hans, Kristján Kristjánsson, síðar læknir á Seyð-
isfirði og Vilhjálmur Jónsson, bróðir Finns. Við jóla-
borðið sátu 24 kostgangarar, allt stúdentar. Matsöluna
hafði ég í 18 ár. Á þeim tíma bjuggu hjá mér eða borð-
uðu fjöldamargir Islendingar, sem of langt yrði að telja
upp. Þeir, sem einna lengst voru hjá mér voru t. d.
Steingrímur Matthíasson, Böðvar Kristjánsson, Guð-
mundur Finnbogason, bræðurnir Friðrik og Sveinn
Hallgrímssynir, Ásgeir Torfason og systir hans, Ingi-
björg, Eggert og Gunnlaugur Classen, Páll Egilsson,
Valdemar Erlendsson, Árni Pálsson, Ágúst H. Bjarna-
18 Heima er bezt