Heima er bezt - 01.02.1968, Page 2

Heima er bezt - 01.02.1968, Page 2
„Pegar bý&ur þjó&arsómi „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál.“ Svo kvað Einar Benediktsson fyrir löngu. Þótt um margt sé deilt, og dómar um menn og þjóðir falli á ýmsa vegu, hef ég aldrei heyrt nokkurn draga í efa, að hér hafi skáldið kveðið upp þann dóm, sem ekki verði hnekkt, og saga margra alda hafi sannað. Einhugur og félagsþroski hinnar brezku þjóðar á þrautastundum er staðreynd, sem ekki verður fram hjá komizt, þótt þegna stórþjóðarinnar greini vitanlega á um margt hversdags- lega, og lífsskoðanir og lífsviðhorf einstaklinganna séu harðla sundurleit. Slíkt gleymist á hættustundum, eða þegar þjóðarsæmdin krefst þess. Um þessar mundir á brezka þjóðin í miklum fjár- hagsörðugleikum, svo sem alkunnugt er. Margar harka- legar ráðstafanir hafa verið gerðar, til þess að mæta vandanum og ná aftur réttum kili. Vafalaust hafa þær sætt margvíslegri gagnrýni, þótt vér höfum ekki heyrt nema undan og ofan af því. En af öllum þeim fregn- um, sem borizt hafa til vor er ein, sem vakið hefur at- hygli mína og umhugsun öðrum fremur, um viðbrögð manna þar í landi, en það var þegar skýrt var frá, að tilteknir vinnuhópar hefðu bundizt samtökum um að vinna meira en þeim bar, til þess að treysta efnahag þjóðarinnar og hvetja aðra til jress að gera hið sama. Ekki er mér kunnugt um, hvort hér hefur komizt af stað víðtæk hreyfing, en ekki er ótrúlegt að svo væri. Bretinn fer sér oft hægt en sígur á. Vera má, að hún hafi hjaðnað þegar í fæðingunni, eða þá að hitt hafi gerzt, að þegar af stað var komið hafi það ekki lengur þótt fréttnæmt. Því er nú einu sinni svo farið að frétta- mennirnir virðast fundvísari á æsifregnir um glæpamál eða voveiflega atburði en hvað gerist í kyrrþey í menningarmálum, að ekki sé talað um hið síendur- tekna efni um styrjöldina í Asíu. Eru fleiri sekir í þeim efnum en íslenzkir fréttamenn, þótt oss oft þyki nóg um þá, og skal það ekki fjölyrt hér meira. En lítum nær oss. íslending'ar eiga í líkum erfiðleik- um og Bretarnir. Efnahagur vor hefur órðið fyrir þung- um áföllum, bæði utan að komandi, sem enginn fær við ráðið, og margt höfum vér gert oss sjálfrátt, sem betur hefði mátt fara. Um það skal ekki rætt að þessu sinni, né afstaða tekin til deilna þar um. Hitt er jafnljóst, að vér hljótum að grafast fyrir, hvort ekki sé unnt að af- stýra slíkum áföllum síðar, ef líkt ber að höndum. En staðreynd örðugleikanna blasir við og einnig hættan, að verr kunni að fara, ef ekki er við brugðizt af festu og manndómi. Og um leið gægist spurningin fram í hugann, hvort Islendingar gætu sýnt lík viðbrögð og getið hefur verið um brezku verkamennina. Það tók oss íslendinga nokkurn tíma að átta oss á því að vá væri fyrir dyrum. Þegar staðreyndirnar duld- ust ekki lengur og ráðamenn þjóðarinnar settust á rök- stóla um, hvað gera skyldi, var eitthvað annað á seyði en að þjóðin öll eða einstakir hópar tækju að ráðgast um, hvernig styðja bæri viðleitni ráðamanna, til að verjast áföllum og sækja fram á ný. Annars vegar kváðu við háværar raddir um að öll óhöppin væru að kenna rangsnúinni stjórnarstefnu, en hins vegar voru sífellt harðari kröfur á hendur ríldsvaldinu og mótmæli gegn kjaraskerðingu. í þessum atgerðum verða fáir eða eng- ir undanskildir. Það er eðlilegt, að þeir, sem minnst bera úr býtum séu gripnir ugg og vilji halda fast um það litla, er þeir hafa, því að það er margendurtekin saga, að allt sé af þeim tekið, sem ekkert eiga. En þeir eru ekki háværastir, heldur margir hinna, sem breiðust hafa bökin, og ekki ltæmi mér á óvart, þótt brátt kæmi hljóð úr horni þeirra, sem mest bera úr býtum í þjóðar- búinu og hafa gert á Iiðnum árum. íslendingar eru um marga hluti einkennilegir í við- brögðum sínum. Ef leitað er til almennings um fjár- framlög til að mæta skakkaföllum eða afleiðingum slysa innan lands eða utan eru þeir flestum ef ekki öllum þjóðum viðbragðsskjótari. Ef hinsvegar er um það rætt að bera sameiginlegar byrðar þjóðfélagsins sjálfs, er sem hver ýti frá sér, og krefjist fórnanna af nágrannanum. Vér höfum lifað við góðæri um alllangt skeið, og hagað oss eins og vér hefðum fengið eilífðarbréf upp á varanleik þess, og í samræmi við það hafa eyðsla vor og kröfur verið. Fyrir nokkru var sú fregn í blaði, að enn mundu utanfarir íslendinga aukast á sumri komanda, og hefur mörgum þótt nóg um þá hluti að þessu. Það er að vísu náttúrlegt, að menn fýsi að sjá sig um, en grunur minn er, að alltof margir, sem utan fara kynnist fáu öðru en skemmtistöðum og stórverzlunum heimsborganna. Kaupæði íslendinga erlendis hefur vakið athygli og gert oss aðhlátursefni. Væri oss nú ekki sæmst að draga úr slíkum ferðalögum og eyðslu á dýrmætum gjaldeyri til skemmtana og kaupskapar í erlendum stórborgum. Hér er nefnt eitt dæmi af mörgum, sem vér gætum breytt lífsvenjum í samræmi við minnkuð fjárráð, án þess að nokkrum vandræðum ylli. En grípa mætti niður 38 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.