Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 7
Gullbrúðkaup Páls og Elinborgar. á efri árum. Fluttu búferlum að Þingmúla 1891 og það- an að Tungu í Fáskrúðsfirði 1898. Voru leiguliðar fyrstu árin. Keyptu svo hálflenduna og síðar alla jörð- ina. Bjuggu í Tungu til 1930 eða þriðjung aldar og gerðu garð sinn frægan. Þegar Páll kom að Tungu hafði verið þar þríbýli síðustu árin. Töðufengur var þá 80—90 hestburðir af allri jörðinni. En er Páll og Elínborg brugðu búi og fengu Gunnari syni sínum jörð og bú í hendur, var töðufall 450—500 hb., búpeningur um 300 fjár, 4—5 kýr og 6—7 hross. Mun Tunga ekki hafa bor- ið stærra bú. Þegar árið 1899 var Páll Þórsteinsson skipaður hrepps- stjóri í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Er því auðsætt, að hann hefur verið vinsæll og notið trausts sveitunga sinna. Var hreppstjóri 30 ár, oddviti um skeið, stofnandi búnaðar- félags Fáskrúðsfjarðar og Búðahrepps, formaður þess og heiðursfélagi. Enn er ótalið göfugasta ævistarf þeirra Tungu-hjóna. Þeim varð 14 barna auðið og auðnaðist að koma 12 þeirra til þroska, enda öll hinir nýtustu þjóðfélagsþegnar, er hafa erft í ríkum mæli ættarfylgj- ur góðra foreldra og langfeðra. Páil Þórsteinsson var hávaxinn, réttvaxinn og vel lim- aður. Léttur í hreyfingum, djarfmannlegur í fasi og vasklegur. Jarpur á hár, augu blágrá, full af hýru og gáskafullum glampa. Vel farinn í andliti. Fríður mað- ur, fagureygur og svipgóður. Glæsimenni. Gerðist nokk- uð lotinn á efri árum. Hélt reisn sinni, glaðværð og geiglausa geði til aldurtilastundar. Var einn þeirra, sem ekki bognar, en brotnar í bylnum stóra síðast. Elínborg Stefánsdóttir var í meðallagi hávaxin og grannvaxin. Létt í hreyfingum. Varð aldrei þungfær á efri árum. Augu blágrá. Vel farin í andliti. Hárið jarpt, mikið og fór vel. Fríð kona. Alvörugefin en kunni þó vel að meta gamansemi og glettni bónda síns. Halldór Jónsson prófastur á Hofi í Vopnafirði var föðurbróðir Elínborgar. Þegar Elínborg var 8 vetra, fór hún í fóstur til síra Halldórs. Að honum látnum, 1881, fór hún með síra Lárusi Halldórssyni, fósturbróð- ur sínum, að Valþjófsstöðum í Fljótsdal. Þar dvaldi Elínborg þar til hún giftist. Dvöl Elínborgar á rausn- argarði Halldórs prófasts og alþingismanns mun hafa verið henni góður skóli. Síra Halldór var einlægur full- tingismaður Jóns forseta Sigurðssonar. Elínborg hefur drukldð í sig þann sjálfstæðishug og dug og framfara- anda, er þar ríkti. Elínborg sýndi það í sinni hörðu lífsbaráttu að hún var framsýn um framkvæmdir og latti eigi stórræðanna. Verður hér sagt frá einni fram- kvæmd því til sönnunar. Páll Þórsteinsson lagði vatns- leiðslu langan veg úr fjalli til bæjar í Tungu. Varð brátt ljóst að leiðslan mundi kosta mikið fé. Ræddi Páll mál- ið við Elínborgu og kvað augljóst, að þetta fyrirtæki mundi verða þeim þungt í skauti. Kvaðst hafa sparað Heima er bezt 43

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.