Heima er bezt - 01.02.1968, Page 14
SIGURÐUR JÓNSSON FRÁ STAFAFELLI:
Islenzki hesturinn
Peir uöldu betur vötnin, en vatnamennirnir sjálfir
Pað mun hafa verið fyrir 2—3 árum, að gesti bar
að garði á Stafafelli í Lóni. Ég var að raka
dreif á túninu skammt frá þjóðveginum. Gest-
urinn gengur til mín og kynnir sig, nefnir nafn
sitt. Já, Hallfreður, það ætti ég að geta munað.
SigurSur i Stafafelli og Skotti. Myndin tekin á Grund i Viði-
dal af Sigurði Gislasyni skipstjúra sumarið 1939.
Hann tjáir mér erindi sitt. Vildi vita hvað svo þaul-
vanur vatnamaður segði um listina þá, að velja Skaft-
fellsku jökulvötnin á söndunum. Ja-jæja, ég get bent
þér á bezta vatnamann í Skaftafellssýslu, Hannes á
Núpsstað. Ég hef hitt hann, segir Hallfreður, en hann
vill bara ekkert segja. — Ætli þar verði ekki eitthvað
líkt með okkur hérna. En við komum nú heim í kaffi.
Þakkað var fyrir það. Við tölum á leiðinni um ferða-
lög, vötn og hesta á víð og dreif. Yfir kaffinu hélt svo
umræðan áfram, og fer ég að segja gestinum frá því,
að ég hafi eitt sinn fylgt ferðamannaflokki frá Jökulsá
á Breiðamerkursandi að Bessastöðum í Fljótsdal, um
byggðir og fjöll (Lónsöræfi, nú nýnefni). Þá voru all-
ar ár óbrúaðar, sumarið 1939, rétt áður en síðari heims-
styrjöldin skall á. Og allt hafði þetta gengið eftir á-
ætlun, eins og hjá Hitler lengi vel. Þessa ferðalags var
gaman að minnast, eins og alls, sem vel gengur. Auð-
vitað glápti ég ekki alltaf á gestinn, en leit þó til hans
yfir kaffiborðið og sé eitthvað hv.... áhald rétt við
bollann hans, líkt og það hefði komið út úr ermi ferða-
mannsins. Um huga minn fór eitthvað líkt og segir í
sögu annars Hallfreðar, er Olafur konungur Tryggva-
son sagði um: „Mikið vandræðaskáld ert þú“.
Að lokinni kaffidrykkju segi ég honum eitthvað um
það sem ég hafi helzt haft til leiðbeiningar, við val á
vöðum yfir straumþung jökulvötn á Skaftfellskum
söndum, þar sem vatnið er í mörgum kvíslum og sé
breytilegt í sambandi við vöxt og veðurlag. Straumgár-
arnir á yfirborðinu segja oftast til um dýpt vatnsins
og halla landsins. Þann útreikning lærir maðurinn, sem
oft fer yfir lygnupolla og hringiður, sem boða oft sand-
bleytur og skal því varast það. Eyrar, sem eru nýmynd-
aðar eru helzt lausar og því á ekki að treysta þeim við
landtöku, þarf þá oft að kljúfa strauminn lengra upp
til að fá fastari eyri við landtöku, og forðast sandkvik-
una. Sjaldan er ráðlegt að slá undan á straumi, því brotið
— vaðið — er bezt sem efst — þar er fastari botn.
Vatnamaður á ekki sérstaklega við einn af þeim, sem
aldir eru upp á vatnsbakkanum; þeir voru oftast allir
vatnamenn ef oft var farið yfir, en æfing hafði mikið að
segja svo að þeir sem oft fylgdu fólki yfir árnar voru
vatnamenn í hugum þess. Þetta fór mjög eftir æfingu,
50 Heirna er bezt