Heima er bezt - 01.02.1968, Síða 15
hversu leikir menn verða í listinni; skörp athygli og
gætni hafði mikið að segja.
Vinnumenn voru margir í minni tíð á Stafafelli, og
flestir miklir vatnamenn. Verð ég að minnast eins þeirra,
sem kom að Stafafelli um leið og ég tók þar við búsfor-
ráðum.
Davíð Sveinsson kom úr Öræfasveitinni og hafði
farið hinar löngu lestaferðir með sveitungum sínum
yfir vötn og sanda austur á Papós, einnig til Djúpavogs.
Hann gerðist síðan bóndi á næsta bæ, Brekku, og keypti
þá til búsins jarpan fola, sem bar af flestum að stærð og
gerfileika. Brekkujarpur var hann alltaf kallaður út af
svo kölluðu Brekku-yrpukyni frá Maríubakka. Mun
það hafa verið orðlagt klárhestakyn vegna dugnaðar.
Hann var færastur hestur, sem tók á undan, er klyfja-
hestar voru reknir, og ratvís með afbrigðum, þá haldið
var heim á leið. Var ég eitt sinn með hann ásamt mínum
hestum að sækja nýveiddan fisk í Þorgeirsstaðaklif.
Mikið aflaðist og þungar klyfjar látnar á hvern hest, en
þó mest á Brekkujarp. Allir voru á sjó eða við fjár-
geymslu, svo ég fór einn með lestina í köldu veðri og
Jökulsá á ísi. Sá jarpi tekur forystuna, og aðrir, sem
í förinni voru, á eftir honum heimleiðis. Þegar austur á
Jökulsáraura kom, er hvergi hikað við. En allt í einu
fer jarpur niður svo aðeins efsti hlutinn sést upp úr.
Hér var um farveg árinnar að ræða, sem vatn var hlaupið
úr undan ísnum og svellið ekld þolað þungann er tóma-
loft var undir ísnum þó þykkur væri á alla vegu. Lík-
legt var, að hesturinn hefði sig upp úr, ef losaðar væru
af honum byrðar. En það leit illa út að eiga við það í
renningi, sem nú var að byrja af norðri. Ég kem nú
þarna að og leysi tauminn, sem lagður var upp um háls-
inn á hestinum, en þá fara hinir hestarnir fram hjá
okkur; ísinn heldur þeim. í sömu svifum hefur jarpur
sig upp úr farveginum, án þess að nokkuð, sem á hon-
um var, haggaðist. Svo ótrúlegt heljarstökk hef ég ekki
séð fyrr né síðar. Margt þrekvirki vann hann í vetrar-
ferðum yfir Jökulsá, milli skara; var viljahestur, frár á
stökki og ótrauður í hverri raun. Eittsinn var hann í
Héraðsferð að sumarlagi, og dáðust menn að stærð hans
og þreki. Sveinn á Egilsstöðum vildi koma á bak hon-
um þótt hann væri ekki þýðgengur. Að loknum þeim
reiðtúr, segir hann: „Þetta er tilvalinn Stríðshestura*
Fyrsta folaldið, sem mér var gefið þannig, að ég hafði
öll ráð á, var Leiri, ljós hestur með dekkra tagl, er
hvítnaði með aldrinum. Hann varð hesta vænstur, bar
sig vel í haga og fór jafnan fyrir stóðinu, ef rekið var
til réttar. Móðir hans var Grána, ættuð úr Húnaþingi,
en faðir Hornfirðskur. Mun sú kynblanda hafa valdið
þroska hans að nokkru. Gangur hans var brokk, val-
hopp og stökk. Ferðahestur hinn bezti og aldrei not-
aður undir klyfjar fyrra hluta æfinnar. Hann var tam-
inn um aldamótin — aldamótahestur.
Sumarið 1904 fór ég til lækninga austur d FljótS-
dalshérað til hins þjóðkunna læknis, Jónasar Kristjáns-
* Skeð getur, að þetta hafi verið Þorsteinn, bróðir Sveins.
Sigurður Jónsson Stafafelli og Leiri hans. Myndin tekin &
Seyðisfirði 1910 af Eyjólfi Jónssyni bankastjóra.
sonar, er þá sat Brekku í Fljótsdal. Ég reið Leira og lét
hann fylgja mér á allri ferðinni um tveggja mánaða
tíma. Vegna strokhættu var hesturinn hafður í hafti
og gekk með heimilishestum í nágrenni bæjarins, og var
Fljótið fyrir í þá áttina, sem heim horfði til Skafta-
fellssýslu. Virtist hann una allvel hag sínum.
Einn morgun, er leið á sumar og grös tóku að tréna,
sjá vinnumenn læknis (líklega hefur fallið hrím á jörð-
ina) að Leiri leggur til sunds í Fljótið undan Brekku-
túninu og stefnir á land Hallormsstaðar hinum megin.
En þar mun Lagarfljót vera einna breiðast. Bátur var
ekki á Brekku, og ræða menn um hvað gera megi til
að bjarga. En áður en nokkur ráð voru fundin, snýr
Leiri aftur og syndir til sama lands. Héldu menn, að
honum hefði þótt vatnið kalt og lítið séð til fyrirheitna
landsins hinum megin við vatnsflötinn.
Um haustið reið ég honum heim fjögurra dagleiða
ferð. Síðasta dagleiðin var frá Djúpavogi að Stafafelli
65 km. Þá gengu haustrigningar og allar ár voru í mikl-
um vexti. Þegar við komum að syðsta bæ í Múlasýslu
við þjóðveginn, Starmýri, var tekið að húma; Lóns-
heiði framundan og Selá snerpu spöl vestan Starmýrar.
Hitti ég þá stúlku, sem rak kýr heim til mjalta, Stefaníu
Brynjólfsdóttur (systur Jörundar alþingisforseta) og
spyr um Selána. Segir hún, að áin sé talin mikil og nú
komið kvöld. Mér sé bezt að koma til gistingar, þar sé
lentur maður, sem ætli yfir heiðina næsta dag. Við verð-
um þá samferða.
Báðir vorum við Leiri heimfúsir mjög. Bið ég stúlk-
una fyrir kveðju heim. Við ætlum að líta á ána og koma
til baka ef hún sé ófær. Haldið er nú áfram allhratt til
Heima er bezt 51