Heima er bezt - 01.02.1968, Qupperneq 18
er því líklegt að víg Höskulds sé söguleg staðreynd og
brennan hefndaraðgerð. í Njálu er mikið gert úr vits-
munum Njáls og lögspeki og að hann hafi verið for-
spár og framsýnn. Enginn veit nú hvaða heimildir
Njáluhöfundurinn hefur haft fyrir því, að svo hafi
verið. Þegar Njála er samin eru hátt í þrjú hundruð
ár liðin frá því að atburðir þeir gerðust, sem voru or-
sök Njálsbrennu. Á því tímabili höfðu orðið marg-
háttaðar breytingar í þjóðlífi Islendinga. T. d. höfðu
Oddaverjar fengið öll völd í Rangárþingi aðalsögusviði
sögunnar að líldndum þegar á 11. öld. Það má jafnvel
gera ráð fyrir að afskipti Marðar Valgarðssonar af
morði Höskuldar og eftirmál þess og brennunnar hafi
leitt til þess að goðorð sitt hafi hann orðið að láta af
höndum. Kristnin hafði þá fest rætur, byskupar voru
orðnir voldugir og þjóðveldið búið að vera. Það eru því
næsta litlar líkur til þess að samtöl manna séu greind
í sögunni eins og þau hafa verið um árið 1000—1010.
Það eru nýkristnaðir heiðingjar, sem áttust við á tímum
Njálsbrennu. Umgengnisvenjur og samfélagið var mót-
að af ásatrú og heimspeki hennar. Allt bendir til að
hinn forni guðdómur með drengskapar hugsjón sinni
hafi verið orðinn fölur í meðvitund alls þorra manna.
Valgarður grái var eklci skírður þegar hann setti ofan
í við Mörð son sinn fyrir lélega gæzlu valds síns og
„landstrúin nýfædda blóðug og blind“ ekki orðin til
að deyfa heiðna hætti. Ekki hafa þeir Svínfellingar
verið betur kristnir. Það þurfti lengri tíma til að Is-
lendingar yrðu kristnir almennt, eins og bezt sést á
síðari tíma sögu, sem Njáluhöfundi var betur kunn.
Niðurstaða mín er sú:
1. Að afkomendur Ásgerðar Asksdóttur ómálga og
Ófeigs hafa talið sig verða útundan þegar goðorð-
um var úthlutað, enda lentu öll goðorðin í Rangár-
þingi á hendur þriggja frænda.
2. Gunnar á Hlíðarenda var frændi goðanna, en virð-
ist ekki njóta styrks frá þeim, en bindur vináttu við
Njál, sem veitir honum allt það brautargengi sem
hann getur.
3. í stuðningi sínum við Gunnar, sýnir Njáll að hann
er slunginn og lögkænn ráðagerðarmaður, sem stefn-
ir að því að auka áhrif sín.
4. Njáll styrkir aðstöðu sína með mágsemdum við hin-
ar beztu ættir og aflaði sér styrks á þann hátt.
5. Njáll spennir bogann hátt þegar hann tekur Hösk-
uld Þráinsson í fóstur og leitar honum kvonfangs að
Svínafelli. Það er eins og honum sjáist yfir að synir
hans höfðu farið með ósanngjarnar kröfur á hendur
Þráni og að Skarphéðinn var föðurbani Höskuldar.
6. Njáll lætur óátalið að Höskuldur notar fimtardóms-
goðorð sitt til að afla sér mannaforræðis. Hann miss-
ir vald sitt yfir Höskuldi eftir að Hildigunnur er
orðin kona hans og hann ræður ekkert við rás við-
burðanna. Árekstrar milli Njáls og sona hans við
Höskuld og Hildigunni sýnast hafa verið ástæða til
dráps Höskuldar og svo það að Mörður missir þing-
menn sína til fimmtardómsgoðans.
7. Sættir urðu engar eftir víg Höskuldar og Njáll virð-
ist heillum og vinum horfinn, engir verða til að vara
hann við að hjálpa honum. Það hlaut að vera lýð-
um ljóst að Flosi mundi ekki hverfa heim, án þess
að koma fram hefndum, þar sem sættir tókust ekki.
SÖgurnar um liðsbónir Njáls sona eru að mestu leyti
skáldskapur Njáluhöfundar.
Endalok Njáls urðu þau að hann var brenndur sak-
laus ásamt konu sinni og sonum að því er Njáluhöfund-
ur lætur að liggja. En var Njáll saklaus?
Hér verður ekkert fullyrt um hvort Njáll var beint
sekur um víg Höskuldar Þráinssonar Hvítanesgoða.
Hins vegar er augljóst að afskipti Njáls af málum
manna kringum aldamótin 1000 leiddu til þeirra at-
burða sem náðu hámarki með brennu hans og eftir-
mála hennar. Hafi Njáll verið sá vitsmuna- og ágætis-
maður sem Njáluhöfundur lýsir, hefur hann algjör-
lega misst tökin á atburðaþróun þeirri, sem hann hafði
stofnað til.
Það fer ekki milli mála að höfundur Njálu hefur
verið ritfær vel og er aldrei hlutlaus, þegar hann lýsir
söguhetjum sínum. Það á ekki sízt við þegar hann segir
frá konum þeim, sem virðast hafa haft víðtækust áhrif
á atburðarás og afleiðingar. Þessar konur eru þær Berg-
þóra kona Njáls, Hallgerður kona Gunnars á Hlíðar-
enda og Hildigunnur kona Höskuldar Hvítanesgoða.
Bergþóra var að sögn höf. „kvenskörungur mikill ok
drengr góðr ok nökkut skaphörð.“ Hallgerði er lýst
sem fríðleikskonu, hárprúðri en „Hon var örlynd ok
skaphörð.“ Annars er meðferð sögunnar á Hallgerði
svo vægðarlaus, að það vekur spurningu um hvað höf-
undi hafi gengið til með lýsingum sínum. Ég geri enga
tilraun hér til að reyna að svara því, en vil benda á að
Hallgerður varð snemma fyrir þungri reynslu. Hildi-
gunnur er sjálf látin gefa lýsingu á sér í sögunni og
segist vera „kona skapstór“. Þessi lýsing er sjálfsagt
rétt og er bent á það hér áður að svo muni hafa verið.
Bergþóra og Hallgerður voru báðar „skapharðar“, en
Hildigunnur „skapstór“. Báðar hafa þær Hallgerður
og Elildigunnur átt vafasöm viðskipti við Bergþóru
sem var skaphörð og lét ekki standa upp á sig í við-
skiptum. Um drengskapinn er allt vafasamara.
BREFASKIPTI
Sigurður K. Hjálmarsson, Bólstað, Mýrdal, V.-Skafta£ellssýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—16
ára.
Guðlaugur G. Reynisson, Bólstað, Mýrdal, V.-Ska£ta£ellssýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 17—19
ára.
Hilmar Jósefsson, Bændaskólanum Hvanneyri, Borgarfirði, ósk-
ar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 18—20 ára. — Mynd
fylgi fyrsta bréfi.
54 Heima er bezt