Heima er bezt - 01.02.1968, Qupperneq 22
Gretlisbœli.
inu eða eftir áramót. Höfðu þeir einn hest saman undir
farangur sinn, sem var aðallega feitmeti, kjöt og fatnað-
ur og þar á meðal skinnldæði. En í stað þess að fara í
verið, fóru þeir í hellinn í Þjófhellisrjóðri, slátruðu
hestinum og settust þar að. Einhver áhöld munu þeir
hafa tínt saman heima hjá sér áður en þeir lögðu upp,
og ef til vill hafa þeir verið búnir að koma þeim í hell-
inn löngu fyrr, og ef til vill fleiri nauðsynjum.
Leið svo og beið og ekkert fréttist af piltum þessum
og enginn vissi, hvað af þeim hafði orðið.
Svo bar við, seint á engjaslætti, sumarið eftir hvarf
mannanna, að stúlka frá Görðum var að smala kvíám,
sem komnar voru út í hraun, út undir Eldborg. Sá hún
þá mann í hrauninu, með vatnsfötur í höndunum, stefna
suður í Borgarlæk, en svo nefnist lækur, sem rennur
niður með hrauninu og í Kaldá skammt fyrir ofan
Snorrastaði. Þegar þessi maður sér stúlkuna, sleppir
hann fötunum og tekur á rás í áttina til hennar. Stulk-
an varð dauðhrædd og tók til fótanna og flýði heim á
leið, en maðurinn elti hana heim undir tún, og var þá
rétt búinn að ná henni, en í því kom einhver út úr bæn-
um, og er maðurinn sá það, sneri hann sem skjótast aftur.
Fáum dögum síðar var stúlka frá Snorrastöðum að
leita að kúm úti í hrauni. Hún fann kýrnar, en tók þá
eftir, að kvíguvetrung vantaði. Farið var að skyggja,
en samt reyndi stúlkan að svipast um í kring eftir kvíg-
unni. Þóttist hún þá sjá tvo menn, er leiddu kvíguna á
milli sín út í hraunið. Stúlkan fór í humáttina á eftir
þeim, og sá til þeirra öðru hverju. Loks missti hún alveg
sjónar á þeim og virtist helzt þeir hverfa í brunann, en
hann er alls staðar mikið hærri en flata hraunið neðan
hans og alófær yfirferðar fyrir stórgrip. Hún svipaðist
þó um þar í kring, en fór þó varlega. Hún kom þá auga
á ljóstýru ekki langt í burtu og stefndi á hana. Þótti
henni þar betri vegur inn í brunann, en hún bjóst við.
Er nær kom, sá hún, að tveir menn voru þar við slátur-
störf. Þóttist hún þekkja, að þar væri kvígan, sem vant-
aði frá kúnum, sem þeir voru að gera til. Annaðhvort
hefur hún eitthvað látið til sín heyra, eða farið of nærri,
því að mennirnir urðu hennar varir og ætluðu að grípa
hana, en hún flýði út í myrkrið. Þeir eltu hana, og svo
nærri lá, að þeir næðu henni, að hún gat aðeins smeygt
sér ofan í hraunglufu, sem þeir svo stukku yfir. Eftir
að þeir höfðu leitað hennar árangurslaust nokkra stund,
sneru þeir aftur að sínum fyrri störfum.
Þegar stúlkan varð þess vör, að þeir myndu hættir
58 Heima er bezt