Heima er bezt - 01.02.1968, Page 24
Þig hef ég elskað, og elskað þig hreint,
elskað þig, landið mitt, snemma og seint.
Hér hef ég lifað og leikið mér bezt,
litið hið fegursta og elskað hér mest.
Hér hef ég fellt öll mín hreinustu tár,
hér hef ég fengið mín langdýpstu sár.
Elska ég fjöllin þín fögur og há
fannhvíta tinda og blómin þín smá,
elska ég fossana og áanna nið,
elska ég vorljóð og kvöldstunda frið.
Elska ég fuglanna indælu ljóð,
elska ég trúna og málið og þjóð.
Svíður mér heitast, er svellur þín kinn,
sárt er að hugsa um vorskrúða þinn.
Þú varst í öndverðu frjálsleg og fríð,
fléttaðir lokka um dali og hlíð.
Börnin þín hárreyttu hugprúða þig,
hugsuðu aðeins um daginn og sig.
Veittu þér hugraunir, sorgir og sár —
sannlega máttirðu fella mörg tár!
Enn vilja sum þeirra sæma þig vart,
sigla í burtu, ef vor kemur hart!
Sárri frá móður þá sonurinn fer
svikunum líkast og vonbrigði er.
Margir þó helga þér hjarta og sál —
helgustu krafta, vilja og mál.
Unna þér heitast, já landi og lýð,
lifa og stríða fyrir ókomna tíð.
Þeir vilja einlægir þerra þín tár,
þeir reynast trúir og græða þín sár.
Blessist þeim aldur og auður og völd,
öllum, sem fyrir þig bera sinn skjöld,
öllum, sem hafa á þér traust sitt og trú,
treysta á framtíð og starfsemi nú.
Öllum, sem heiður þinn helgastur er,
hugsa og vinna til farsældar þér.
Vei hverjum manni, sem veldur þér mein,
vill ekki taka úr götunni stein.
Vei hverjum manni, sem fælir burt frið,
finnst þó að hann sé að veita þér lið.
Burtu með tortryggni, hatur og háð,
höldum oss saman með bróðerni og dáð.
Ástkæra landið við íshafsins rönd,
aldrei þig fjötri nein harðstjórnar bönd,
frelsisins varðenglar faðmi þinn lýð,
flétti þér blómkransa ókomin tíð,
frægist þín saga um aldir og ár,
enginn til heimsenda veiti þér sár.
Nýlega var ég að blaða í gömlum bréfum og kort-
um. Þá rakst ég þar á ljóð á litlu póstkorti, sem var
mikið sungið fyrir þremur til fjórum áratugum. Þetta
ljóð heitir Fyllu-ljóð. Póstkortið er útgefið árið 1922,
en þá þótti ungum og gömlum líka gaman að raula
glettin dægurljóð og lög.
Á meðan ísland var í ríkjasambandi við Danmörk,
sem síðustu árin fyrir lýðveldið var aðeins konungs-
samband, önnuðust Danir strandgæzlu fyrir ísland. —
Þekktustu varðskipin, sem ég man eftir, voru. Islands
Falk og Fylla. Óft var um það rætt á þeim tímum, að
þeim varðskipsmönnum þætti betra að liggja inni á
höfnum og dansa við íslenzku stúlkurnar, en hrekjast
meðfram ströndum íslands í leit að landhelgisbrjót-
um. Þá voru Fyllu-Ijóð kveðin. — Lag: Kváservalsinn.
FYLLU-LJÓÐ.
Á sumrin er gaman að ganga sér
um göturnar eftir að rökkva fer,
ef Fylla er liggjandi úti í ál,
osf ekki er á varðbergi nokkur sál.
Viðlag:
Gæti ég krækt í danskan dáta,
sem dálítið borðalagður er,
þá mundu þær Rúna og Ranka gráta
og rauðeygðar stara á eftir mér.
Hún Ólafía er að var’a oss við
að vingast við pilta að dönskum sið.
Það drægi á eftir sér dilka smá,
er dálítill tími er liðinn frá.
Viðlag:
Gæti ég o. s. frv.
Já, sú getur ritað oss ráðin fín
með reynsluna og gráleitu hárin sín,
því hún hefur aldrei þá sælu séð,
að sitja í faðmlögum dáta með.
Viðlag:
Gæti ég o. s. frv.
En nú skal ég segja ykkur sögu af mér,
ég sá það eitt kvöld, hvar hann Jensen fer.
Þá kalla ég í hann að koma þar.
Ó, kœreste, segir hann, hvad behar?
Viðlag:
Gæti ég o. s. frv.
Ég varð dálítið undirleit —
almættið sjálft það á hæðum veit,
er þarna gengum við hlið við hlið,
og hann var að spjalla — um lágnættið.
60 Heima er bezt