Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1968, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.02.1968, Qupperneq 26
„Það er alveg satt hjá þér, bróðir sæll, en hvað eig- um við þá til bragðs að taka? Smyglararnir geta kom- ið þá og þegar og þá er voðinn vís,“ sagði ég. „Þú hefur víst rétt að mæla. Við skulum þá snúa við heim og segja frá öllu saman, annars finnst mér, þegar allt kemur til alls, við ekki hafa lent í neinum ævintýrum enn sem komið er,“ sagði Halli. Við ræddum nú eitthvað meira saman góða stund, síðan risum við á fætur í þeim tilgangi að fara aftur upp í Gullhellinn. Satt að segja fannst okkur þessi undirheimahellir hálf draugalegur og vorum ekkert gefnir fyrir það að dvelja í honum lengur. Enn var það ég sem á undan gekk þegar við héld- um upp leynigöngin. Það var því ég sem fyrst tók eftir því, þegar leynigöngin voru því sem næst á enda, að hlerinn var kominn yfir gatið aftur. Það fannst okkur nokkuð undarlegt þar eð Halli hafði lagt hann nokkuð frá gatinu og síðan hafði hvorugur okkar hreyft við honum. Undrandi ýtti ég í hler- ann, en hann bifaðist ekki. Hvað hafði nú komið fyrir? „Hva. . hvað hefur eiginlega gerzt,“ spurði Halli, þegar hann sá að ég gat ekki hreyft hlerann, hvernig sem ég reyndi. „Ég. . ég veit það ekki. Það hlýtur einhver að hafa sett hlerann aftur yfir gatið og síðan sett eitthvað á hann, svo að hann bifast ekki,“ svaraði ég. Við litum hvor á annan þarna í dimmum leyni- göngunum og þögðum. Nú var ævintýri að byrja, ævintýri sem við, sennilega, sízt óskuðum eftir, og þó? Allt í einu heyrðum við sagt að ofan: „Ha, ha, strákaskammir, nú er ég búinn að veiða ykkur í laglega gildru, og í þessari gildru eigið þið að dúsa þar til félagar mínir koma næstu nótt. Þá öfunda ég ykkur ekki, það er nefnilega refsivert að forvitnast um það sem manni kemur alls ekki við, ha, ha.“ Og sá sem þetta sagði hló vel og lengi. Eftir röddinni að dæma var það miðaldra maður. Aftur litu drengirnir hvor á annan, þeim var ekki farið að lítast á blikuna. Svo kallaði Halli: „Hver ert þú?“ „O. . ekki vantar forvitnina,“ svaraði sá er fyrir ofan var, „en svo sannarlega skal henni vera svalað, þegar þið sjáið mig í nótt, ha, ha.“ Og enn hló þessi dularfulli maður vel og lengi, hann hlaut að vera í mjög góðu skapi. „En hvað meinar þú með því að láta okkur dúsa hérna niðri þar til félagar þínir koma. Við höfum ekki gert þér neitt, né þínum félögum svo að ég tel það skyldu þína, að lofa okkur að komast upp,“ sagði ég. „Skyldu mína, að lofa ykkur að komast upp, ha, ha,“ endurtók maðurinn. „Þetta kallar maður nú hreint og beint frekju. Eins og ég sagði áðan þá er það refsivert að forvitnast um það sem manni kem- ur alls ekki við. Þar eð þið hafið gert það, þá verðið þið að taka út ykkar refsingu.“ „Það var nú algjör tilviljun, að við fundum þessi leynigöng og finnst þér það nokkur furða, að við skyldum rannsaka þau, eftir að við höfðum fundið þau?“ spurði Halli. „Þið hefðuð getað látið það ógert að rannsaka þau, þá hefðuð þið sloppið við að dveljast þarna niðri í allan dag, því að ekki öfunda ég ykkur af því að dveljast þarna, ha, ha. En nú verð ég að kveðja ykk- 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.