Heima er bezt - 01.02.1968, Page 27
ur að sinni, og að lokum þetta: Það þýðir ekkert fyr-
ir ykkur að reyna að sleppa úr þessari gildru því að
það er nóg grjót á hleranum hérna, aðrar útgöngu-
leiðir er ekki hægt að finna. Þið eruð sem sé eins og
kettir á skeri, ha, ha, og verið þið nú blessaðir og sæl-
ir,“ sagði maðurinn og við heyrðum að hann gekk
út úr hellinum.
Þögn, svo sagði Halli:
„Jæja, Skari, nú erum við komnir í þokkalega
klípu. Hvað eigum við nú til bragðs að taka?“
„Það veit ég svei mér ekki. En skyldi maður þessi
vera einn af smyglurunum?“ spurði ég.
„Já það tel ég alveg öruggt,“ svaraði Halli en bætti
svo við: „Hann hefur sennilega verið skilinn hér eftir
til þess að gæta smyglvarningsins. Svo hefur hann
sennilega séð þegar við komum hér að landi og fal-
ið sig.“
„Já, það er mjög líklegt, en mér finnst það undar-
legt að við komum ekki auga á neitt sem gat bent til
þess að hann dveldist hérna því að ég tel mjög lík-
legt, að hann hafi búið í Gullhellinum,“ sagði ég.
„Allt bendir til þess að hann hafi ekki gert það.
Já það er mjög líklegt að hann dveljist einhvers stað-
ar hér í nágrenninu,“ sagði Halli.
„Ekki get ég skilið hvar það er,“ sagði ég.
„Ekki ég heldur, samt sem áður hlýtur hann að
búa hérna einhvers staðar í nágrenninu eins og ég
sagði áðan. En hvað eigum við til bragðs að taka, nú
eru góð ráð dýr,“ sagði Halli.
„Já það má með sanni segja. Hvað leggur þú til að
við gerum?“ spurði ég.
„Hvað legg ég til að við gerum? Það er nú það.
Satt að segja stend ég algjörlega á gati. En blessaður
maður, slökktu á vasaluktinni því að nú þurfum við
að spara rafhlöðurnar. Það getur svo farið að við
þurfum að dveljast hér í allan dag svo að ekki er
gott að eyða þeim að þarflausu.“
Ég fór eftir því sem Halli sagði og slökkti á vasa-
luktinni. Við þögðum nú um hríð og vorum báðir að
brjóta heilann um það hvernig við gætum komið
okkur úr þeirri klípu er við nú vorum í. Þegar smygl-
ararnir kæmu um nóttina máttum við búast við því
að fá ekki góðar viðtökur. Já, það væri gott fyrir
okkur að komast hjá þeim viðtökum. En hvað áttum
við að gera? Var nokkur önnur leið til frelsisins, en
sú, sem nú var búið að loka? Allt í einu fékk ég
hugmynd.
„Heyrðu, Halli,“ sagði ég, „við rannsökum hell-
inn hérna niðri ekki vandlega, var það nokkuð?“
„Nei, það gerðum við ekki,“ svaraði Halli nokkuð
undrandi yfir spurningu minni.
„Eigum við þá ekki að fara niður aftur og rann-
saka hann nánar. Hver veit nema það liggi önnur
leynigöng frá honum út undir bert loft. Oft hef ég,
að minnsta kosti, lesið um það í ævintýrabókum að
það liggi leynigöng inn í helli á tveimur stöðum. Hví
gæti það ekki verið eins með þennan helli? “ spurði ég.
„Það getur vel verið að því sé einnig þannig varið
með þennan helli. Við skulum þá fara niður og rann-
saka hann nánar,“ samþykkti Halli.
Við biðum ekki boðanna, heldur lögðum þegar af
stað niður göngin. Er við svo vorum komnir niður
í hellinn fórum við að rannsaka hann gaumgæfilega.
En allt kom fyrir ekki, við komum ekki auga á nein
önnur leynigöng er frá honum lágu. Ég var að gefa
upp alla von, þegar Halli sagði allt í einu:
„Getur ekki verið að göng leynist bak við kassa-
staflann?“
„Jú, það er alveg satt hjá þér, við verðum að at-
huga það. En til þess að geta það verðum við að færa
kassana til,“ sagði ég.
Við hófumst nú handa við að færa kassana til. Var
það mikið verk og erfitt en áhugi okkar var þess
valdandi að því miðaði mjög vel áfram. Stöfluðum
við kössunum á nýjum stað, en ekki stöfluðum við
betur en það, að allt í einu, þegar staflinn var orðinn
nokkuð hár, heyrðust skruðningar allmiklir. Staflinn
var farinn um og brothljóð kváðu við. Svo varð allt
hljótt, við bræður þögðum. Að lokum rauf ég þögn-
ina og mælti:
„Jæja, bróðir sæll, nú er meira áríðandi að við
komumst héðan. Ég er hræddur um að smyglararnir
verði ekki blíðir á manninn, þegar þeir koma hingað
og sjá hvernig við höfum farið með varning þeirra.“
„Ég er einnig hræddur um það. Já, við verðum að
komast héðan ef við eigum að halda lífi,“ sagði Halli.
Það var ekki laust við að skjálfti væri í rödd hans.
Við héldum nú verki okkar áfram eins og ekkert
hefði í skorizt og unnum jafn rösklega sem áður.
Allt í einu kallaði Halli:
„Skari, komdu fljótt með vasaljósið. Ég held að ég
sé búinn að finna það sem við leitum að.“
V
Nú var ég ekki svifaseinn og var því nær sam-
stundis kominn til Halla með vasaljósið á milli hand-
Heima er bezt 63-