Heima er bezt - 01.02.1968, Page 32
sætur strákur fyndi mann í dimmu skúmaskoti. Þá
gæti nú margt skemmtilegt skeð.
Vala varð líka fyrir sinni fyrstu reynslu af ásta-
málum þetta haust. Þeir Kálfskinnsbræður voru með
þeim í útilegumannaleiknum, og Vala og þrír strákar
áttu að fela sig. Hún faldi sig í fjárhúshlöðunni í
þeirri von, að hún gæti fengið sagt fáein orð við
vesalings Úlla, sem einn lá upp á heystabbanum og
hlustaði á hrópin og köllin og hláturinn. Ekki þorði
hún aðkalla til hans, heldur ætlaði að klifra upp til
hans á stabbann.
Þá heyrði hún allt í einu þrusk og lágt fótatak.
Vala vissi ekki hver þetta gæti verið. Hún þorði ekki
að hreyfa sig. Þruskið færðist nær. Hún var næstum
vissum, að þetta myndi vera Ulli, sem færi svo hljóð-
lega.
„Hver er þetta?“ hvíslaði hún ofurlágt. Hún sá
skugga færast nær, þó nærri kolamyrkur væri í
hlöðunni.
Allt í einu var gripið utan um hana sterkum örm-
um og henni þrýst upp að heystálinu. Votar varir
lögðust á hennar, áður en hún kæmi upp nokkru
hljóði. Guð minn góður, var þetta þá sælan, sem
Nunna hafði lýst svo fjálglega, þessi viðbjóður! Hún
fann skeggbroddana stinga sig, og þessar votu, slepj-
uðu varir sjúga sig fastara, um leið og henni var þrýst
niður á gólfið. Með örvæntingarafli náði hún lausri
annarri höndinni og klóraði af öllu afli í andlit kval-
ara síns. Hann rak upp hást baul:
„Helvítis tæfan! Hvað ertu að gera þig kostbæra! “
Svo dró hann hana niður á lausa heyið. Vala gat
kallað á hjálp, áður en hann gat lokað munni
hennar aftur með sínum. Kallið var svo veikt, að
hann var viss um, að enginn gæti hafa heyrt það.
Það hneggjaði í honum gegnum nefið, þegar hann
tróð annarri stóru krumlunni upp undir peysuna
hennar og greip um brjóst hennar.
Vala vissi aldrei hvað hafði skeð. Allt í einu var
hún laus, og hvæs og más heyrðist í myrkrinu, þung
högg dundu, en ekkert orð var sagt. Svo skrönglaðist
einhver með miklum hraða fram jötuna og niður í
garðann og út.
Vala lá yfirkomin í heybingnum. Hún fann, að
sér var lyft upp og nafn sitt hvíslað:
„Vala, Vala, í guðs bænum gráttu ekki. Það getur
einhver heyrt!“
„Úlli!“ Það var það eina, sem hún gat komið upp
fyrir gráti. Hann hálfdró hana með sér upp í fylgsn-
ið sitt, settist niður við hliðina á henni og reyndi að
hugga hana.
„Svona, svona. Þetta er nú búið og kemur ekki
aftur,“ hvíslaði hann og lagði handlegginn utan um
hana. Vala þurrkaði sér aftur og aftur um munninn.
„Úlli, það var svo viðbjóðslegt, svo hræðilega við-
bjóðslegt. Aldrei, aldrei skal ég kyssa karlmann, þó
ég verði hundrað ára.“
„Var það svona slæmt,“ hvíslaði hann á móti. „En
það var bara af því, að þú vildir það ekki.“
„Svo fór hann með höndina inn undir peysuna
mína og káfaði á........“
„-----brjóstunum á þér,“ botnaði Úlli og hló dá-
lítið.
„Elskulega litla, hugrakka vinkonan mín, ertu
svona viðkvæm . . . . “ Hann lagði hana hægt aftur á
bak í heyið, án þess hún beitti nokkurri mótspyrnu.
Hún fann, að hann lagðist þétt við hlið hennar, en
hún fann ekki til ótta.
„Ertu ekki hrædd við mig?“ spurði hann.
„Nei.“
„Ekki einu sinni, þó ég reyndi að kyssa þig? “
„Ég veit það ekki.“
„Má ég reyna?“ Hann beið ekki eftir svari. Hún
fann hvernig andlit hans nálgaðist hennar, þótt
myrkrið væri svo svart, að hún sæi ekki neitt. Svo
snertu varir hans hennar, hægt og mjúldega, struk-
ust eftir andliti hennar fram og aftur, unz hún réð
ekki lengur við sjálfa sig, vafði handleggjunum um
háls hans eins fast og hún gat, og nú loks kyssti hann
hana á munninn.
„Er þetta svo voðalegt?“ hvíslaði hann.
Hún svaraði engu, grúfði sig bara undir vanga
hans og grét.
Hann fylgdi henni fram að fjárhúsdyrunum. Enn
heyrðust hlátrasköll í fjarska. Úlli andvarpaði ofur-
lítið, en þegar tveir grannir handleggir vöfðust um
háls hans og mjúkar varir kysstu hann stuttum,
snöggum, feimnislegum kossi, þá fann hann, að hann
hefði ekki viljað skipta við neinn þeirra, sem úti
voru í þessum glaða leik. Máske ekki við neinn í
heiminum.
Vala hljóp í spretti heim. Hún vildi ekki hitta
neinn strax. Henni fannst, að allir myndu sjá á sér
það, sem skeð hafði. Bæði það ógeðslega og það
yndislega. Framan við dyrnar hjá uppsátursmönn-
unum nam hún staðar og lagði við hlustir. Þar inni
var Jónatan á Kálfskinni að segja fanggæzlunni
68 Heima er bezt