Heima er bezt - 01.02.1968, Blaðsíða 34
lega öll á valdi minninganna, sem þá ollu henni tár-
um og hugarangri, en vöktu nú hjá henni bros. —
Manga hafði rétt fyrir sér: Allt verður svo smátt og
lítils virði, er frá líður.
Allt í einu leit Vala upp. Hún teygði úr hand-
leggjunum og hló.
„Ég hélt þú steinsvæfir, Einar, og gott ef ég hefi
ekki verið að tala upp úr svefninum. En nú þsegi ég
kaffi.“
Einar sagði ekki orð, meðan hann hitaði kaffið og
kom með það að arninum.
„Einar, ertu reiður?“ gat Vala ekki stillt sig um
að spyrja.
„Reiður!“ Hann hristi höfuðið. — „Nei, en ég er
svo djúpt snortinn af sögu þinni, að það Iá við, að
ég gréti með þér áðan, og þó var ég ofurlítið afbrýði-
samur, þegar þú kysstir þennan Úlla.“
„tJlli var yndislegur,“ sagði Vala lágt.
„Þið voruð bæði börn, og nú lifir þú í óraunveru-
legum heimi, tímarnir breytast og mennirnir með.
Þcssi vinur þinn er fullorðinn núna, vafasamt, að þú
myndir þekkja hann aftur.“
„Úlla myndi ég þekkja meðal þúsunda.“
Guð rninn góður, það verður erfitt að hrekja hann
ofan af þeim stalli, sem hún hefur sett hann á, hugs-
aði Einar dapur. Ekki hélt ég, að þessi æskuást hennar
stæði enn svo föstum fótum.
Vala fékk sér sopa af kaffinu. Hún hélt báðum
höndum um bollann og sneri honum hægt hring
eftir hring ....
„Manga spáir í bolla,“ sagði hún eins og við sjálfa
sig.
„Hvað segir Manga? — Segir hún, að ég fái þig
eða draumaprinsinn?“
„Spurðu Möngu sjálfur. Hún þykist vita, hvað
fyrir mér liggur, en ég vil ekki trúa henni.“
„Þar komstu illa upp um þig,“ sagði Einar og hló,
„því hún segir þá, að ég fái þig, og það verður ein-
hverntíma. Ég er þolinmæðin holdi klædd.“
Vala leit á úrið.
„Jæja, Einar. Hafir þú áhuga á framhaldinu, verð
ég víst að halda áfram, tíminn líður, og við ætlum í
róður í dag og fiska mikið.“
Hún hreiðraði um sig með teppi yfir axlirnar, en
Einar settist við hlið hennar og tróð í pípu sína.
„Og svo?“ spurði hann eftir langa þögn.
Og um kvöldið kom Manga með mjólk og pott-
brauðssneið, smurða með smjöri, því hún áleit, og
álítur enn, að svangur rnagi og skýr hugsun fari ekki
saman. í hennar augum er matur flestra meina bót.
Eftir að Vala hofði borðað brauðið og drukkið
mjólkina, sagði Manga í spurnarróm;
„Jæja?“ — Það var auðheyrt, að hún var ekki alveg
laus við forvitni.
Vala gat ekkert sagt, vissi engan veginn hvernig
hún ætti að byrja.
A'Ianga tók prjóna sína og fór að prjóna. Við og
við gaut hún augunum til Völu, en spurði ekki neins
frekar.
Þegar æðilöng stund var liðin, og telpan sýndi
þess engin merki, að hún hefði neitt að segja, sagði
Manga aftur, og nú í uppörfunarróm:
„Jæja, lambið mitt, láttu það nú koma, svo við get-
um farið að sofa.“
Loks sagði Vala henni kjökrandi og stamandi frá
huldumanninum, sem drakk mjólkina á hverri nóttu.
Aáanga sagði ekki orð allan tímann, nema: „Nú,
nú, og jæja, og hvað svo?“ þegar henni þótti sagan
ganga seint hjá Völu. Þegar að því kom, að ÚIli og
Jónatan börðust, sagði kerla:
„Ég ætla að vona, að hann hafi ekki dregið af
höggunum!“
„Hver?“ hvíslaði Vala dauðskelfd.
„Nú, huldumaðurinn þinn, auðvitað.“
Þá létti Völu svo, að hún fór að gráta, en það stóð
ekki lengi. Hún sagði Adöngu ekki frá því, sem gerð-
ist uppi í heyinu, en sú gamla sagði:
„Þú hefur vænti ég ekki þakkað honum fyrir hjálp-
ina?“
Vala blóðroðnaði, en Manga hló. Svo varð hún
alvarleg á ný. Auðséð væri, að maðurinn mætti ekki
vera lengur í fjárhúshlöðunni. Jónatan myndi rann-
saka hana, og skeð gæti, að hann gerði það strax í
nótt.
Framh.
LEIÐRÉTTING.
í greininni „HaldiS yfir hraun“ í desemberblaði Heima er
bezt urðu þessar prentvillur: A bls. 429, vinstra dálki, 3. 1. a.
n. stendur: „niðurfjarða Austfjarða", á að vera: suðurfjarða
Austfjarða. Á bls. 431, vinstra dálki, 8. 1. a. o. stendur: „og
er það (þ. e. Líkárvatn) um hálfan þriðja km norðvestur frá
Ódáðavötnum", á að vera: suðvestur frá Ódáðavötnum. Á
bls. 439. vinstra dálki, 18. 1. a. n. stendur: „Fælavatn", á að
vera: Folavatn.
70 Heima er bezt