Heima er bezt - 01.04.1973, Page 11

Heima er bezt - 01.04.1973, Page 11
hverir og gínandi gjár, sem spúðu eldi og reyk án af- láts. Ennfremur var okkur sagt, að þar væru undarleg- ir, svartir fuglar, líkastir hröfnum á vöxt, en með járn- nefjum, og réðust þeir á alla, sem dirfðust að ganga á fjallið. Hið síðasttalda atriði var gömul bábilja, sem sprottin var af hjátrú þeirri, sem hvílt hefur á fjalli þessu um öll Norðurlönd.... Við spurðum bóndann, hvort hann hefði orðið nokkurs þessa var eða séð eld eða reyk gjósa upp úr fjallinu eða í námunda við það, og hvað hann nei við því. Hinsvegar var fylgdarmaður okkar að Selsundi fullur hjátrúar og ímyndunar um þá hluti.“ Allt um þetta lögðu þeir félagar ótrauðir til upp- göngu. Sáu þeir á leið sinni áhrif eldgosanna á landinu, hversu fögur héröð hefðu lagzt undir hraun, því að „víða í hraunvikjum sáum við túnskika, veggja- eða garðbrot af bæjum.“ Ferðin gekk slysalaust en sóttist fremur seint. Þegar hærra dró í fjallið gerðist fylgdar- maður þeirra tregur til að halda áfram ferðinni, og bar við höfuðveiki og lagðist loks fyrir. Þeir félagar héldu ótrauðir áfram og komust klakklaust upp á fjallstind- inn, en ófærð nokkur af nýsnævi var efst í fjallinu. Mjög rómuðu þeir útsýn af Heklutindi. En lítt voru örnefni kunn inn um öræfin, þó sagði Selsundsbóndi, þeim að einstakt fjall er þeir sáu lengst í fjarska í norð- austri væri Herðubreið. Þeir lýsa allnákvæmlega göng- unni á fjallið. steina- og bergtegundum, sem fyrir augu bar, eldgígum utan í f jallinu og umhverfis það, og ræða ýmis atriði í sambandi við Heklugos, m. a. að oft komi þar upp salt, og að vatnsflaumur mikill komi stundum með gosunum. Geta þeir þess til, að samband sé við sjó- inn, sem því valdi. Þá ræða þeir einnig þá trú að sam- band sé á milli Heklu og annarra eldfjalla á íslandi, og einnig við Etnu á Sikiley og beri gos þeirra oft upp á sama tíma. Þeir voru á Heklutindi um miðnætti, og seg- ir Eggert svo um það: „Allt var þar kyrrt, og ekkert að sjá nema ís og snjó. Þar voru engar gjár eða vatnsföll og því síður sjóðandi heitir hverir, eldur né reykur. Bjart var sem um dag og sáum við víða vegu af fjall- inu.“ Niðurgangan gekk þeim greiðlega, en þegar þeir hittu fylgdarmanninn var hann hinn hressasti, en undr- aðist mjög að þeir skyldu koma heilir á húfi úr slíkri hættuför. En þegar þeir nokkru síðar komu í Skálholt þar sem biskupinn, Ólafur Gíslason, tók þeim af mik- illi gestrisni, veitti hann þeim átölur noklcrar fyrir þá ofdirfsku að ganga á Heklutind. En þegar slík voru viðbrögð hinna lærðustu manna, má fara nærri um hvern hug alþýða manna hefir borið til fjallsins og ferða á það. Þá má einnig geta göngu þeirra á Snæfellsjökul. Þótt hjátrúin á honum væri ekki jafnmögnuð og á Heklu, töldu menn þar einnig furðumörg ljón á vegi. I fyrsta lagi væri fjallið svo hátt og bratt, að það væri ókleift með öllu, og auk þess væru hættulegar sprungur í jökl- inum, sem allt gleyptu. Þá væri sú hætta á, að menn blinduðust af endurskini sólarinnar frá jökulbreiðun- Titilblað af frönsku útgáfunni af Ferðabók Eggerts og Bjarna. Gefin iit i Paris 1802. um, hefði það hent Englendinga tvo, sem freistað hefðu að ganga á jökulinn fyrir mörgum hundruðum ára, hefði annar þeirra týnzt. Þá trúðu hinir fávísustu því, segir Eggert, að ýmsir jarðbúar, huldufólk, dvergar eða einkum þó afturganga Bárðar Snæfellsáss myndu tálma för manna á jökulinn. En þeir félagar létu ekkert af þessu á sig fá, enda höfðu þeir heyrt svipaðar sögur, er þeir áður gengu á Geitlandsjökul og könnuðu Surts- helli. Jökulgangan var farin aðfaranótt 1. júlí 1754, og tókst hún giftusamlega í hvívetna. Þeir fóru á hestum eins langt og fært var en gengu síðan. Allkalt reyndist þeim þar uppi og nokkurra óþæginda kenndu þeir af hinu þunna lofti. Tókst þeim í ferð þessari að mæla hæð jökulsins og kanna lögun hans, og lýsa þeir jökulþúfunum allgreinilega. Var þeim ljóst, að mikill hluti hraunanna á nesinu utan verðu átti þangað rætur að rekja. Þeim reyndist jökullinn nokkru hærri en hann raunverulega er, en miklum mun lægri þó en áður hafði verið talið. Drógu þeir þá ályltt- un af því, að yfirleitt myndu fjöll á Islandi vera talin hærri en þau væru í raun og veru, og var það rétt. Bjart var yfir, þegar þeir komu upp á jölcultindinn, og fengu þeir notið hins dásamlegasta útsýnis um allt Suður- og Vesturland og inn um miðhálendið. En brátt dró ský upp úr Grundarfirði, og fyrr en varði lagði yfir þá ís- kalda sótþoku. Ræða þeir nokkuð um hana og hið sterka hringsog í loftinu umhverfis jökultindinn. He'vma er bezt 119

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.